Afglæpavæðing Cannabis

Allt utan efnis
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf urban » Fös 27. Nóv 2015 11:24

Tbot skrifaði:Vekja gamlan þráð:

http://www.dailymail.co.uk/health/artic ... lness.html

Efnið skaðar, sama hvað fólk reynir að halda fram öðru.


Ég efast ekkert um það að efnið skaði fólk, sérstaklega ef að það er neytt í mikils mælis.
Aftur á móti ef að það á að nota skaðleikann til þess að nota á móti afglæpavæðingu (ég vil fara enþá lengra) þá mætti nú aldeilis banna margt.

Aftur á móti breytir það því ekki að neyslan er til staðar og hún fer frekar aukandi en minnkandi.
Það að hafa þetta bannað kostar ríkið óhemju fé á hverju ári og skilar bara einfaldlega akkurat engum árángri, neyslan er ekki að minnka.

Bara það að afglæpavæða smáskammta kemur til með að spara ríkinu stórfé á ári.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf DJOli » Fös 27. Nóv 2015 11:40

Rétt eins og með áfengi. Ef þú ert 20+ þá ferðu út í búð og verslar það sjálfur. Ef ekki, færðu einhvern til að versla það fyrir þig. Ef pabbi þinn eða mamma er að brugga, geturðu örugglega samið við þau um að fá dreitil eða nokkra.

Mér finnst málið vera það að, það er komið fram við okkur eins og ungabörn. Við megum drekka okkur í hel. Við megum brugga heima (svo lengi sem við seljum ekki).

En ef þú ert með kannski, gramm af kannabisefnum þá ertu bara orðinn argasti dópisti, og hættulegur almenningi þó að þú sért með kristalhreina ferilskrá.

Það kemur að því, gott fólk, að þið þurfið að hætta þessu rugli, og ná hausnum aftur út úr rassgatinu á ykkur. Þetta er 21. Öldin. Upplýsingar eru til allsstaðar. Þú verður bara að vita hvað þú vilt finna.

Viltu finna niðurstöður rannsókna sem sýna fram á gagnsemi kannabis? Googlaðu "Cannabis uses"
Viltu finna niðurstöður sem sýna fram á skaðleysi kannabis? Googlaðu "Cannabis harmful or not?"
Viltu finna niðurstöður sem sýna fram á skaðsemi kannabis? Googlaðu "Cannabis dangerous"

Sömu leitarorð (skiptu cannabis út fyrir alcohol) gilda um áfengi, sykur og svo margt, margt fleira.

Ég ætla að láta fylgja hér í commenti mínu, íslenska bók sem Þorsteinn Úlfar Björnsson skrifaði.
Meðal þess sem hún sýnir fram á, er hvernig foreldrar eiga að koma fram við börn sín þegar eiturlyf eru til umræðu, hvort sem það sé koffín, sykur, spítt, kók, eða kannabis.
Bókin er frí, og hægt að lesa hana hér:
http://issuu.com/thorsteinnulfar/docs/d__p__lo_rez

https://www.youtube.com/watch?v=TXKjRkkoIOU

https://www.youtube.com/watch?v=nrBW55Cbz8Q

Endilega taktu þátt í þræðinum þegar álit þitt er ekki myndað af reynsl, þekkingarleysi og ríkis og lögreglu-hræðsluáróðri.
Síðast breytt af DJOli á Fös 27. Nóv 2015 11:48, breytt samtals 1 sinni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf dori » Fös 27. Nóv 2015 11:47

Tbot skrifaði:Vekja gamlan þráð:

http://www.dailymail.co.uk/health/artic ... lness.html

Efnið skaðar, sama hvað fólk reynir að halda fram öðru.
Að pósta link á Daily Mail og treysta því að fyrirsögnin þeirra sé rétt er mjög furðulegt. Þetta er álíka traustur miðill og DV eftir yfirtöku Pressunnar. Auðvitað er biluð klukka rétt tvisvar á dag þannig að það má skoða. En ef þú vilt að það sé tekið mark á þér þá ættirðu að finna rannsóknina sem er verið að tala um, skilja hana og nota niðurstöðurnar úr henni til að færa rök fyrir máli þínu (og linka í hana frekar en Daily Mail greinina).


@Klara er þetta úr rannsókninni sem Daily Mail var að fjalla um?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf rapport » Fös 27. Nóv 2015 11:52

Fíkn er sjúkdómur og það á að beita skaðaminnkandi aðferðum til að koma á móts við fíkla en ekki jaðarsetja þá.

Fyrir aðra sem vilja nota fíkniefni sér til dægrastyttingar eða lyfta sér upp öðru hvoru, þá ætti það ekki að vera ólöglegt.

Það þarf að auka fræðslu um fíkniefni og lögleiða sölu á því með tilheyrandi eftirliti með framleiðslu og dreifingu (sbr. áfengi).

Og svo á að taka hart á þeim sem reyna að fara framhjá kerfinu í sölu og dreifingu á þessum efnum.


Svo verð ég að koma "orðinu" hingað inn... "fordómar" gagnvart þeim sem hafa einhverntíman notað fíkniefni eða orði fíkn að bráð eru skelfilegir í okkar samfélagi og einkennast af hörku og miskunnarleysi en ekki samúð og skilningi.

Rétt eins og ef einhver fær annarskonar sjúkdóm (en fíkn) þá fær viðkomandi oftar en ekki samúð og skilning, en ef það er fíkn (eða aðrir jaðarsettir sjúkdómar) þá fer fólk í allt annan gír.




Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Klara » Fös 27. Nóv 2015 11:59

dori skrifaði:
@Klara er þetta úr rannsókninni sem Daily Mail var að fjalla um?


Já, þetta er rannsóknin.

http://journals.cambridge.org/action/di ... 1715002342




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Tbot » Fös 27. Nóv 2015 12:41

dori skrifaði:
Tbot skrifaði:Vekja gamlan þráð:

http://www.dailymail.co.uk/health/artic ... lness.html

Efnið skaðar, sama hvað fólk reynir að halda fram öðru.
Að pósta link á Daily Mail og treysta því að fyrirsögnin þeirra sé rétt er mjög furðulegt. Þetta er álíka traustur miðill og DV eftir yfirtöku Pressunnar. Auðvitað er biluð klukka rétt tvisvar á dag þannig að það má skoða. En ef þú vilt að það sé tekið mark á þér þá ættirðu að finna rannsóknina sem er verið að tala um, skilja hana og nota niðurstöðurnar úr henni til að færa rök fyrir máli þínu (og linka í hana frekar en Daily Mail greinina).


@Klara er þetta úr rannsókninni sem Daily Mail var að fjalla um?


Á ég ekki líka að lesa rannsóknina upphátt fyrir þig, ásamt því að mata þig og skeina.

Ef fólk vill lesa sér meira til þá finnur það sjálft rannsóknina. Ég ætla ekka að mata fólk.

Ég set daily mail skör ofar en DV, moggann og fréttablaðið. Svo ekki sé gleymt að minnast á ritskoðað rúv.

Ótrúlegt en satt þá get ég lesið rannsóknina og skilið hana. En ætla ekki að eyða tíma í að færa rök fyrir skaðsemi þessa efnis eða annarra.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf dori » Fös 27. Nóv 2015 12:51

Ef þú getur það. Af hverju linkaðirðu ekki í rannsóknina sjálfa? Daily Mail er algjörlega marklaus pappír sem hefur það sem helsta hobbí að flokka hluti niður eftir því hvort þeir valda krabbameini eða lækna það (og sumt setja þeir í báða flokka). Ég var ekki að gera athugasemd við neitt af því sem þú varst að segja. Bara... Ég skil ekki af hverju nokkur maður linkar í Daily Mail nema "hey, sjáðu hvað það er fyndið á netinu" skilaboð til vina sinna.

Mér er svo slétt sama um hvort kannabis geti valdið einhverjum slæmum kvillum að ég mun örugglega aldrei lesa þessa rannsókn og kynna mér niðurstöðurnar almennilega. Það breytir því nefnilega ekki að þetta fíkniefnastríð er tapað. Það breytir því ekki að fólk vill reykja þetta og gerir það sama hvort þetta sé bannað eða ekki (ég væri mun frekar til í að sjá tekjur af sölu þess renna til rannsókna/forvarna/meðferðarúrræða en í svarta Benza fyrir einhverja tappa). Það breytir því ekki að það að jaðarsetja neytendur kannabis og annarra efna er líklega mun skaðlegra fyrir samfélagið en þessi áhrif verða nokkurn tíma.

(Fólk sem dettur í gírinn og segir að kannabis sé svarið við öllu og að það sé samsæri sem haldi þessu niðri útaf því að hampurinn megi ekki vinna einhver önnur efni... - og eitthvað, ég hef ekki náð því hvað það er að segja ennþá - er eitthvað sem ég meika ekki btw.)




Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Klara » Fös 27. Nóv 2015 19:40

Our main finding, which is in line with our main hypothesis, is that frequent use of high-potency cannabis is significantly associated with altered callosal microstructural integrity. Furthermore, our results suggest that this particularly occurs in the most posterior part of the CC, including the splenium and the posterior mid-body. Interestingly, these alterations were similar in users with and without a psychotic disorder.


Our data go further than previous evidence and suggest that cannabis potency and frequency affect the CC in individuals with and without psychosis, and possibly reflect a subtle and general effect rather than altered neuronal integrity.


This study provides the first report that WM disarray is greater among heavy users of high-potency cannabis, than in occasional or low-potency users, and that this is independent of the presence of a psychotic disorder. Unfortunately, high-potency cannabis is replacing traditional herbal cannabis preparations in many European countries. Raising awareness about the risks of high-potency cannabis abuse seems therefore crucial. It will be extremely important that future studies evaluating the effects of cannabis use on brain structure and function include a careful assessment of cannabis potency.


Eins og með svo margar blaðagreinar um vísindi er hlutum slegið fram sem föstum þegar þeir eru orðaðir sem "líklegir" í greinunum. Þessi grein sannar ekki að kannabis valdi heilaskemmdum eða breytingum á heila. Hún sýnir hinsvegar fram á tengsl þar á milli. Þetta er fyrsta slíka rannsóknin eins og höfundar benda á ásamt því að beina tilmælunum í síðustu tilvitnun til þeirra sem eru að rannsaka kannabis og heilaskaða/breytingar.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf kizi86 » Lau 28. Nóv 2015 14:12

en hvað tengist allt þetta um skaða og bladíbladíbla upprunalegu umræðunni um AFGLÆPAVÆÐINGU cannabis? ekki neitt, afglæpavæðing þýðir það að það sé ekki lengur glæpur að hafa í fórum sér neysluskammt af þessum efnum, og það sé ekki lengur glæpur að vera undir áhrifum efnisins (eins og það er í dag), semsé hætta að gera neyslu cannabis að glæp, gera þetta að heilbrigðismáli í staðinn fyrir dómstólamáli..

en umræðan um skaða eftir langvarandi notkun á efninu, þá getur hver og einn hasshaus (grashaus þessa dagana) dæmt sjálfur um það (þar á meðal ég, ég neytti cannabis efna daglega í yfir tíu ár) samkvæmt minni reynslu og ALLRA sem ég þekki sem hafa neytt þessi efni í langan tíma (yfir 2 ár) við höfum ÖLL sögu um skaða, ÖLL sögu um þunglyndi eftir neysluna, ÖLL höfum við sögu um skaddað minni.. þá er samt bara að tala um þá sem ég þekki persónulega (svona 50-60 manns), þannig að ég er ekki að reyna að réttlæta notkun eða leggja blessun mína yfir þetta efni, langt í frá, en er mjög hliðsinntur afglæpavæðingu (ALLS EKKI LÖGLEIÐINGU), gerum þetta að heilbrigðismáli svo fíklar geti fengið þá aðstoð sem þeir þurfa svo innilega mikið á að halda!


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf hakkarin » Sun 29. Nóv 2015 22:10

Moldvarpan skrifaði:Fíkn er ekki glæpur. Og um það snýst þetta, ekkert annað. Það eru hinsvegar fíklarnir sem að leiðast útí glæpi(innbrot og þess háttar) útaf refsistefnunni.


Þetta er algjört rugl. Fíklar verða að glæpamönnum að því að þeir verða að fjármagna fíknina einhvernvegin. Heldur þú að fíklar hætti að stela til að fjármagna fíknina bara að því að neysla er ekki lengur ólögleg? Þessi mýta um að afglæpavæðing geti eytt fíkniefna tengdum brotum er bara kjaftæði.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf einarhr » Sun 29. Nóv 2015 23:05

hakkarin skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Fíkn er ekki glæpur. Og um það snýst þetta, ekkert annað. Það eru hinsvegar fíklarnir sem að leiðast útí glæpi(innbrot og þess háttar) útaf refsistefnunni.


Þetta er algjört rugl. Fíklar verða að glæpamönnum að því að þeir verða að fjármagna fíknina einhvernvegin. Heldur þú að fíklar hætti að stela til að fjármagna fíknina bara að því að neysla er ekki lengur ólögleg? Þessi mýta um að afglæpavæðing geti eytt fíkniefna tengdum brotum er bara kjaftæði.


Þín fullyrðing að Fíklar verða að glæpamönnum er nákvæmlega það sem mátti búast við af þér. Það eru ekki allir fíklar glæpamenn !


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf kizi86 » Mán 30. Nóv 2015 00:04

einarhr skrifaði:
hakkarin skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Fíkn er ekki glæpur. Og um það snýst þetta, ekkert annað. Það eru hinsvegar fíklarnir sem að leiðast útí glæpi(innbrot og þess háttar) útaf refsistefnunni.


Þetta er algjört rugl. Fíklar verða að glæpamönnum að því að þeir verða að fjármagna fíknina einhvernvegin. Heldur þú að fíklar hætti að stela til að fjármagna fíknina bara að því að neysla er ekki lengur ólögleg? Þessi mýta um að afglæpavæðing geti eytt fíkniefna tengdum brotum er bara kjaftæði.


Þín fullyrðing að Fíklar verða að glæpamönnum er nákvæmlega það sem mátti búast við af þér. Það eru ekki allir fíklar glæpamenn !

2. gr. Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna, sem talin eru upp í 6. gr. laga þessara, er óheimil á íslensku forráðasvæði samkvæmt því sem nánar segir í 4. mgr. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1974065.html

jú samkvæmt núverandi lögum. eru flestir fíklar glæpamenn, þar sem það er lögbrot að meðhöndla ólögleg efni, og svo er það ólöglegt að meðhöndla lyfseðilsskild lyf ef þau eru ekki uppáskrifuð á þig, svo er það á gráu svæði þeir sem eru að misnota lyf sem þeim er uppáskrifað, fara til margra lækna og fá sama lyfið uppáskrifað..

reyndar ef þú ert að fá lyf sem er ávanaefni frá lækni má í flestum tilvikum bara skrifa upp á skammt sem er fyrir 30 daga..
svo kemur þessi klausa:
14. gr. http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/233-2001
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi allt að 6 árum, nema þyngri refsing liggi við skv. lögum. Tilraun og hlutdeild í brotum gegn reglugerð þessari eru refsiverð samkvæmt III. kafla almennra hegningarlaga.

Ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni, sem aflað hefur verið á ólögmætan hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu, skal gera upptæk til ríkissjóðs. Þá skal og heimilt að gera upptækt til ríkissjóðs andvirði ólögmætrar sölu ávana- og fíkniefna svo og hvers konar muni og áhöld, sem notuð hafa verið eða ætluð eru til ólögmætrar meðferðar efnanna.

mætti flokka þetta sem hlutdeild í broti að reyna að fá uppáskrifað frá fleiri læknum sama lyfinu.... svo samkvæmt því er það ólöglegt líka að misnota lyfseðilsskyld lyf..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf einarhr » Mán 30. Nóv 2015 21:47

Já það er ólöglegt að neyta fíkiefna en eins og Hakkarinn segir þá leyðast allir fíklar útí glæpi, ss að stela ofl. Það er til fullt af fólki sem á nóg af peningum og þarf þá ekki að stela til að fjármagna neyslu.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Tbot » Fim 14. Jan 2016 08:40




Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Fim 14. Jan 2016 09:20



Það væri hægt að segja það nakvæmlega sama um fólk sem reykir sígarettur inni hjá sér, hættu nú þessari fáfræði og kynntu þér málefnið.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 466
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf worghal » Fim 14. Jan 2016 10:54


Ég er nú ekki reykingarmaður, hvorki kannabis eða annað. En svona virkar þetta einfaldlega ekki.
Lyktin læsir sig ekki í húsgögn og föt og veldur þér ekki veikindum.
Ég segi þetta afþví að ég á nágranna sem reykja full mikið og lyktin kemur inn til mín við og við og gangurinn lyktar mikið, en lyktin fer, hún festist ekki í neinu.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Tbot » Fim 14. Jan 2016 11:20

I-JohnMatrix-I skrifaði:


Það væri hægt að segja það nakvæmlega sama um fólk sem reykir sígarettur inni hjá sér, hættu nú þessari fáfræði og kynntu þér málefnið.



Hvaða fáfræði, að sumir kannabis neytendur eru steiktir.
Að efnið sé hættulegt.
Að þetta sé vímuefni.

Af því að ég sé á móti þessu þá hafi ég ekki kynnt mér neitt,




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Tbot » Fim 14. Jan 2016 11:29

worghal skrifaði:

Ég er nú ekki reykingarmaður, hvorki kannabis eða annað. En svona virkar þetta einfaldlega ekki.
Lyktin læsir sig ekki í húsgögn og föt og veldur þér ekki veikindum.
Ég segi þetta afþví að ég á nágranna sem reykja full mikið og lyktin kemur inn til mín við og við og gangurinn lyktar mikið, en lyktin fer, hún festist ekki í neinu.


Einhvað er minnið þitt að klikka, þeir sem muna eftir því þegar reykt var á öllum skemmtistöðun. Þá var það þannig að þú angaðir allur af reykjarlykt eftir djammið, þ.e. bæði þú sjálfur og fötin þín.

Einnig þeir sem hafa þrifið bíla vita það að þú nærð aldrei allri reykingalykt burtu.
Þetta fynnst þegar þú ert að skoða notaða bíla á bílasölum. Oft reynt að blekkja með því að gera einhverja aðra lykt sterkari.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 466
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf worghal » Fim 14. Jan 2016 11:39

Tbot skrifaði:
worghal skrifaði:

Ég er nú ekki reykingarmaður, hvorki kannabis eða annað. En svona virkar þetta einfaldlega ekki.
Lyktin læsir sig ekki í húsgögn og föt og veldur þér ekki veikindum.
Ég segi þetta afþví að ég á nágranna sem reykja full mikið og lyktin kemur inn til mín við og við og gangurinn lyktar mikið, en lyktin fer, hún festist ekki í neinu.


Einhvað er minnið þitt að klikka, þeir sem muna eftir því þegar reykt var á öllum skemmtistöðun. Þá var það þannig að þú angaðir allur af reykjarlykt eftir djammið, þ.e. bæði þú sjálfur og fötin þín.

Einnig þeir sem hafa þrifið bíla vita það að þú nærð aldrei allri reykingalykt burtu.
Þetta fynnst þegar þú ert að skoða notaða bíla á bílasölum. Oft reynt að blekkja með því að gera einhverja aðra lykt sterkari.

Ég er að tala um kannabis lyktina. Ekki tóbak.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf HalistaX » Fim 14. Jan 2016 23:38

worghal skrifaði:
Tbot skrifaði:
worghal skrifaði:

Ég er nú ekki reykingarmaður, hvorki kannabis eða annað. En svona virkar þetta einfaldlega ekki.
Lyktin læsir sig ekki í húsgögn og föt og veldur þér ekki veikindum.
Ég segi þetta afþví að ég á nágranna sem reykja full mikið og lyktin kemur inn til mín við og við og gangurinn lyktar mikið, en lyktin fer, hún festist ekki í neinu.


Einhvað er minnið þitt að klikka, þeir sem muna eftir því þegar reykt var á öllum skemmtistöðun. Þá var það þannig að þú angaðir allur af reykjarlykt eftir djammið, þ.e. bæði þú sjálfur og fötin þín.

Einnig þeir sem hafa þrifið bíla vita það að þú nærð aldrei allri reykingalykt burtu.
Þetta fynnst þegar þú ert að skoða notaða bíla á bílasölum. Oft reynt að blekkja með því að gera einhverja aðra lykt sterkari.

Ég er að tala um kannabis lyktina. Ekki tóbak.

Á mínum reykinga dögum, í gamla daga, áður en ég vissi betur, þá festist lyktin í fötunum mínum, herberginu mínu og bílnum mínum(Ekki það að ég hafi verið að keyra freðinn, það er stór hættulegt og er ég ekki algjör fáviti, vinur minn kveikti einu sinni í jónu hálfur inní bílnum en reykti hana svo úti) í marga daga á eftir. Ég get svo svarið það að gras lyktina fann ég í meira en tvær vikur á eftir í bílnum. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta er hjá einhverjum sem reykir daglega og það mikið á dag.

Ég reyki tóbak sjálfur, inní bílnum mínum, með opnann glugga, á ferð og ef ég geri það ekki í nokkra daga er tóbaks lyktin alveg farin á svona viku. Sígarettu sniffi hundar eins og hún móðir mín finnur hana kannski en ég seldi eitt sinn bíl sem reyklausann þrátt fyrir að hafa reykt töluvert marga pakka inní honum. Aska ég samt alltaf út og hef ég komið inní bíla þar sem askað og stubbað er í öskubakkann og lyktin inní þeim er vægast sagt viðbjóðsleg. Alltaf. Og ef ég þyrfti að giska, þá myndi ég segja að þeir bílar væru einfaldlega ónýtir á eftir. Þú gætir allavegana ekki selt þá með góðu móti nema til keðjureykingamanns.

Annars er kannabis allt annað en skaðlaust, hvort sem þú notar það einu sinni í mánuði eða einu sinni hverja þrjá tíma dagsins.

Mín tvö cent um lögleiðingu/afglæpavæðingu væri fyrst og fremst fyrir lækninga og verkjastillandi krafta plöntunar.
Mér er alveg sama þó þetta verði aldrei lögleitt fyrir einkaneyslu.

En eins og mér finnst ég muna eftir að hafa skrifað á þennan þráð áður, finnst mér samt eins og enginn hafi réttinn til þess að banna manni hvað fer ofaní mann.

Þannig að það væri kannski hægt að fara með þetta eins og vændi, bannað að kaupa en mátt selja. Nema, þú veist, það væri öfugt fyrir kannabisið.

En enn og aftur, bara mín tvö cent, og þarf enginn að taka mark á þessum skoðunum mínum.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...