Rétt eins og með áfengi. Ef þú ert 20+ þá ferðu út í búð og verslar það sjálfur. Ef ekki, færðu einhvern til að versla það fyrir þig. Ef pabbi þinn eða mamma er að brugga, geturðu örugglega samið við þau um að fá dreitil eða nokkra.
Mér finnst málið vera það að, það er komið fram við okkur eins og ungabörn. Við megum drekka okkur í hel. Við megum brugga heima (svo lengi sem við seljum ekki).
En ef þú ert með kannski, gramm af kannabisefnum þá ertu bara orðinn argasti dópisti, og hættulegur almenningi þó að þú sért með kristalhreina ferilskrá.
Það kemur að því, gott fólk, að þið þurfið að hætta þessu rugli, og ná hausnum aftur út úr rassgatinu á ykkur. Þetta er 21. Öldin. Upplýsingar eru til allsstaðar. Þú verður bara að vita hvað þú vilt finna.
Viltu finna niðurstöður rannsókna sem sýna fram á gagnsemi kannabis? Googlaðu "Cannabis uses"
Viltu finna niðurstöður sem sýna fram á skaðleysi kannabis? Googlaðu "Cannabis harmful or not?"
Viltu finna niðurstöður sem sýna fram á skaðsemi kannabis? Googlaðu "Cannabis dangerous"
Sömu leitarorð (skiptu cannabis út fyrir alcohol) gilda um áfengi, sykur og svo margt, margt fleira.
Ég ætla að láta fylgja hér í commenti mínu, íslenska bók sem Þorsteinn Úlfar Björnsson skrifaði.
Meðal þess sem hún sýnir fram á, er hvernig foreldrar eiga að koma fram við börn sín þegar eiturlyf eru til umræðu, hvort sem það sé koffín, sykur, spítt, kók, eða kannabis.
Bókin er frí, og hægt að lesa hana hér:
http://issuu.com/thorsteinnulfar/docs/d__p__lo_rezhttps://www.youtube.com/watch?v=TXKjRkkoIOUhttps://www.youtube.com/watch?v=nrBW55Cbz8QEndilega taktu þátt í þræðinum þegar álit þitt er ekki myndað af reynsl, þekkingarleysi og ríkis og lögreglu-hræðsluáróðri.