Ég byrja að reyna að fara á vefsíðu hvers update til að finna út hvað það sé en gefst upp þegar ég þarf að bíða eftir að síðan hlaðist niður og enda þá á því að velja öll optional update nema maintenance update.
Meðan ég bíð eftir að þessu ljúki þá sé ég að það er komið skrautlegt íkon í taskbarið og sé þá að ég er beðinn um að ljúka við uppsetningu á Skype. Ég hef aldrei notað Skype og var því hissa á þessu en finn síðan út að þetta er komið sem optional Windows update.
Ég hef ekki verið vanur því að Microsoft séu að ota einhverju slíku að manni þegar maður notar Windows update og finnst þetta mjög athugunarvert.
Hérna er tilvitnun í grein um þetta á vefnum sem mér finnst eiga vel við því þetta hefur eyðilagt mikið fyrir mér og var alls ekki á bætandi miðað við mjög slæma reynslu af maintenance update fyrir windows 8.1
Microsoft pushing Skype as an ‘optional’ Windows Update KB2876229
If you choose to install Skype through the Windows Update, the install will have options that you could easily miss that will change your home page to MSN and search engine to Bing. Not only is this hijacking what you would expect from the Ask toolbar and other less reputable products, it is tarnishing the image of Windows Updates. Individuals might not continue good update practices if they begin to see it as a source of the junkware installed on their computer.