[Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf appel » Þri 24. Feb 2015 17:00

GuðjónR skrifaði:Hvers virði eru þjónustuskoðanir umboðana?
T.d. þá kostar 30.000 km þjónustuskoðun Heklu 50 þúsund, er þetta bara venjulegt umboðsokur eða eitthvað sem lífsnauðsylegt er fyrir bílinn og eitthvað sem smurfyrirtæki geta ekki gert?
p.s. bíllinn er dottinn úr tveggja ára ábyrgð hvort sem er...


Þetta er bara peningaplokk. Sjáðu bara, þú ferð með hann 2x á ári í 3 ár, jafnvel 5 ár, og borgar 50 þús í hvert skipti. Þetta jafngildir um 300 þús kalli, bara til að láta einhverja gutta tjékka á olíunni, rúðuþurrkunum, skipta um peru, og gefa þér stimpil í bókina svo þú haldir ábyrgðinni.

Svo þegar bíllinn er orðinn gamall þá vilja þeir ekkert með þig hafa, því þá þarf að fara gera við og svona.


*-*

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Danni V8 » Þri 24. Feb 2015 20:29

Ef að þjónustuskoðun í umboði er rétt framkvæmd, sem ég vona innilega að sé gert á öllum umboðum, þá er gert meira en að smyrja, tékka á perum og rúðuþurrkum.

Það eru allir slithlutir athugaðir og eigandinn látinn vita ef eitthvað er orðið slitið. Það eru öll hjól tekin undan og bremsur skoðaðar og liðkaðar. Þetta getur framlengt endingatíma bremsuíhluta alveg gríðarlega, og athugið að bremsuíhlutir eru ekki bara diskar og klossar.

Sem dæmi var ég með bíl inni á gólfi hjá mér um daginn sem hafði fengið þau óheppilegu örlög að lenda á eiganda sem leit á umboð sem peningaplokk. Þetta var 7 ára gamall bíll, ekinn örlítið yfir 100þús og hafði aldrei farið í þjónustuskoðun í umboði en fór í smur á réttu millibili á mismunandi smurstöðvum. Hann kom vegna þess að hann heyrði óhljóð í bremsunum. Við nánari athugun sá ég að það var ný búið að skipta um bremsuklossa að aftan og að það hafði verið gert á smurstöð. Stimplunum í dælunum hefur bara verið þvingað inn og þessu hrækt saman á sennilega korteri og eigandinn fór mega sáttur heim með töluvert lægri reikning en hann hefði fengið á almennilegu verkstæði.... en hann var ekki sáttur lengi.

Bremsudælurnar voru báðar fastar að aftan. Á öllum 7 árunum höfðu þær aldrei verið skoðaðar, gúmmíinu lyft upp og bremsufeiti smurt fyrir innan. Vegna þess fóru stimplarnir að ryðga þegar þeir voru komnir lengra út vegna þess að klossarnir voru orðnir slitnir. Þegar það var skipt um þá var að sjálfsögðu ekki kíkt fyrir innan gúmmíið og ryðið sást aldrei og þessu bara þrýst inn með hörkum. Það orsakaði að stimplarnir festust. Þeir þrýstu alltaf og bremsuðu þegar stigið var á pedalann, en drógust aldrei til baka þegar honum var sleppt, heldur bremsuðu dælurnar á fullu þangað til klossarnir slípuðust frá. Þetta þýddi uppgerð á báðum bremsudælum að aftan, nýjir klossar aftur, nýjir diskar þar sem þeir skemmdust útaf hitamyndun og nýjir handbremsuborðar þar sem að hitinn frá disknum öðru megin var svo mikill að límingin sem heldur slitefninu á skemmdist og handbremsan varð stál í stál öðru megin. Stimplarnir voru meira að segja svo fastir að ég þurfti að setja bílinn í gang og stíga pedalann í botn til að þrýsta stimplunum út áður en ég gat gert upp dælurnar, þetta hef ég aldrei þurft að gera áður.

Þarna var kominn tvíunnin viðgerð og þar að auki margfallt dýrari viðgerð en sparnaðurinn á að fara ekki í þjónustuskoðanir var.

Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem má rekja til svona vanrækslu. Tímakeðjur að klikka í 80þús vegna smureftirliti var ekki rétt fylgt og ódýrari aftermarket síur notaðar í sparnaðarhugsunum eru önnur dæmi.

Ég tel þjónustuskoðun umboðs vera allra peningana virði en ég er líka svoldið biased.

Þar fyrir utan að ef að mætt er með bíl í þjónustuskoðun á því millibili sem mælt er með þá ertu í leiðinni að tryggja að umboðið ábyrgist að allt sem á að skoða í þjónustuskoðun er skoðað og ef það er ekki gert og eitthvað klikkar sem má rekja til þess þá ábyrgjast þeir það.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Fim 26. Feb 2015 18:08

Talandi um þjónustuskoðanir, tökum Skoda sem dæmi.
Ég hringdi í Heklu og Bílson og spurði hvað 30k km þjónustuskoðun kostaði og hvað væri innifalið.
Innifalið er "smurning" sem kostar það sama á báðum stöðunum 18-20k, Bílson sagði reyndar 18-22k þannig að ekki eru þeir ódýrari en umboðið, hugsanlega dýrari.

Og þá spurði ég en hvað er þá gert sem kostar 30k fyrst smurningin er 20k, svarið var eins á báðum stöðum.
Þú ert að viðhalda ábyrgð! Og ég þráðist við, sagðist vilja fá að vita hvað væri gert. Og þá fékk ég svörin "allskonar hlutir skoðaðir og yfirfarnir".
Sama hvernig ég bað um að fá að vita hvað væri gert þá var ekki hægt að útskýra það nánar. Og þegar ég sagði að bíllinn væri að detta úr ábyrgð eftir 14 daga hvort þjónustuskoðunin væri ekki óþörf til að "viðahalda þessari 14 daga ábyrgð sem eftir er" þá var svarið að með þjónustuskoðun fengi bíllinn "goodwill" eftir að tveggja ára ábyrgðartíma lyki og husanlega ódýrari varahluti í framtíðinni ef hann bilaði.

Vitið, ég er engu nær!
Þetta voru loðnustu og skrítnustu svör sem ég hef fengið.
Þegar ég versla í Bónus fyrir 30k þá vil ég fá strimil, ég vil fá að vita hvað ég er að borga fyrir.
Ég rétti ekki kassafólkinu 30k og bið um bland í poka og hugsanlega afslátt næst þegar ég versla.
Er óeðlilegt að fara fram á það við umboð sem selur "þjónustuskoðun" á 50 þúsund að fá að vita hvað maður er að fá fyrir peninginn annað en "goodwill" á varahlutum í framtíðinni ef eitthvað bilar? Ef eitthvað bilar þá getur vel verið að varahluturinn verði keyptur í AB varahlutum og lagaður á óháður verkstæði eða í bílskúrnum heima.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf steinarorri » Fim 26. Feb 2015 21:09

Ég er mjög sáttur við þjónustuskoðunina hjá Peugeot/Bernhard. Þeir bjóða upp á "4+ skoðun" sem kostar 25 þúsund þar sem er farið yfir allan fjandann.
Smurning, perur, slitfletir, bremsur, dekk og hjólabúnaður skoðaður. Skoða m.a.s. og skipta um gúmmíið í hurðinni (ég er nokkuð viss um að það hafi verið gert seinast hjá mér). Örugglega e-ð fleira sem þeir gera en ég finn ekki tékklistann sem ég fékk hjá þeim seinast.
Láta mann svo vita ef það þarf að gera e-ð major eða láta vita ef ég þarf að gera e-ð sem þeir gera ekki (t.d. skipta um púst seinast).

Mér finnst ég allavega vera að fá fullt fyrir peninginn, og ég treysti þeim mun betur heldur en seinasta verkstæði sem ég fór alltaf á.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Viktor » Fös 27. Feb 2015 07:30

steinarorri skrifaði:Ég er mjög sáttur við þjónustuskoðunina hjá Peugeot/Bernhard. Þeir bjóða upp á "4+ skoðun" sem kostar 25 þúsund þar sem er farið yfir allan fjandann.
Smurning, perur, slitfletir, bremsur, dekk og hjólabúnaður skoðaður. Skoða m.a.s. og skipta um gúmmíið í hurðinni (ég er nokkuð viss um að það hafi verið gert seinast hjá mér). Örugglega e-ð fleira sem þeir gera en ég finn ekki tékklistann sem ég fékk hjá þeim seinast.
Láta mann svo vita ef það þarf að gera e-ð major eða láta vita ef ég þarf að gera e-ð sem þeir gera ekki (t.d. skipta um púst seinast).

Mér finnst ég allavega vera að fá fullt fyrir peninginn, og ég treysti þeim mun betur heldur en seinasta verkstæði sem ég fór alltaf á.


Flest verkstæði skoða þetta allt fyrir þig - frítt - og segja þér svo hvað þarf að laga.

Það er ótrúlegt hvað þessi bílaumboð ná að plata fólk.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf steinarorri » Lau 28. Feb 2015 13:22

Sallarólegur skrifaði:
steinarorri skrifaði:Ég er mjög sáttur við þjónustuskoðunina hjá Peugeot/Bernhard. Þeir bjóða upp á "4+ skoðun" sem kostar 25 þúsund þar sem er farið yfir allan fjandann.
Smurning, perur, slitfletir, bremsur, dekk og hjólabúnaður skoðaður. Skoða m.a.s. og skipta um gúmmíið í hurðinni (ég er nokkuð viss um að það hafi verið gert seinast hjá mér). Örugglega e-ð fleira sem þeir gera en ég finn ekki tékklistann sem ég fékk hjá þeim seinast.
Láta mann svo vita ef það þarf að gera e-ð major eða láta vita ef ég þarf að gera e-ð sem þeir gera ekki (t.d. skipta um púst seinast).

Mér finnst ég allavega vera að fá fullt fyrir peninginn, og ég treysti þeim mun betur heldur en seinasta verkstæði sem ég fór alltaf á.


Flest verkstæði skoða þetta allt fyrir þig - frítt - og segja þér svo hvað þarf að laga.

Það er ótrúlegt hvað þessi bílaumboð ná að plata fólk.


Tja, ég hef svolítið brennt mig á því að sum verkstæði geri það ekki. Mér er nokkurnveginn slétt sama þó þetta kosti einhverjum þúsundköllum meira ef ég get verið viss um að hlutirnir séu vel unnir. Fer til umboðsins einu sinni á ári áður en ég fer með bílinn í skoðun og helst þá líka inni í 200þús km ábyrgðinni sem er á vélinni.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Pósturaf biturk » Lau 28. Feb 2015 18:08

Þjónustuskoðun er peningaplokk, ef þeir sem skipta um klossa hjá þér átta sig ekki á að dælur séu fastar þá er frekar vip þá að saka og manns eigin heimslu sð fylgjast ekki með ástandi bílsins

En að borga 30k fyrir það er klikkun og mýmörg dæmi að umboð skipti um hluti sem eiga nóg eftir til að fá meiri pening á ofur álögðum varahlutum



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Yawnk » Lau 28. Feb 2015 19:32

GuðjónR skrifaði:
Og þá spurði ég en hvað er þá gert sem kostar 30k fyrst smurningin er 20k, svarið var eins á báðum stöðum.
Þú ert að viðhalda ábyrgð! Og ég þráðist við, sagðist vilja fá að vita hvað væri gert. Og þá fékk ég svörin "allskonar hlutir skoðaðir og yfirfarnir".
Sama hvernig ég bað um að fá að vita hvað væri gert þá var ekki hægt að útskýra það nánar. Og þegar ég sagði að bíllinn væri að detta úr ábyrgð eftir 14 daga hvort þjónustuskoðunin væri ekki óþörf til að "viðahalda þessari 14 daga ábyrgð sem eftir er" þá var svarið að með þjónustuskoðun fengi bíllinn "goodwill" eftir að tveggja ára ábyrgðartíma lyki og husanlega ódýrari varahluti í framtíðinni ef hann bilaði.


Þetta er ákkurat það sem um ræðir, familían á 2012 árgerð af Skoda Octavia sem var keyptur nýr, rann úr ábyrgð 2014.
Fyrir stuttu síðan fór hann að tapa frostlegi í miklu magni, þá hafði vatnsdælan farið, og þá þurfti að skipta um viftureim og tímareim í leiðinni. ( bíllinn ekinn 45þ ) og alltaf farið til umboðs í smurningu ofl, og bíllinn var þá dottinn úr ábyrgð um 6-10 mánuði en Hekla tók þetta á sig og við þurftum að borga minnir mig 10%-20% af bara vinnunni, sem endaði reyndar í 17 þús ef ég man rétt.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Minuz1 » Lau 28. Feb 2015 23:49

GuðjónR skrifaði:Talandi um þjónustuskoðanir, tökum Skoda sem dæmi.
Ég hringdi í Heklu og Bílson og spurði hvað 30k km þjónustuskoðun kostaði og hvað væri innifalið.
Innifalið er "smurning" sem kostar það sama á báðum stöðunum 18-20k, Bílson sagði reyndar 18-22k þannig að ekki eru þeir ódýrari en umboðið, hugsanlega dýrari.

Og þá spurði ég en hvað er þá gert sem kostar 30k fyrst smurningin er 20k, svarið var eins á báðum stöðum.
Þú ert að viðhalda ábyrgð! Og ég þráðist við, sagðist vilja fá að vita hvað væri gert. Og þá fékk ég svörin "allskonar hlutir skoðaðir og yfirfarnir".
Sama hvernig ég bað um að fá að vita hvað væri gert þá var ekki hægt að útskýra það nánar. Og þegar ég sagði að bíllinn væri að detta úr ábyrgð eftir 14 daga hvort þjónustuskoðunin væri ekki óþörf til að "viðahalda þessari 14 daga ábyrgð sem eftir er" þá var svarið að með þjónustuskoðun fengi bíllinn "goodwill" eftir að tveggja ára ábyrgðartíma lyki og husanlega ódýrari varahluti í framtíðinni ef hann bilaði.

Vitið, ég er engu nær!
Þetta voru loðnustu og skrítnustu svör sem ég hef fengið.
Þegar ég versla í Bónus fyrir 30k þá vil ég fá strimil, ég vil fá að vita hvað ég er að borga fyrir.
Ég rétti ekki kassafólkinu 30k og bið um bland í poka og hugsanlega afslátt næst þegar ég versla.
Er óeðlilegt að fara fram á það við umboð sem selur "þjónustuskoðun" á 50 þúsund að fá að vita hvað maður er að fá fyrir peninginn annað en "goodwill" á varahlutum í framtíðinni ef eitthvað bilar? Ef eitthvað bilar þá getur vel verið að varahluturinn verði keyptur í AB varahlutum og lagaður á óháður verkstæði eða í bílskúrnum heima.


Mér þykir það vert að skjóta því að að þú fyrrir þig ekki ábyrgð með því að fara með bílinn á verkstæði öðru en umboðsaðilla.
Ábyrgðin er lögboðin og það er ekkert sem umboðið getur gert sem eyðir þeirri ábyrgð, nema þeir sanni að viðhaldi hafi ekki verið fullnægt.
Þetta á við tölvuverslanir, bílaumboð og hvað sem er.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf appel » Sun 01. Mar 2015 02:33

Já, það er merkilegt þetta með "þjónustuskoðanir" á nýjum bílum. Ég hefði haldið að nýjir bílar þyrftu langminnsta viðhaldið, a.m.k. auglýsa bílaumboðin það að það borgi sig að eiga nýjan bíl því þeir bila ekkert! Samt þurfa þeir að vera í miklu og kostnaðarsömu eftirliti? Þetta bara meikar engan sense.

Þetta er auðvitað bara "after sales" peningaplokk. Þeir geta selt þér bílinn aðeins ódýrara en ná inn peningunum með þjónustuskoðunartjékkum.

Ég hélt að það væru bara eldri bílar sem þyrftu skoðanir og viðhald? Nei, umboðin hafa engan áhuga á 10-15 ára gömlum bílum. Þau vilja bara selja selja selja og rukka eins mikið og þeir komast upp með.

Afhverju vilja umboðin ekkert með eldri bíla hafa? Ég myndi alveg þiggja það að fá yfirhalningu á gamla jálkinum mínum. En greinilegt að þeir vilja kannski frekar að hann bili og ég komi aftur og kaupi nýjan bíla af þeim?


*-*


Chokotoff
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 01. Mar 2015 02:40
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Chokotoff » Sun 01. Mar 2015 02:50

appel skrifaði:Afhverju vilja umboðin ekkert með eldri bíla hafa? Ég myndi alveg þiggja það að fá yfirhalningu á gamla jálkinum mínum. En greinilegt að þeir vilja kannski frekar að hann bili og ég komi aftur og kaupi nýjan bíla af þeim?



Fá sér Toyotu bara. mín er að skríða í 17 árin og alltaf topp þjónusta hjá þessum snillingum í Garðabænum :happy

Hef þurft að díla við Ingvar Helgason (Subaru og BMW) og Heklu (VW) og þar þurfti maður helst að byðjast afsökunar á því að hafa truflað þá með því að spyrjast fyrir um varahluti...Heklumenn þó skömminni skárri.


DFTBA

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Danni V8 » Sun 01. Mar 2015 03:02

Ég hef aldrei lent í vandræðum með BL þegar það kemur að varahlutum í mína bíla, elsti sem ég hef átt var 21 árs þegar ég átti hann og það var ekkert mál að finna varahluti í hann hjá BL (Hét Ingvar Helgason þá).

Ég hef að vísu alltaf gert mitt viðhald sjálfur svo ég hef ekki þurft að reyna á verkstæðisþjónustuna svo ég get ekkert sagt um hana.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Mán 09. Mar 2015 11:30

Varðandi diesel vélar, hver er ykkar skoðun á bætiefnum/hreinsiefnum í eldsneytið?
Er það nauðsylegt eða óþarfi eða eitthvað þar á milli?
Það eru til allskonar efni og talað um að setja í tankinn á 5000 - 7000km fresti:
http://www.stilling.is/vorur/vara/LM2814/
http://www.halfords.com/motoring/engine ... ment-200ml

Ef þið mælið með einhverjum efnum þá væri gaman að vita hvaða efni og af hverju.



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Yawnk » Mán 09. Mar 2015 11:38

GuðjónR skrifaði:Varðandi diesel vélar, hver er ykkar skoðun á bætiefnum/hreinsiefnum í eldsneytið?
Er það nauðsylegt eða óþarfi eða eitthvað þar á milli?
Það eru til allskonar efni og talað um að setja í tankinn á 5000 - 7000km fresti:
http://www.stilling.is/vorur/vara/LM2814/
http://www.halfords.com/motoring/engine ... ment-200ml

Ef þið mælið með einhverjum efnum þá væri gaman að vita hvaða efni og af hverju.


Held að linkurinn hjá Stillingu sé eitthvað bilaður :megasmile :megasmile



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf dori » Mán 09. Mar 2015 12:11

Þeir greinilega banna djúpa linka. Kemur batman ef maður hefur ekki einhverja köku.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Mán 09. Mar 2015 12:34

Ohh crap! ... fann direct link á vöruna :)
http://www.stilling.is/vorur/vara/LM2814/

Er ekkert sérstaklega að spá í þessari vöru, bara þessum vörum almennt.
Þ.e. hvort þörf sé á svona "spíssahreinsiefni".




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf braudrist » Mán 09. Mar 2015 20:10

Vitið þið um eitthvað verkstæði sem getur lesið tölvuna í bílnum? Það er svo löng bið alltaf í umboðinu svo kostar það 15.000 kall bara fyrir lesningu


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Yawnk » Mán 09. Mar 2015 20:19

braudrist skrifaði:Vitið þið um eitthvað verkstæði sem getur lesið tölvuna í bílnum? Það er svo löng bið alltaf í umboðinu svo kostar það 15.000 kall bara fyrir lesningu

Fer eftir því hvernig bíl, flest öll verkstæði sem sérhæfa sig í x bílategund geta lesið af bílnum fyrir þig.. og það fyrir helmingi minna.
T.d Skoda/VW/Audi ættirðu að geta farið í Betri Bíla skeifunni, bílvog, bilson ofl, ef þú vilt fá nánari lestur.
Annars ef þetta er bara check engine ljós ættirðu að geta farið bara á næstu smurstöð.




braudrist
</Snillingur>
Póstar: 1051
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 58
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf braudrist » Mán 09. Mar 2015 20:24

Þetta er Subaru Impreza 2009 Aero eitthvað :D Cruise Control-ið blikkar stöðugt grænt, gula check engine ljósið er alltaf á, og svo er gula skriðvarnarljósið á. Ég er búinn að Google-a þetta eitthvað og það segja flestir að það sé best að láta lesa hann.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Yawnk » Mán 09. Mar 2015 20:26

braudrist skrifaði:Þetta er Subaru Impreza 2009 Aero eitthvað :D Cruise Control-ið blikkar stöðugt grænt, gula check engine ljósið er alltaf á, og svo er gula skriðvarnarljósið á. Ég er búinn að Google-a þetta eitthvað og það segja flestir að það sé best að láta lesa hann.

Þá myndi ég mæla með að þú færir í BFO ( Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar )
Þeir sérhæfa sig í Subaru, Nissan og Honda.
Ætti ekki að vera vandamál fyrir þá að græja þetta fyrir þig.
http://www.bfo.is/ / Sími : 567 7360



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf lukkuláki » Mán 09. Mar 2015 20:53

Toppur eru líka sérfræðingar í Subaru.
http://toppur.is/


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf axyne » Mán 09. Mar 2015 22:02

braudrist skrifaði:Vitið þið um eitthvað verkstæði sem getur lesið tölvuna í bílnum? Það er svo löng bið alltaf í umboðinu svo kostar það 15.000 kall bara fyrir lesningu


Ég fór með Toyota Corolla í tölvulesningu og borgaði 1.500 kr fyrir hjá kvikkfix fyrir tveim árum.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16511
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf GuðjónR » Fös 13. Mar 2015 12:54

Er það satt sem ég hef heyrt að sumar smurstöðvar "sjúga" upp olínuna í stað þess að tappa henni af bílunum?
T.d. með Skoda þá er olíusían ofan á vélinni og það þarf að losa plötu undan bílnum til að tappa af, það sparar tíma og fyrirhöfn að sleppa því og sjúga olíuna upp í staðinn en þá skilurðu eftir allt gruggið í botninum.

Vitið hvernig þessum málum er almennt háttað?




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf littli-Jake » Fös 13. Mar 2015 16:42

GuðjónR skrifaði:Er það satt sem ég hef heyrt að sumar smurstöðvar "sjúga" upp olínuna í stað þess að tappa henni af bílunum?
T.d. með Skoda þá er olíusían ofan á vélinni og það þarf að losa plötu undan bílnum til að tappa af, það sparar tíma og fyrirhöfn að sleppa því og sjúga olíuna upp í staðinn en þá skilurðu eftir allt gruggið í botninum.

Vitið hvernig þessum málum er almennt háttað?



Miðað við þær sugur sem ég hef fengið að nota mundi þetta ekki borga sig. Tekur hellings tíma að sjúa upp með þessu drasli. En ég get náttúrulega ekki verið að fullirða neitt


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Viðhaldsþráðurinn] Viðhald bíla

Pósturaf Yawnk » Fös 13. Mar 2015 17:09

GuðjónR skrifaði:Er það satt sem ég hef heyrt að sumar smurstöðvar "sjúga" upp olínuna í stað þess að tappa henni af bílunum?
T.d. með Skoda þá er olíusían ofan á vélinni og það þarf að losa plötu undan bílnum til að tappa af, það sparar tíma og fyrirhöfn að sleppa því og sjúga olíuna upp í staðinn en þá skilurðu eftir allt gruggið í botninum.

Vitið hvernig þessum málum er almennt háttað?

Já það er satt, en þeim til varnar getur verið rosalega mikið vesen að losa plötuna undir bílnum, sérstaklega ef þetta er eldri Skodi ( gamla boddíið, kringum aldamótin ) minnir mig, þar eru pönnurnar skelfilegar, allir boltar ryðgaðir fastir og snúast bara án þess að losna. Skoda hafa alltaf verið leiðinlegir með pönnur undir bílnum allaveganna Octavia, yfirleitt níðþungar og leiðinlegar. 2012 Octavia og nýrra eru komnir með plasthlífar sem ekkert mál er að losa.

En að sjúga upp olíuna er náttúrulega ekki að gera góða hluti og ætti aldrei að vera gert, eins og þú segir, það er hætta á því að skilja allt eftir sem þú vilt ekki að verði eftir :D