Pósturaf Danni V8 » Þri 24. Feb 2015 20:29
Ef að þjónustuskoðun í umboði er rétt framkvæmd, sem ég vona innilega að sé gert á öllum umboðum, þá er gert meira en að smyrja, tékka á perum og rúðuþurrkum.
Það eru allir slithlutir athugaðir og eigandinn látinn vita ef eitthvað er orðið slitið. Það eru öll hjól tekin undan og bremsur skoðaðar og liðkaðar. Þetta getur framlengt endingatíma bremsuíhluta alveg gríðarlega, og athugið að bremsuíhlutir eru ekki bara diskar og klossar.
Sem dæmi var ég með bíl inni á gólfi hjá mér um daginn sem hafði fengið þau óheppilegu örlög að lenda á eiganda sem leit á umboð sem peningaplokk. Þetta var 7 ára gamall bíll, ekinn örlítið yfir 100þús og hafði aldrei farið í þjónustuskoðun í umboði en fór í smur á réttu millibili á mismunandi smurstöðvum. Hann kom vegna þess að hann heyrði óhljóð í bremsunum. Við nánari athugun sá ég að það var ný búið að skipta um bremsuklossa að aftan og að það hafði verið gert á smurstöð. Stimplunum í dælunum hefur bara verið þvingað inn og þessu hrækt saman á sennilega korteri og eigandinn fór mega sáttur heim með töluvert lægri reikning en hann hefði fengið á almennilegu verkstæði.... en hann var ekki sáttur lengi.
Bremsudælurnar voru báðar fastar að aftan. Á öllum 7 árunum höfðu þær aldrei verið skoðaðar, gúmmíinu lyft upp og bremsufeiti smurt fyrir innan. Vegna þess fóru stimplarnir að ryðga þegar þeir voru komnir lengra út vegna þess að klossarnir voru orðnir slitnir. Þegar það var skipt um þá var að sjálfsögðu ekki kíkt fyrir innan gúmmíið og ryðið sást aldrei og þessu bara þrýst inn með hörkum. Það orsakaði að stimplarnir festust. Þeir þrýstu alltaf og bremsuðu þegar stigið var á pedalann, en drógust aldrei til baka þegar honum var sleppt, heldur bremsuðu dælurnar á fullu þangað til klossarnir slípuðust frá. Þetta þýddi uppgerð á báðum bremsudælum að aftan, nýjir klossar aftur, nýjir diskar þar sem þeir skemmdust útaf hitamyndun og nýjir handbremsuborðar þar sem að hitinn frá disknum öðru megin var svo mikill að límingin sem heldur slitefninu á skemmdist og handbremsan varð stál í stál öðru megin. Stimplarnir voru meira að segja svo fastir að ég þurfti að setja bílinn í gang og stíga pedalann í botn til að þrýsta stimplunum út áður en ég gat gert upp dælurnar, þetta hef ég aldrei þurft að gera áður.
Þarna var kominn tvíunnin viðgerð og þar að auki margfallt dýrari viðgerð en sparnaðurinn á að fara ekki í þjónustuskoðanir var.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem má rekja til svona vanrækslu. Tímakeðjur að klikka í 80þús vegna smureftirliti var ekki rétt fylgt og ódýrari aftermarket síur notaðar í sparnaðarhugsunum eru önnur dæmi.
Ég tel þjónustuskoðun umboðs vera allra peningana virði en ég er líka svoldið biased.
Þar fyrir utan að ef að mætt er með bíl í þjónustuskoðun á því millibili sem mælt er með þá ertu í leiðinni að tryggja að umboðið ábyrgist að allt sem á að skoða í þjónustuskoðun er skoðað og ef það er ekki gert og eitthvað klikkar sem má rekja til þess þá ábyrgjast þeir það.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x