Framed skrifaði:Undir stjórnborð notanda er reset takkinn, að mér sýnist, alls staðar þýddur sem "endurskýra" en ætti væntanlega að vera "endurstilla"
Var að vísu búinn að benda á þetta áður en það hefur væntanlega farið fram hjá þér GuðjónR.
Var svo að taka eftir að þar undir stillingar spjallborðs er "breyta stillingum inngleggja", eitt auka g þarna.
Ítreka svo ósk mína um að hægt sé að fela söluþræði frá nýjustu innleggjunum á forsíðunni. Tek líka undir ósk annarra hér um að fá aftur fimm síður af nýjustu innleggjum.
Það verður að segjast að heimsóknartíðni mín á síðuna hefur snarfallið og ég tengi það mest við þessi tvö atriði.
Búinn að fixa stafsetninguna og orðalagið "endurstilla" ... ekki hika við að skella ábendingum þegar þið finnið eitthvað sem má laga.
Fela söluþræðina, ég skal gera tilraun hvort það virki með þessu nýja kerfi. Í versta falli gætum við þurft að láta laga kóðann svo það virki.
Og já, það er rökréttara að hafa blaðsíðutalið undir Virkum umræðum en að hafa það þar að ofan, skal vinna í því að færa það niður.
Og svona eitt í lokinn, Virkar umræður bjóða nú upp á tvo möguleika.
a) Eins og þetta er núna, sýnir nýjustu innlegginn óháð því hvort þú hafir lesið þau eða ekki.
b) Sýnir bara ólesin "nýjustu" innleggin, um leið og þú ert búinn að lesa þá hverfur það af listanu og annað kemur í staðinn.