Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf gRIMwORLD » Lau 17. Jan 2015 23:53

Sæl verið þið,

langar að athuga hjá ykkur hvort þið hafið einhvern tíman lent í veseni með að losa dekk undan bílum.

Mál með vexti að bíllinn fór í dekkjaskipti í haust og nú í dag ætlaði ég að fara í nokkrar viðgerðir á honum. Lenti í því rugli að geta með engu móti losað boltana nema með átaksskafti og eftir að hafa losað 4 bolta með þvílíkum smellum (og fengið næstum 4 hjartaáföll) þá kom að því að sá fimmti gaf sig að einhverju leiti. Náði mér í loftlykil sem hékk á boltanum en náði ekki að losa.

Skoðaði boltana sem ég náði úr og þeir voru löðrandi í feiti en engin feiti sýnileg á hausnum sjálfum. Þeir hafa því grafið sig ærlega í álfelguna.
Var að lesa mig til um þetta og á þrátt fyrir mismunandi aðferðir þá virðist almenna reglan vera sú að það er algjört NO-NO! að herða felgubolta með feiti og öflugum loftlykli.

Eru vinnubrögðin að slappast á hjólbarðaverkstæðunum?

Ég reyndi á öðru dekki og þegar ég gat ekki losað fyrsta boltann með loftlyklinum þá hætti ég.
Ætla að fara með bílinn á sama verkstæðið á mánudaginn og biðja þá fallega að losa öll dekkinn undan og gera þetta svo almennilega.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf MatroX » Lau 17. Jan 2015 23:59

ég veit t.d að N1 fer eftir michelin stöðlum og herða allt eftir herslutölum en eitt hvernig bíll er þetta sem þú ert með?


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf gRIMwORLD » Sun 18. Jan 2015 00:25

MatroX skrifaði:ég veit t.d að N1 fer eftir michelin stöðlum og herða allt eftir herslutölum en eitt hvernig bíll er þetta sem þú ert með?


:face Kannski ég opni spjallið á þessari spurningu.

Með Skoda Octaviu 2002 módel. Aldrei verið vesen að losa felgurnar af áður.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf MatroX » Sun 18. Jan 2015 00:30

ég vann á dekkjaverkstæði í 6 ár og það var oft ógeðslega mikið vesen með bolta á vw og skoda oftar en ekki þurfti maður átaksskaft og hoppa á því hvort sem boltarnir voru hertir með loftlykli eða herslumælir þannig að það er því miður mjög lítið sem verkstæðið getur gert þar sem þetta er nánast alltaf svona með skoda, vw og audi, þótt það eigi ekki að botn herða bara með loftlykli þá hef ég líka séð þetta gerast þegar hert var eftir réttum herslum með mælir


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf beatmaster » Sun 18. Jan 2015 00:49

Helvítis boltakjaftæði, þetta er eiginlega það minnsta sem að ég sé eftir á Skodanum mínum, þetta bítur sig alltaf rammfast, svo var ég með original álfelgur og þurfti alltaf að berja þær af með gúmmíhamri því að þær sátu líka pikkfastar á miðjunnni.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf gRIMwORLD » Sun 18. Jan 2015 01:18

Ég get skilið að þetta sæti fast eftir eitt ár eða lengur en bíllinn var í dekkjaskiptum fyrir 3 mánuðum. Auk þess eru þeir boltar sem ég náði úr löðrandi í feiti. Þar sem þetta hefur aldrei verið vandamál áður á þessum bíl áætla ég að þeir hafi verið hertir OF mikið.
Sjáum hvað þeir segja á verkstæðinu.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Tengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf rapport » Sun 18. Jan 2015 01:21

Þetta er a.m.k. góð ástæða til að fá sér Fiat, sama hvað þú reynir þá tolla þeir víst ekki saman...

Ef það er það sem þú ert að leita eftir þegar þú velur þér bíl ;-)



Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf Akumo » Sun 18. Jan 2015 04:23

Þetta er einfaldlega bara leti hja sumum dekkjaverkstaedum ad sleppa thvi ad nota herslulykil og nota bara loftid a thetta, ekki gott ad lenda i thessu ef thad springur hja manni.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf littli-Jake » Sun 18. Jan 2015 07:16

Ég hef nú ekki verið á mörgum verkstæðum (þrem) en ég hef nú ekki orðið mikið var við að menn séu mikið að nota herslumæla á felgurærnar neinstaðar. Vandamálið við þessa herslumæla er að þú þarft að stilla þá í hvert skipti. Ef þú skilur hann eftir í stillingu, seigjum 160N sem að mig minnir að sé fín herlsa á álfelgu, þá slappast hann og fer að sýna vitlaust, held að hann mundi þá smella úr við minna átak með tímanum en það sem hann væri beðinn um. Þetta tekur líka allt auka tíma. Hugsa að fæstar loftbissur fari mikið yfir 180N. Það bara kemur fyrir að þetta dót bíti sig fast. Ef að það á að fara að mæla allar 18-32 rærnar sem halda dekkjunum undir bílnum þarf að fara að þróa þessa felgutopa með innbigðum herslumæli (slá út í held ég 170N) þannig að það sé hægt að treysta á þá.

Menn meiga kalla þetta fúsk ef þeir vilja en ég hugsa að staðreynin sé sú að 95% af þeim felgum sem eru hertar undir séu settar á með loftbyssu og ekkert spáð meira í því en að þetta sé fast á. Og fjöldi þeirra sem lenda í teljandi vandræðum með þetta sé ekki gífurlegur. En tek það aftur fram að þetta eru bara áætlanir.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf Snorrmund » Sun 18. Jan 2015 07:55

Í þau skipti sem ég hef farið með minn bíl í Dekkjahöllina þá hafa þeir bara tillt rónnum á með lofti og tekið svo hersluna eftir mæli. Og littli-Jake það er ekki 100% rétt hjá þér með að allir átaksmælar slappist ef þeir eru skildir eftir með stillinguna "á". Mig minnir að það sé Stahlwille sem að framleiða átaksmæla þar sem að mælarnir eru ekki "spenntir" þó þeir séu skildir eftir með stillinguna á, og þar af leiðandi eiga þeir ekki að slappast með aldrinum.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf urban » Sun 18. Jan 2015 10:54

littli-Jake skrifaði: Hugsa að fæstar loftbissur fari mikið yfir 180N.


Ég hgugsa einmitt að langflestar þeirra fari langt langt yfir það.
Einhverjar eru reyndar stillanlegar, en langflestar þeirra eru að fara mun ofar en 180N


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf vesley » Sun 18. Jan 2015 13:01

urban skrifaði:
littli-Jake skrifaði: Hugsa að fæstar loftbissur fari mikið yfir 180N.


Ég hgugsa einmitt að langflestar þeirra fari langt langt yfir það.
Einhverjar eru reyndar stillanlegar, en langflestar þeirra eru að fara mun ofar en 180N


Hugsa að flestir ef ekki allir loftlyklar hér eru að fara yfir 180n þar sem þeir nota sama tólið til að herða og losa felguboltann.

Þau eru nú ekki mörg verkstæðin hér sem herslumæla boltana en þeim fer nú samt fjölgandi, ekki má gleyma því að ef boltinn er hertur of mikið er alveg eins góðar líkur á að búið sé að snúa gengjuna í sundur og þá getur felgan þess vegna ákveðið að yfirgefa bílinn á ferð.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf Frussi » Sun 18. Jan 2015 16:55

Ég vann á frekar stóru dekkjaverkstæði og þar var þetta alltaf hert með herslumæli


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf MatroX » Sun 18. Jan 2015 18:10

littli-Jake skrifaði:Ég hef nú ekki verið á mörgum verkstæðum (þrem) en ég hef nú ekki orðið mikið var við að menn séu mikið að nota herslumæla á felgurærnar neinstaðar. Vandamálið við þessa herslumæla er að þú þarft að stilla þá í hvert skipti. Ef þú skilur hann eftir í stillingu, seigjum 160N sem að mig minnir að sé fín herlsa á álfelgu, þá slappast hann og fer að sýna vitlaust, held að hann mundi þá smella úr við minna átak með tímanum en það sem hann væri beðinn um. Þetta tekur líka allt auka tíma. Hugsa að fæstar loftbissur fari mikið yfir 180N. Það bara kemur fyrir að þetta dót bíti sig fast. Ef að það á að fara að mæla allar 18-32 rærnar sem halda dekkjunum undir bílnum þarf að fara að þróa þessa felgutopa með innbigðum herslumæli (slá út í held ég 170N) þannig að það sé hægt að treysta á þá.

Menn meiga kalla þetta fúsk ef þeir vilja en ég hugsa að staðreynin sé sú að 95% af þeim felgum sem eru hertar undir séu settar á með loftbyssu og ekkert spáð meira í því en að þetta sé fast á. Og fjöldi þeirra sem lenda í teljandi vandræðum með þetta sé ekki gífurlegur. En tek það aftur fram að þetta eru bara áætlanir.

þetta er samt svo vitlaust hjá þér flest allir loft lyklar fara frá 230 til 1000 nm t.d þeir sem ég hef notað mest frá wurth fara yfir 1000nm.

svo líka þetta með að það þurfi alltaf að stilla mælana aftur ef þú ætlar að gera þetta almennilega þá færðu þér bara sett af svona forstilltum mælum

Mynd


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

ljoskar
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 06. Feb 2009 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: Fásk
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf ljoskar » Mán 19. Jan 2015 00:44

Á verkstæðinu sem Afi átti var mér kennt að tilla bara með loftlykli, sem stilltur var á minnstu herslu (Það var hægt að stilla hersluna á honum) og svo þegar bíllinn var kominn niður var hert með alveg eldgömlum herslumæli (Sem var þó enn réttur miða við samanburð á öðrum nýjum mæli).
Hálftommu loftlyklar eru að fara upp í 400Nm (of það er sá kraftminnsti sem fæst hjá Sindra) sem er of mikið.
Hef bara áhyggjur af því að þeir sem eru að vinna á verkstæðnunum séu ekkert mikið að spá í þetta og þeim sé ekki kennt nógu vel, og að yfirmenn viti þetta jafnvel ekkert heldur.



Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf gRIMwORLD » Mán 19. Jan 2015 11:18

Gætum reiknað út hersluna út frá td hvað ég setti á boltana sem ég náði að losa. 70cm átaksskapt og næstum öll mín þyngd, ca 60-70 kg (ég er 75kg)

Var með þessa fínu formúlu sem reiknaði þetta fyrir mig en týndi henni svo.


IBM PS/2 8086


linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Reputation: 76
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf linenoise » Mán 19. Jan 2015 12:14

Sýnist þetta gætu verið auðveldlega rúmlega 400nm (0.7m x 60kg x 9.8 m/s^2).
Fer reyndar svoldið eftir því hversu mikill halli var á skaftinu. Ef hallinn var í allra mesta lagi segjum 30 gráður þá er þetta nær 350 nm.

Þetta þýðir samt ekki endilega að það hafi verið hert á verkstæðinu upp að þessu marki, eins og MatroX benti á.




halli7
Geek
Póstar: 825
Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf halli7 » Fim 05. Feb 2015 01:48

Flestir alvöru loftlyklar í dag eru 700nm og uppúr
Hér er tildæmis einn á fínu verði
http://www.sindri.is/loftlykill-12-ibtkaac1660


Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjólbarðaverkstæði sem herða felgubolta of mikið

Pósturaf Danni V8 » Sun 15. Feb 2015 16:16

Voð erum með á verkstæðinu sem ég vinn á spes framlengingar sem eru merktar eftir því hversu mikla herslu þær geta gefið. 110-120 Nm er algengasta herslutalan fyrir felgurær og bolta. Við gerðum test á þessum framlengingum með álfelgum og á þeim þurftum við að fara niður í framlenginguna merkta 100 Nm til að fá 120 Nm herslu. Á stálfelgum stemmir herslutalan við það sem er merkt á framlengingunni.

Við tókum líka test á að herða bara með loftinu en samt ekki eins mikið og það gat heldur bara eina og við héldum að væri nóg og herslumælirinn okkar sem nær uppí 250 Nm var ekki enn farinn að snúa boltanum þegar klikkið kom sem þýðir að herslan á boltanum var meira en 250 Nm eða meira en tvöfalt það sem á að vera.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x