Eftirfarandi tók á móti mér áðan þegar að ég opnaði Firefox og rann þá upp fyrir mér að ég hef haldið sömu upphafssíðu í 12 ár eða síðan 2003 og er því miður væntanlega ekki í boði lengur

Ég er reyndar fyrir löngu farinn að hafa annaðhvort mbl.is sem upphafssíðu eða læt sömu tabs og voru notkun síðast opnast á flestum tölvunum mínum (er persónulega með vinnustöð+server heima og vinn á nokkrum serverum og er með fartölvu í vinnunni) en á persónulega lappanum mínum sem að ég nota væntanlega minnst af öllum tölvunum hef ég alltaf haldið b2 sem upphafssíðu í Firefox (sem að ég nota nær eingöngu þar)
Ég veit ekki hvort að einhver hérna inni þekki til þanns/þeirra sem að sáu um batman/b2 en kudos á þá og takk fyrir öll árin, maður fer bara að teljast ævaforn á internetinu.