kiddi skrifaði:Fór óveðrið í desember alveg fram hjá þér? Varstu staddur erlendis kannski? Björgunarsveitamenn gera nú aðeins meira en að bjarga fólki af Hellisheiðinni. Segjum að það fari alltíeinu að gjósa í Krísuvík og hraun fer að malla inn í Hafnarfjörðinn, hverjir heldurðu að verði fyrstir á vettvang? Það bara má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitarinnar, aldrei!
Ég held að flestir séu sammála um að björgunarsveitirnar ættu að fara á fjárlög og/eða asnar sem ana út í vitleysu ættu að borga reikninginn af eigin björgun, en meðan sjálfir spítalararnir eru að verða óstarfhæfir og flestir heilbrigðissérfræðingar flúnir land þá er ég ekkert sérstaklega bjartsýnn á að það sé að fara að gerast í bráð. Hægrimenn sem stjórna núna myndu líka helst vilja hafa þetta þannig að hver og einn borgi fyrir sín vandamál bara, enda er þankagangur þeirra flestra "ég" en ekki "við". Það er einmitt það sem mér finnst að flestir ættu að hugsa núna þegar þeir kaupa flugelda, þ.e. hugsa "við" en ekki "ég". Þetta fyrirbæri kallast samfélagsleg ábyrgð.
EDIT: Ég skal samt viðurkenna að mér finnst verðið á flugeldunum vera gjörsamlega út úr korti hátt, ég kaupi venjulega bara stjörnuljós og kannski eina litla tertu og mér finnst buddan blæða alltof mikið í bara það, en það breytir því ekki að ég er verulega á móti því að einkaaðilar setji þennan gróða í sinn vasa frekar en björgunarsveitirnar sem þurfa verulega á þessu að halda.
óveðrið í desember kemur þessu bara ekkert við. krísvík kemur málinu heldur ekkert við, maður endar alltaf á því að fá endalausa dramatík þegar það er verið að ræða þessi mál. björgunarsveitirnar eru mjög mikilvægar þær þurfa fjármagn og það verður auðvita vera leyst enn mér finnst þetta bara mjög óréttlát leið til þess.
þú segir svo sjálfur að þú týmir ekki að kaupa flugelda vegna þess að buddunni blæðir svo, stór ástæða fyrir því er vegna okri frá björgunarsveitunum. á sama tíma og þú styður þær minna með því að kaupa minna, ætlastu til þess að nágranninn á móti sem kaupir mikið af flugeldum styrkir þær um þvílíkar fjárhæðir.
þá ertu búin að kasta kostnaðinum frá þér á hann, hvert er réttlætið í því ?