Verðlagning á flugeldum

Allt utan efnis

ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf ingibje » Mán 29. Des 2014 00:43

kiddi skrifaði:Fór óveðrið í desember alveg fram hjá þér? Varstu staddur erlendis kannski? Björgunarsveitamenn gera nú aðeins meira en að bjarga fólki af Hellisheiðinni. Segjum að það fari alltíeinu að gjósa í Krísuvík og hraun fer að malla inn í Hafnarfjörðinn, hverjir heldurðu að verði fyrstir á vettvang? Það bara má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitarinnar, aldrei!

Ég held að flestir séu sammála um að björgunarsveitirnar ættu að fara á fjárlög og/eða asnar sem ana út í vitleysu ættu að borga reikninginn af eigin björgun, en meðan sjálfir spítalararnir eru að verða óstarfhæfir og flestir heilbrigðissérfræðingar flúnir land þá er ég ekkert sérstaklega bjartsýnn á að það sé að fara að gerast í bráð. Hægrimenn sem stjórna núna myndu líka helst vilja hafa þetta þannig að hver og einn borgi fyrir sín vandamál bara, enda er þankagangur þeirra flestra "ég" en ekki "við". Það er einmitt það sem mér finnst að flestir ættu að hugsa núna þegar þeir kaupa flugelda, þ.e. hugsa "við" en ekki "ég". Þetta fyrirbæri kallast samfélagsleg ábyrgð.

EDIT: Ég skal samt viðurkenna að mér finnst verðið á flugeldunum vera gjörsamlega út úr korti hátt, ég kaupi venjulega bara stjörnuljós og kannski eina litla tertu og mér finnst buddan blæða alltof mikið í bara það, en það breytir því ekki að ég er verulega á móti því að einkaaðilar setji þennan gróða í sinn vasa frekar en björgunarsveitirnar sem þurfa verulega á þessu að halda.


óveðrið í desember kemur þessu bara ekkert við. krísvík kemur málinu heldur ekkert við, maður endar alltaf á því að fá endalausa dramatík þegar það er verið að ræða þessi mál. björgunarsveitirnar eru mjög mikilvægar þær þurfa fjármagn og það verður auðvita vera leyst enn mér finnst þetta bara mjög óréttlát leið til þess.

þú segir svo sjálfur að þú týmir ekki að kaupa flugelda vegna þess að buddunni blæðir svo, stór ástæða fyrir því er vegna okri frá björgunarsveitunum. á sama tíma og þú styður þær minna með því að kaupa minna, ætlastu til þess að nágranninn á móti sem kaupir mikið af flugeldum styrkir þær um þvílíkar fjárhæðir.

þá ertu búin að kasta kostnaðinum frá þér á hann, hvert er réttlætið í því ?


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf kiddi » Mán 29. Des 2014 00:58

Hvernig getur það ekki komið málinu við hvaða þjónustu björgunarsveitirnar eru að veita okkur, þegar við erum að rökræða tilgang þess að styrkja björgunarsveitirnar með því að kaupa af þeim flugelda?

En hvað seinni spurningunni þinni líður, þó svo að ég persónulega eyði ekki miklu í flugelda, þá er ég að minnsta kosti ekki að setja peningana mína í vasa einhvers einkaaðila. En auðvitað er ég sammála að það er hundfúlt af björgunarsveitirnar þurfi að treysta á flugeldasölu til að geta staðið undir kostnaði, tækjakaupum og þjálfun, en þetta er bara blákaldur veruleikinn. Ég vildi sömuleiðis óska að á sínum tíma hefðu einkaaðilar ekki fengið að komast í bankana okkar og sjávarútveginn, en við vitum öll hvernig það endaði.



Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Reputation: 22
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Bengal » Mán 29. Des 2014 01:51

on topic: Hvað kosta fjölskyldupakkarnir hjá björgunarsveitunum í ár?


    CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz


Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Framed » Mán 29. Des 2014 02:06

Sallarólegur skrifaði:
Hargo skrifaði:Þessi þráður leysist vonandi ekki upp í björgunarsveitin vs einkaaðilar í flugeldasölu, það er ekki pælingin. Er bara að velta fyrir mér verðlaginu og álagningunni á þessu dóti.


Til að svara upprunalegu pælingunni um verðlag þá er búið að gefa það út að verðið verði það sama þökk sé fríverslunarsamningnum, allavega hjá björgunarsveitunum. Sbr. frétt á mbl.




ingibje
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Mán 15. Jún 2009 16:52
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf ingibje » Mán 29. Des 2014 02:06

já, þetta er allt voða spes. flest allar stéttir eru mikilvægar.

næst verður farið fram á að einungis fjáröflunar félag á vegum slökkvuliðsins ætti að fá að hafa pulsuvagna niðrí bæ. svo þarftu að finna einhvað fyrir spítalann, því jú ekki virðist ríkið geta rekið hann, þar væri hægt að hafa einkaleyfi á jólatrjám eða einhverju sniðugu.

enn það er svo sem alveg munur á þessu, þar að segja eitt er sjálfboðastarf og hitt launuð störf enn mér finnst þetta bara vera kolröng nálgun á fjáröflun.


i7 2600k - Asus P8P67 Pro - Corsair 1600MHz 8GB - GTX 480 - Corsair HX 850w - Corsair 60gb ssd - Asus VG236H 120Hz 3D


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf Bjosep » Mán 29. Des 2014 09:26

Bomba.is virðast vera mættir aftur.

Einhver sem veit eitthvað um það?




machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf machinefart » Mán 29. Des 2014 09:46

Framed skrifaði:Tek fram að ég er alls ekki hlutlaus verandi "heldri" félagi í björgunarsveit og vita þar af leiðandi hversu mikilvæg þessi fjáröflun er fyrir þær. Held að merkilega fáir geri sér grein fyrir því að flugeldasalan stendur undir 90-95% af rekstrarkostnaði margra sveita í landinu. Að því sögðu tek ég algjörlega undir með kidda hérna.

kiddi skrifaði:Ég er svo mikill kommúnisti og fasisti að mér finnst við ættum bara að versla af björgunarsveitum og/eða íþróttafélögum. Ef ég horfi einhver ár fram í tímann þá vil ég miklu frekar eiga björgunarsveit áfram og um ókomna tíð heldur en fleiri lúxusbílaeigendur, þeir gagnast mér lítið.


Eina sem er að ég myndi vilja sjá þetta fara allt til björgunasveitanna og halda íþróttafélögunum fyrir utan þetta líka, í það minnsta þeim stærri og vinsælli. Helstu rök mín fyrir því eru æfingagjöldin sem oft á tíðum eru himinhá en á sama tíma eru félögin mörg hver að borga meistaraflokksiðkendum góð laun fyrir að spila fyrir sig.

Lágmarkið væri allavega að banna einkaaðilum að koma að þessu en það má víst ekki af því það væri svo "samkeppnishamlandi".


Mér finnst vert að benda á skoðun mína hér vaðandi þessa 90% fjáröflun út flugeldasölu verandi einhver sem bara alls ekki nennir að skjóta upp flugeldum. Þið eruð ekki að reyna að ná til þjóðarinnar annarstaðar en í þessari flugeldasölu að neinu marki, og það er það sem veldur því að hún er svona góð fjáröflun. Hvernig væri t.d. að hafa það áberandi að bjóða möguleikann að styrkja ykkur með millifærslu, eða með appi eða eitthvað? Ég þurfti að grafa upp þessa leið einhvertíman þegar mér datt í hug að styrkja ykkur bara á meðan á flugeldasölunni stóð. Ég verð að vera sammála þeim að ofan sem sagði að þetta væri ákveðin tilætlunarsemi og sömuleiðis þá er þetta leti að keyra sömu fjáraflanirnar ár eftir ár í áratugi í stað þess að reyna að ná til fólks einhvernveginn.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning á flugeldum

Pósturaf rapport » Mán 29. Des 2014 13:45

Ég er ekki á þeim stað í veskinu að finna til mikillar gleði við að kaupa eitthvað á 30-40þ. til þess eins að horfa á það brenna með style.

Margt sem ég er frekar til í að gera fyrir 30-40þ.