Tollur & Tollmeðferð

Allt utan efnis

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 13:28

Sællir verið þið, séns að eithver nenni að útskýra þetta fyrir mér.

Er búin að versla við AliExpress eins og veit ekki hvað og allt er búið að vera smooth greiði bara fyrir vörunna og sendingu og ekkert meira en það en nú allt í einu þurfti ég að greiða Tollmeðferð sem er 550 krónur + skatt fyrir vöru sem kosti tæpa 10$. Skil ekkert í þessu þar sem ég þurfti aldrei áður að greiða neitt.

Reyndi að hafa samband við póstinn og tollinn og þeir segja mér að maður þurfi að greiða þetta alltaf og að þetta sé heppni að maður hafi ekki greitt áður.

Þannig að nú veit ég ekki, á maður að halda áfram að panta 5$ vörur ef maður þarf svo að greiða þessa fjandans tollmeðferð ? Smá Quote sem ég fékk við að spurjast um þetta og skil nú ekkert í þessu. :crazy

Aðili Sem Svaraði Mér. skrifaði:Tollstjóra embættið stjórnar því hvaða sendingar fara í tollmeðferð, sumt sleppur í gegn án þess að það sé stoppað en annað ekki.
Ef tollstjóri vissi af því að verslunar sendingar hafi sloppið í gegn þá myndu þeir vilja að fólk greiddi af vörunni sé um verslunarvöru að ræða á annað borð.

Aðili Sem Svaraði Mér. skrifaði:Mikill meirihluti er tekinn frá en eitthvað sleppur í gegn.


Og fullt af öðrum skilaboðum sem hljómuðu eins og þessi fyrir ofan, ég því miður skil ekkert í þessu og þetta hljómar eins og steypa fyrir mér.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Daz » Mán 22. Sep 2014 13:35

Ef þú pantar vöru erlendis frá og færð hana senda til þín á Íslandi þá áttu að borga tolla, virðisaukaskatt, vörugjöld og tollmeðferðargjald. Alltaf. Ef þú hefur ekki þurft að gera það í einhverjum tilvikum hingað til er það eins og svörin sem þú færð segja tilviljun og/eða heppni.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 13:40

Daz skrifaði:Ef þú pantar vöru erlendis frá og færð hana senda til þín á Íslandi þá áttu að borga tolla, virðisaukaskatt, vörugjöld og tollmeðferðargjald. Alltaf. Ef þú hefur ekki þurft að gera það í einhverjum tilvikum hingað til er það eins og svörin sem þú færð segja tilviljun og/eða heppni.

En það sem ég skil ekki að þetta er í fyrsta sýn sem ég lendi, þekki fullt af fólk sem versla næstum því daglega og hafa aldrei og þá meina ég ALDREI þurft að greiða neitt svona ef varan var verslun af AliExpress, DX.com eða svona kínverskum síðum og ef umbúðirnar eru vel merktar á kínversku.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf hagur » Mán 22. Sep 2014 13:45

Hvaða vitleysa er það? Það þarf *alltaf* að borga þetta. Þú og fólkið sem þú þekkir hefur þá bara verið heppið hingað til. Einstaka sinnum, ef pakkinn er lítill og í nokkurskonar umslagi frekar en í bögglaformi, þá kemur þetta bara beint innum lúguna hjá manni, bara eins og bréfpóstur. Eins ef tollararnir skoða pakkann og meta sem svo að þetta sé eitthvað algjört smotterí.

Bottom line, þú hefur verið heppinn hingað til. 550 kr tollmeðferðargjald + VSK er alveg standard.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 13:48

hagur skrifaði:Hvaða vitleysa er það? Það þarf *alltaf* að borga þetta. Þú og fólkið sem þú þekkir hefur þá bara verið heppið hingað til. Einstaka sinnum, ef pakkinn er lítill og í nokkurskonar umslagi frekar en í bögglaformi, þá kemur þetta bara beint innum lúguna hjá manni, bara eins og bréfpóstur. Eins ef tollararnir skoða pakkann og meta sem svo að þetta sé eitthvað algjört smotterí.

Bottom line, þú hefur verið heppinn hingað til. 550 kr tollmeðferðargjald + VSK er alveg standard.

Skil þá ekki þessa heppni, ég er þá búin að vera virkilega heppinn, þekki einstaklinga sem kaupa svona stóra pakka og selja þetta svo á facebook síðum og þeir hafa aldrei lent í neinum vandræðum.

Þanning ef ég skil rétt þá á líka við um 1$ pakka ? ef sendandinn pakkar þetta í of massívum pakkningum ?




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf B0b4F3tt » Mán 22. Sep 2014 13:53

Ég hef keypt nokkrar vörur af AliExpress á síðastliðnu ári og það virðist vera random hvort ég þurfi að borga eitthvað aukalega þegar sendingin kemur til landsins. Þetta eru ekki dýrar sendingar sem ég hef pantað, oftast í kringum 10-20$.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 13:54

B0b4F3tt skrifaði:Ég hef keypt nokkrar vörur af AliExpress á síðastliðnu ári og það virðist vera random hvort ég þurfi að borga eitthvað aukalega þegar sendingin kemur til landsins. Þetta eru ekki dýrar sendingar sem ég hef pantað, oftast í kringum 10-20$.


Akkurat nákvæmlega sama hér, hef reyndar aldrei farið yfir 15$ og finnst virkilega spes að greiða þetta núna allt í einu.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Cascade » Mán 22. Sep 2014 14:06

Dúlli skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Ég hef keypt nokkrar vörur af AliExpress á síðastliðnu ári og það virðist vera random hvort ég þurfi að borga eitthvað aukalega þegar sendingin kemur til landsins. Þetta eru ekki dýrar sendingar sem ég hef pantað, oftast í kringum 10-20$.


Akkurat nákvæmlega sama hér, hef reyndar aldrei farið yfir 15$ og finnst virkilega spes að greiða þetta núna allt í einu.


Eins og fólk hefur sagt, það á að greiða þessi gjöld af öllu sem þú kaupir og lætur senda þér. Skiptir engu máli hvort það kosti 1 krónu eða fleiri.
Þú hefur einfaldlega verið heppinn hingað til. Eins glatað og það er að greiða 550kr tollvinnslugjald fyrir hlut sem kostar 100kr, þá er það einfaldlega bara þannig.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 14:08

Cascade skrifaði:
Dúlli skrifaði:
B0b4F3tt skrifaði:Ég hef keypt nokkrar vörur af AliExpress á síðastliðnu ári og það virðist vera random hvort ég þurfi að borga eitthvað aukalega þegar sendingin kemur til landsins. Þetta eru ekki dýrar sendingar sem ég hef pantað, oftast í kringum 10-20$.


Akkurat nákvæmlega sama hér, hef reyndar aldrei farið yfir 15$ og finnst virkilega spes að greiða þetta núna allt í einu.


Eins og fólk hefur sagt, það á að greiða þessi gjöld af öllu sem þú kaupir og lætur senda þér. Skiptir engu máli hvort það kosti 1 krónu eða fleiri.
Þú hefur einfaldlega verið heppinn hingað til. Eins glatað og það er að greiða 550kr tollvinnslugjald fyrir hlut sem kostar 100kr, þá er það einfaldlega bara þannig.

Ok þá er ég búin að átta mig á því en það sem ég skil ekki hvernig er það hægt að vera svona heppinn. Hélt að þetta væri strangt á þessu stöðum.

Langar líka að taka fram hef ekki fengið nein af þessu pökkum gegnum lúgu hef alltaf þurft að sækja á pósthúsið.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Gislinn » Mán 22. Sep 2014 14:28

Cascade skrifaði:Eins og fólk hefur sagt, það á að greiða þessi gjöld af öllu sem þú kaupir og lætur senda þér. Skiptir engu máli hvort það kosti 1 krónu eða fleiri.
Þú hefur einfaldlega verið heppinn hingað til. Eins glatað og það er að greiða 550kr tollvinnslugjald fyrir hlut sem kostar 100kr, þá er það einfaldlega bara þannig.


550 kr gjaldið er samt bara tollskýrslugerðin á einfaldri tollskýrslu hjá póstinum (fyrir almenna tollskýrslugerð þarf að greiða 3.900 kr hjá póstinum), ef þú vilt gera tollskýrsluna sjálf/ur þá getur þú gert það og þarft þá ekki að greiða tollsýslugjald til póstsins.

linkur skrifaði:Tollstjóri innheimtir ekki tollmeðferðargjald, tollskýrslugjald, umsýslugjald eða önnur gjöld með svipuðum heitum, sem fram koma á reikningum frá tollmiðlurum eða farmflytjendum. Þessi gjöld eru fyrir veitta þjónustu þessara fyrirtækja.


common sense is not so common.


Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 14:31

Gislinn skrifaði:
Cascade skrifaði:Eins og fólk hefur sagt, það á að greiða þessi gjöld af öllu sem þú kaupir og lætur senda þér. Skiptir engu máli hvort það kosti 1 krónu eða fleiri.
Þú hefur einfaldlega verið heppinn hingað til. Eins glatað og það er að greiða 550kr tollvinnslugjald fyrir hlut sem kostar 100kr, þá er það einfaldlega bara þannig.


550 kr gjaldið er samt bara tollskýrslugerðin á einfaldri tollskýrslu hjá póstinum (fyrir almenna tollskýrslugerð þarf að greiða 3.900 kr hjá póstinum), ef þú vilt gera tollskýrsluna sjálf/ur þá getur þú gert það og þarft þá ekki að greiða tollsýslugjald til póstsins.

linkur skrifaði:Tollstjóri innheimtir ekki tollmeðferðargjald, tollskýrslugjald, umsýslugjald eða önnur gjöld með svipuðum heitum, sem fram koma á reikningum frá tollmiðlurum eða farmflytjendum. Þessi gjöld eru fyrir veitta þjónustu þessara fyrirtækja.

Já ok þetta er mjög sniðugt að vita en hvernig framkvæmi ég þessa skýrslu sjálfur ? verð ég að fara upp á aðalstaðinn upp á höfða ?




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Gislinn » Mán 22. Sep 2014 14:50

Dúlli skrifaði:Já ok þetta er mjög sniðugt að vita en hvernig framkvæmi ég þessa skýrslu sjálfur ? verð ég að fara upp á aðalstaðinn upp á höfða ?


Veit ekki hvernig pósturinn dílar við þá einstaklinga sem vilja gera þetta sjálfir. Ég geri ráð fyrir að pósturinn afgreiðir vörur þannig að ef þú sendir þeim reikning án þess að gera athugasemd við að þeir tollafgreiði vöruna þá er það samþykki fyrir að þeir veiti þér þessa þjónustu (og þar með geta þeir rukkað þig). Því þarftu líklegast að láta þá vita að þú munir fylla út tollskýrsluna sjálfur og skila inn staðfestinug á að þú hafir skilað inn tollskýrslu áður en þú færð pakkann afgreiddan til þín eða að tollurinn láti þá vita hvenær pakkinn hefur verið tollaður.

Tollstjóri er með rafrænt kerfi til að fylla út þessar skýrslur sem ég þekki ekki inná. Ég nenni þessu aldrei sjálfur og borga því bara gjaldið. :klessa


common sense is not so common.


machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf machinefart » Mán 22. Sep 2014 14:52

Kínverjar senda þessar ódýru vörur gjarnan í svona bréfasendingar sem eru ekki trackaðar. Mín reynsla er að þetta er talsvert líklegra að slippa í gegn, sérstaklega þá minni hlutir. Ég panta gjarnan að utan, ætla reyndar að taka mér pásu núna og sjá hvernig mál fara með einföldun á gjöldum þar sem ég sé tækifæri til sparnaðar þar. Ég get sagt þér að miðað við mig ertu jú í heppnari kantinum, af síðustu 5-6 sendingum hafa 2 sloppið í gegn hjá mér, þær voru einmitt bara algjörar smávörur í ótrökkuðum bréfsendingum.

Þetta er frekar fyndið en tollmeðferð kostar 550 krónur og mín reynsla er að ofan á þann kostnað eru gjöldin sem maður borgar yfirleitt aðeins yfir því sem ég reikna á tollur.is reiknivélinni (sennilega gengismál). Svíður rosalega, fer alltaf í tvöfalda upprunalega upphæð vörunnar. Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum fengið mér þessa flýtimeðferð sem kostar 1000 krónur ef mig minnir rétt og þá er eins og þeir flokki gjarnan vörurnar "vitlaust" óvart eða ekki en þá greiði ég yfirleitt verð sem er dágott fyrir neðan það sem ég reikna.

Ég vona allavega að við fáum sem fyrst sanngjarnara kerfi þar sem fleiri eru gjaldskyldir og gjöldin eru lægri, einkaneysla í gegnum fyrirtækjaeign er nógu verðlaunandi fyrir.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf dori » Mán 22. Sep 2014 14:55

"Aðalstaðurinn uppá höfða" er Pósturinn, ekki Tollurinn. Tollurinn er niðrí bæ við Tryggvagötu.

Ég skoðaði þetta á sínum tíma því að maður er hvort eð er alltaf að fletta upp hvaða tollflokkum hlutirnir sem maður kaupir tilheyra þannig að það væri ekkert mál að bæta því við í ferlið sitt að búa til tollskýrslu fyrir það. Nú getur verið að ég muni ekki nákvæmlega það sem mér og stafsfólki tollsins (sem er btw. topp fólk sem þarf bara að fara eftir lögum/reglugerðum) og það getur verið að það sé búið að breyta einhverju síðan þá en ástæðan fyrir því að ég nennti ekki að standa í þessu er:

1) Þetta er ekki stafrænt. Ef þú vilt gera þetta þarftu að fara með pappír niður til Tollstjóra. [1]
2) Tímafrekt. Ég áætlaði að í besta falli myndi þetta ferli bæta við 3-5 dögum við biðtíma eftir sendingu. Yfirleitt þegar ég er að fara að fá pakka er ég a.m.k. það spenntur að ég nenni ekki að bíða nokkrum dögum lengur en ég þarf.

Ferlið var s.s. þannig, minnir mig, að ég fer með aðflutningsskýrslu og alla pappíra (þá sem þú sendir póstinum venjulega) til þeirra. Þeir meta hana og samþykkja (eða ekki og þá þarf að byrja aftur væntanlega). Svo borgar þú tollinum, þeir láta póstinn vita að það sé búið að tollafgreiða vöruna og þá fer hún annað hvort á pósthús þar sem þú sækir hana (eins og venjulega, nema þarft ekkert að borga) eða þeir keyra þetta heim. Sjá meira hér: http://tollur.is/displayer.asp?cat_id=1844

[1] Hægt að fá aðgang að stafrænu kerfi en það kostar meira en 550 kr./sendingu nema þú sért að taka við miklu meira af pökkum en ég geri.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Viktor » Mán 22. Sep 2014 15:45

dori skrifaði:"Aðalstaðurinn uppá höfða" er Pósturinn, ekki Tollurinn. Tollurinn er niðrí bæ við Tryggvagötu.


Tollurinn er þarna ásamt póstinum, TNT ofl ;)
Viðhengi
tollur.JPG
tollur.JPG (61.05 KiB) Skoðað 3855 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf dori » Mán 22. Sep 2014 15:55

Ok, en allavega ekki "aðalstaðurinn" þeirra.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf tlord » Mán 22. Sep 2014 16:59

Þarf virkilega að fara á milli staða með PAPPÍR?

Er 198x á dagatölunum þeirra?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf dori » Mán 22. Sep 2014 17:04

tlord skrifaði:Þarf virkilega að fara á milli staða með PAPPÍR?

Er 198x á dagatölunum þeirra?

Þú getur fengið þér aðgang að rafrænni tollafgreiðslu en mér sýnist það vera bara fyrir fyrirtæki. Það getur verið að það sé hægt að senda þeim þetta með tölvupósti eða bréfpósti. En ég sé það ekki tekið fram hjá þeim þannig að ég held já. Pappír... Stórfínt kerfi er það ekki?



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf tlord » Mán 22. Sep 2014 17:18

þetta gæti verið svo einfalt:

Pósturinn sendir þér SMS með einhverjum kóða, sem tilkynningu um að sending sé komin.

Þú ferð inn á síðu, setur kóðann inn, færð að sjá mynd af pakkanum , skrifar inn vörutegund og verð. Færð út hvað á að borga.

Ferð í heimabankann og millifærir á tollinn.

Pósturinn fær heimild frá tollinum að halda áfam með sitt verkefni

Svo eru teknar stikkprufur, ef menn eru að svindla, missa þeir þennan möguleika...




einarn
Gúrú
Póstar: 545
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf einarn » Mán 22. Sep 2014 17:39

tlord skrifaði:þetta gæti verið svo einfalt:

Pósturinn sendir þér SMS með einhverjum kóða, sem tilkynningu um að sending sé komin.

Þú ferð inn á síðu, setur kóðann inn, færð að sjá mynd af pakkanum , skrifar inn vörutegund og verð. Færð út hvað á að borga.

Ferð í heimabankann og millifærir á tollinn.

Pósturinn fær heimild frá tollinum að halda áfam með sitt verkefni

Svo eru teknar stikkprufur, ef menn eru að svindla, missa þeir þennan möguleika...


Það mundi fara illa með buisness modelið hjá Íslandspósti. Að fá 550kr af hverji sendingu sem kemur til landsins er það sem heldur þessu fyrirtæki á floti. Á ríkið ennþá Íslandspóst eða?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Daz » Mán 22. Sep 2014 17:40

tlord skrifaði:þetta gæti verið svo einfalt:

Pósturinn sendir þér SMS með einhverjum kóða, sem tilkynningu um að sending sé komin.

Þú ferð inn á síðu, setur kóðann inn, færð að sjá mynd af pakkanum , skrifar inn vörutegund og verð. Færð út hvað á að borga.

Ferð í heimabankann og millifærir á tollinn.

Pósturinn fær heimild frá tollinum að halda áfam með sitt verkefni

Svo eru teknar stikkprufur, ef menn eru að svindla, missa þeir þennan möguleika...


Hver á að borga fyrir tollmeðferðina sem pósturinn er að veita þér? (Setja upp þjónustu, taka mynd ofl)?

Einfalda lausnin er að gegn framvísun vörureiknings að einhverri hámarksupphæði (t.d. 2000 kr á viðeigandi gengi) sleppi póstsendingin framhjá tollmeðferð.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 19:20

Voðalega er þetta leiðinlegt :thumbsd



Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Skaz » Mán 22. Sep 2014 20:05

Daz skrifaði:
Einfalda lausnin er að gegn framvísun vörureiknings að einhverri hámarksupphæði (t.d. 2000 kr á viðeigandi gengi) sleppi póstsendingin framhjá tollmeðferð.



Var ekki til umræðu að breyta einhverri reglugerð eða lögum í að undanskilja einmitt sendingar undir X krónum frá tollmeðferð og þar með þessu gjaldi?

Finnst eins og að þetta hafi verið í einhverri frétt ekki fyrir svo löngu síðan.




Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Dúlli » Mán 22. Sep 2014 20:07

Skaz skrifaði:
Daz skrifaði:
Einfalda lausnin er að gegn framvísun vörureiknings að einhverri hámarksupphæði (t.d. 2000 kr á viðeigandi gengi) sleppi póstsendingin framhjá tollmeðferð.



Var ekki til umræðu að breyta einhverri reglugerð eða lögum í að undanskilja einmitt sendingar undir X krónum frá tollmeðferð og þar með þessu gjaldi?

Finnst eins og að þetta hafi verið í einhverri frétt ekki fyrir svo löngu síðan.
Nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég var að sækja þetta í dag. Fannst eins og það hafi verið að ræða þetta og hélt að þetta væri í gangi þar sem ég greiddi aldrei nei gjöld fyrir en í dag á þessum eina pakka.

Og það furðulega er, er það að ég sótt 4x pakka í dag en þurfti að greiða bara fyrir einn þeirra.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & Tollmeðferð

Pósturaf Plushy » Mán 22. Sep 2014 21:06

Sótti 1x pakka frá aliexpress í dag, þurfti ekkert að greiða.