Er búin að versla við AliExpress eins og veit ekki hvað og allt er búið að vera smooth greiði bara fyrir vörunna og sendingu og ekkert meira en það en nú allt í einu þurfti ég að greiða Tollmeðferð sem er 550 krónur + skatt fyrir vöru sem kosti tæpa 10$. Skil ekkert í þessu þar sem ég þurfti aldrei áður að greiða neitt.
Reyndi að hafa samband við póstinn og tollinn og þeir segja mér að maður þurfi að greiða þetta alltaf og að þetta sé heppni að maður hafi ekki greitt áður.
Þannig að nú veit ég ekki, á maður að halda áfram að panta 5$ vörur ef maður þarf svo að greiða þessa fjandans tollmeðferð ? Smá Quote sem ég fékk við að spurjast um þetta og skil nú ekkert í þessu.
Aðili Sem Svaraði Mér. skrifaði:Tollstjóra embættið stjórnar því hvaða sendingar fara í tollmeðferð, sumt sleppur í gegn án þess að það sé stoppað en annað ekki.
Ef tollstjóri vissi af því að verslunar sendingar hafi sloppið í gegn þá myndu þeir vilja að fólk greiddi af vörunni sé um verslunarvöru að ræða á annað borð.
Aðili Sem Svaraði Mér. skrifaði:Mikill meirihluti er tekinn frá en eitthvað sleppur í gegn.
Og fullt af öðrum skilaboðum sem hljómuðu eins og þessi fyrir ofan, ég því miður skil ekkert í þessu og þetta hljómar eins og steypa fyrir mér.