Smurning á bíl

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf MatroX » Mið 13. Ágú 2014 20:38

Glazier skrifaði:
MatroX skrifaði:
Glazier skrifaði:
Labtec skrifaði:Svo að borga meira fyrir sama siu nema buið merkja hana með bilaframleiðanda er lika ekki eitthvað sem eg myndi telja að flokkast undir "betra"

Þetta, minn kæri.... er bara ekki rétt.

Það er mjög algengt að aftermarket síur (það sem þú kallar sama og original) morkni og ef fólk gleymir sér ööörlítið og fer með bílinn aðeins of seint í smurningu eiga aftermarket síur það til að bókstaflega molna niður.

Aftermarket sía kostar ~1.500 til 2.000 kr. og ORGINAL BMW sía kostar um 3.500 kr. þetta er EKKI peningur sem maður á að spara enda villtu ekki að sían molni niður, ef hún molnar niður þá endar hún inni í mótornum.
Gott dæmi er t.d. þessi bíll: http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
Glæný vél í honum eins og stendur í auglýsingunni, akkurat vegna þess að það var notuð aftermarket olíusía í hann.


Einnig vil ég fá að vita hvað þessi 20.000 króna reikningur innihélt..
Skal samþykkja að hann sé hár ef þetta er bara olía + vinna en ef þetta inniheldur olíu (mögulega langtíma), olíusíu, loftsíu og jafnvel rúðuþurrkur og/eða ljósaperur þá er þetta ekki endilega svo galið

og helduru að bmw framleiði sínar eigin síur? orginal síur morkna líka ef þú smyrð bílinn ekki á réttum tíma,

það er ekkert að því að nota aftermarket síur í bílana sína sama hvað þú segir þar sem að ef mótorinn virkilega fer útaf því að sían morknaði og allt stenst í smurbók etc þá á hann að fá mótorinn bættan,

Það eru bara of mörg dæmi um það að aftermarket sía morkni og endi inni í mótornum, of lítill peningur til að taka áhættuna, original síur eru lang oftast betri, alveg eins og original varahlutir.


já en bmw framleiða ekki síurnar sjálfir.... Mann, mahle, Hengst eða bosch framleiða þær fyrir bmw, það getur vel ferið að eitthverjar kína síur geri það en að segja bara að aftermarket síur sucka er svo vitlaust......


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Glazier » Mið 13. Ágú 2014 20:53

MatroX skrifaði:já en bmw framleiða ekki síurnar sjálfir.... Mann, mahle, Hengst eða bosch framleiða þær fyrir bmw, það getur vel ferið að eitthverjar kína síur geri það en að segja bara að aftermarket síur sucka er svo vitlaust......

Enda sagði ég ekki að allar aftermarket síur væru drasl heldur sagði að þær ættu það til að morkna.
Fyrir meðal notanda er auðveldast að fara í umboðið til að fá gæða vöru en svo eru aðrir sem hafa meiri áhuga á bílum sem geta eflaust fundið eitthvað á netinu sem er betra en annað aftermarket og jafnvel betra en original.


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

Labtec
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Sun 29. Feb 2004 15:43
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Labtec » Mið 13. Ágú 2014 21:30

starionturbo skrifaði:Hvað með það, þótt að ólærðir og nemar sjái um smurninguna. Heldur þú að olían upp úr sömu tunnunni sé eitthvað öðruvísi eftir því hvort lærður eða ólærður bifvélavirki setji hana á?

Það er ekki flókið að setja bílinn á lyftu, setja dall undir olíupönnuna og losa boltann úr pönnunni, tappa af, skrúfa hann aftur í og fylla á olíu í gegnum ventlalokið. Verðið ræðst af kostnaði á olíunni, síunum og að lokum klukkutímagjald starfsmanns.


Ekkert að því, nema munar örruglega um tvöfalt meira á timakaup hjá umboði og venjulegri smurstöð, fyrir sömu vinnubrögð

Minn skoðun er á þvi, að ef þú att nýlegan bíl, sem er í ábyrgð og heldur góðu endursöluverði þá auðvitað áttu smyrja það hjá umboði, ef þú att 10+ ára gamlan bíl sem er keyrður 120 þús+ þá er ekkert að því að smyrja hann á næstu smurstöð, og siðan ef þú átt bíl sem er 10+ ára, örruglega að detta í 200 þús, átt aðgang að lyftu þá ætturu sjálfur bara sjá um skiptingu á oliu


AORUS AC300W ATX Gaming Case | Gigabyte B450 AORUS PRO | AMD Ryzen™ 5 3600 | 32GB G.Skill Ripjaws V 3200MHz DDR4 | Gainward GeForce RTX 3080 Phoenix GS |SSD 970 EVO Plus NVMe M.2 250GB | SSD 860 Evo M.2 1TB | HDD 3.5" Seagate 3TB | Seasonic Focus+ Gold SSR-1000FX

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Pandemic » Mið 13. Ágú 2014 22:31

Það má kannski koma því að að betri smurstöðvarnar eru með original síur fyrir flestar tegundir bíla og eru viðurkenndur þjónustuaðili umboðana.



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Yawnk » Mið 13. Ágú 2014 22:31

Pandemic skrifaði:Það má kannski koma því að að betri smurstöðvarnar eru með original síur fyrir flestar tegundir bíla og eru viðurkenndur þjónustuaðili umboðana.

Hvaða smurstöð er viðurkenndur aðili fyrir hvaða umboð?



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Squinchy » Mið 13. Ágú 2014 22:48



Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf biturk » Fim 14. Ágú 2014 00:16

Menn þurfa nú ekki lyftu til að skipta im olíu og síu og ef sía morknar í sundur er orðið of langt síðan það var skipt um og klárt mál að olían er ónýt

Hefðbundin 10w40 olíu á að skipta um á 5000km fresti eða einu sinni á ári ef akstur er undir því

Blueprint síur eru til dæmis mjög góðar og ég hef aldrei séð síu morkna í sundur ef þessu er fylgt

Annars er ekkert að því að skipta sjálfur, bara vippa sér í vinnugallann með dall og topplyklasettið og njôta lífsins undir bílnum á planinu


Nema á subaru imprezu næst nýjasta body,ef ég ætti þannig myndi ég aldrei smyrja hann sjálfur


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf slapi » Fim 14. Ágú 2014 07:28

Glazier skrifaði:


Gott dæmi er t.d. þessi bíll: http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1
Glæný vél í honum eins og stendur í auglýsingunni, akkurat vegna þess að það var notuð aftermarket olíusía í hann.



Það er reyndar ekki ástæðan að skipt var um vélina að það var notuð aftermarket sía í hann.




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf starionturbo » Fim 14. Ágú 2014 10:14

Vél í bíl er ekki að fara vegna þess að það er "léleg" olíusía í honum. Gömul sía gæti verið stífluð af málmsvarfi og því orsakað þrýstingstap á olíukerfinu, en það er ekki vegna þess að hún er léleg.

Allar þessar síur sem eru seldar í AB, Stillingu, Fálkanum, Bílanaust osfrv. eru eins og OEM síurnar. Flestar eru þær hringlaga með umvöfnum pappírslögum og einstefnuloka. Hún safnar jafn miklu svarfi og hver önnur sía. Ekki nema hún sé physically stærri, sem gerir hana ekki drop-in replacement er það?

Annars á ég bágt með að það hafi verið skipt um vél í heild sinni í þessum BMW, mér þykir líklegast að hún hafi verið tekin upp, þeas. skipt um stangalegur, stimpilstangir, og mögulega sveifarásinn renndur. Ef vélin hefur farið vegna olíusíu það er að segja...


Foobar


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf slapi » Fim 14. Ágú 2014 10:59

Reyndar var skipt um hana í heilu.
Ég veit það að því ég gerði það.


Ódýrar síur þola oft ekki lengri þj´nustukerfa eins og BMW og eru til mörg dæmi um að þær molni og skjótast inn á mótor og stífli olíugöng




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf biturk » Fim 14. Ágú 2014 17:08

Það fynnst mér heldur ólíklegt, áttu myndir til að styðja þessa kenningu?


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf slapi » Fim 14. Ágú 2014 18:45

Mynd
Mynd

Hérna eru 2 myndir sem ég tók af síu sem hafði stíflað olíugöng , en það lýsti sér í slæmum hægagang þar sem Vanosventlar höfðu stíflast vegna þess, guð má vita hvar það hafi endað líka.
Þarna er um "bensínstöðvasíu" að ræða og var 50% af hefbundnu þjónustukerfi liðið.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf HalistaX » Fim 14. Ágú 2014 19:40

Ég fékk nú smur á 12k í dag fyrir Skoda Octavia bíl. Hef ekki hugmynd með gæði en á að mæta aftur eftir 8000km.


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...

Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Squinchy » Fim 14. Ágú 2014 21:09

Smurði minn sjálfur í dag, kostaði mig 5434.kr og 20 - 25 mín


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf littli-Jake » Lau 16. Ágú 2014 13:57

Finst skondið að eftir öll þessi koment er enginn búinn að benda á þá staðreind að það fer nú ansi mis mikil olía á bíla. Hugsa að líterinn sé að kosta frá 1200-1800 kall. Þá eru tveir lítrar komnir í næstum 4K sem munar talsvert. Menn voru mikið að tala um skóda í upphafi þráðarinns. Sennilega eru menn þá með dísel mótor sem tekur eftir því sem ég best þekki alltaf meiri olíu en bensínvél með sama slagrými. Auk þess eru gjarnan dýrari síurnar í díselbílana.

Svo hefur heldur enginn tekið það með inn í reykninginn hvort að þessi voða dýra smurþjónusta hjá N1 hafi innifalið loftsíu. Misjafnt eftir framleiðendum hvað þeir vilja láta skipta oft um þær en menn hljóta að sjá það að það er ekki gott fyrir bílinn og þá eiðsluna á honum hvort að hann er með hálf stíflaða loftsíu.

Menn verða að hætta að hugsa um smurþjónustu eins og að fara með bílinn í skoðun. Þetta er ekki standard aðgerð sem er eins á alla bíla.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf oskar9 » Lau 16. Ágú 2014 15:36

Ég skipti sjálfur um olíu á mínum bíl og bara olían kostar meira en 20 þúsund, svo það að borga 20 þús fyrir olíu, síu, og vinnu er ekki rassgat, það er ekki eins og þessir skodar og VW þurfi að fara í smur 2-3 á ári


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Yawnk » Lau 16. Ágú 2014 17:34

oskar9 skrifaði:Ég skipti sjálfur um olíu á mínum bíl og bara olían kostar meira en 20 þúsund, svo það að borga 20 þús fyrir olíu, síu, og vinnu er ekki rassgat, það er ekki eins og þessir skodar og VW þurfi að fara í smur 2-3 á ári

Hvaða bíl ert þú eiginlega að smyrja?



Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf oskar9 » Lau 16. Ágú 2014 18:09

VW Touareg 4.2

8 Lítrar af Castrol EDGE 0W-30


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Yawnk » Lau 16. Ágú 2014 20:35

oskar9 skrifaði:VW Touareg 4.2

8 Lítrar af Castrol EDGE 0W-30

Samhryggist



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Danni V8 » Sun 17. Ágú 2014 01:36

Ég er nú ekki búinn að starfa í þessum bransa mjög lengi. En eftir að hafa byrjað að vinna á verkstæði sem fær bílana inn frá fólkinu sem sá sér hag í að smyrja þá á sem ódýrastan hátt, þá sé ég að til langs tíma litið þá borgar það sig allan daginn að fara með bílinn á almennilega verkstæði eða umboð til að smyrja.

Ótal margir bílar búnir að koma með hreinlega ónýtar vélar útaf mistökum hjá smurstöðum eða lélegum vörum frá þeim. Núna í dag þegar vélar eru farnar að verða nákvæmari og nákvæmari útaf endalausum þrengingum í mengunarstöðlum og öðru, þá er þetta ennþá mikilvægara atriði. Í gamla daga var alveg hægt að smyrja bílana bara einhverntíman og með einhverri síu og olíu og vélin var alveg að fara að endast líftíma bílsins. En það er bara ekki þannig með nýrri bíla dag.

Einnig að smyrja bíla á 25þúsund kílómetra fresti er algjör klikkun að mínu mati. Margir VW og BMW eru með þetta löngu millibili en maður verður líka að átta sig á því að í þeim löndum þar sem þessi viðmið eru sett eru aðstæður til aksturs allt allt öðruvísi. Þar er ekki óalgengt að þurfa að keyra upp í 2 tíma til að komast í vinnuna á hverjum degi. Bílar hlaða inn kílómetrum á átakalausri notkun á hraðbrautum. Á Íslandinu okkar er þetta ekki svona. Lang mest notkun bíla er stutt keyrsla þar sem bílarnir eru stanslaust að hitna og kólna og hitna og kólna. Það er ekki hægt að fara eftir 25þús millibils viðmiðunum við þessar aðstæður. Sama hvaða olíur og síur eru notaðar. Persónulega finnst mér alveg max millibil vera 15þús km. Hef lagt það í vana að smyrja BMW-ana mína á svona 8-10þús km fresti, en það eru samt bílar sem hafa verið frá 17 og uppí 23 ára og keyrðir kringum 200-250þús.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Frantic » Fös 22. Ágú 2014 13:52

Fór í Toyota því þið voruð svo duglegir að hræða mann með einhverjar ódýrar olíusíur.
Þurfti að fá aðeins meira en bara smurningu, bað um miðstöðvarsíuna, olíusíuna og loftsíuna ef þarf.

Loftsía: 2.547 kr.-
Miðstöðvarsía: 2.918 kr.-
Smurþjónusta (vinnan örugglega): 4.635 kr.- (Virðist vera fast verð, enginn einingafjöldi)
Mótorolía (4,19 L): 4.479 kr.-
Þétting á pönnutappa: 115 kr.-
Smursía: 1.293 kr.-
---
Samtals: 15.987 kr.-
VSK = 4.076 kr.-
---
Samtals: 20.063 kr.-

Safnast fljótt saman! [-(




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf littli-Jake » Fös 22. Ágú 2014 17:22

Frantic skrifaði:Fór í Toyota því þið voruð svo duglegir að hræða mann með einhverjar ódýrar olíusíur.
Þurfti að fá aðeins meira en bara smurningu, bað um miðstöðvarsíuna, olíusíuna og loftsíuna ef þarf.

Loftsía: 2.547 kr.-
Miðstöðvarsía: 2.918 kr.-
Smurþjónusta (vinnan örugglega): 4.635 kr.- (Virðist vera fast verð, enginn einingafjöldi)
Mótorolía (4,19 L): 4.479 kr.-
Þétting á pönnutappa: 115 kr.-
Smursía: 1.293 kr.-
---
Samtals: 15.987 kr.-
VSK = 4.076 kr.-
---
Samtals: 20.063 kr.-

Safnast fljótt saman! [-(


Mér finst þetta nú bara koma ágætlega út. Þú ert náttúrulega að borga 5500 kall fyrir loftsíu og miðstöðvarsíu sem er sjaldnast innifalið í smuri á "ódýru" smurstöðvunum, færð sjálfsagt betri olíu og jafnvel orginal smursíu.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Danni V8 » Lau 23. Ágú 2014 17:28

Þetta er gott verð fyrir smurningu að mínu mati. Miðað við tíma sem svona verk tekur þá hefur vinnan eflaust kostað verkstæðið meira en þú ert rukkaður fyrir.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf jonsig » Sun 24. Ágú 2014 02:14

Kostaði mig tæpan 3k að smyrja yaris , (3.2L oía) með smursíu. Ódýrasta olían fæst hjá kemi.is frá Irvin.

Og samkvæmt consumerreports (eru ekki full of shit) virkar bilun að smyrja nýja bíla á 5þús fresti .http://www.xs11.com/xs11-info/xs11-info ... -1996.html



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smurning á bíl

Pósturaf Danni V8 » Sun 24. Ágú 2014 04:07

jonsig skrifaði:Kostaði mig tæpan 3k að smyrja yaris , (3.2L oía) með smursíu. Ódýrasta olían fæst hjá kemi.is frá Irvin.

Og samkvæmt consumerreports (eru ekki full of shit) virkar bilun að smyrja nýja bíla á 5þús fresti .http://www.xs11.com/xs11-info/xs11-info ... -1996.html


Þetta fer nú allt eftir bíltegundum. Í sumum bílum mælir framleiðandinn með 7500km fresti og í öðrum 30þús km fresti.

Og þetta consumer report sem þú ert að tala um er einmitt akkurat öfugar aðstæður við þær sem vélar þurfa að þola hérna. Það sem fer verst með olíur er að endalaust hitna og kólna mörgum sinnum á dag og aldrei ná að halda vinnsluhita í lengri tíma. NYC taxi er akkurat alltaf í vinnsluhita. Það er ekkert að marka þetta.

Og varðandi verðið á smurningunni hjá þér, you get what you pay for, eins og maður segir á færeysku.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x