Haxdal skrifaði:Póstþjónusta hér á landi er til skammar, ég versla aðallega frá Japan og Hong Kong og finnst alveg magnað að lengsti hlutinn í ferð sem er yfir 8500+ km og í gegnum nokkur lönd sé lokaspretturinn frá flokkunarstöð og útá pósthús. Það virðist allt gert til að lengja og seinka þessum hluta, og það magnaða er að þetta er yfirleitt bara ef ég er að versla frá erlendum verslunum (tek fram að ég er ekki að panta frá Ali Express svo þetta er ekki eitthvað "grudge" hjá póstinum útaf því) sem það kemur eitthvað bögg. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið beðinn um afrit af reikningnum fyrir vörunni og svo þegar ég loksins fæ pakkann þá er farmmiðinn sem þessar verslanir skella á pakkann til fyrirmyndar, allt útprentað og jafnvel 3 eintök á 3 mismunandi tungumálum og inniheldur nákvæmlega sömu upplýsingar og reikningurinn sem ég sendi þeim. Svo hinsvegar ef ég panta eitthvað drasl frá eBay þá lendir það yfirleitt ekkert í veseni og hann fer beinustu leið útá pósthús, og þar er farmmiðinn handskrifaður og oft illlesanlegur en samt einhvernveginn ná þeir að tollflokka draslið rétt (og það virkilega fyndna er að í einu tilviki sem ég man eftir sem sending frá eBay lenti í böggi og ég sendi þeim afrit af reikningnum og ebay pöntunarnúmerið þá var farmmiðinn vitlaus (gaurinn hafði skrifað eitthvað bull item verð, 7$ eða eitthvað, en ég vissi ekkert af því) og ég sendi bara réttan reikning og ebay númer, svo þegar þetta var komið á pósthúsið þá var tollað eftir farmmiðanum á pakkanum (með bull verðinu) en ekki reikningnum sem þeir vildu endilega fá og ég borgaði eitthvað smá klink í toll í staðinn fyrir það sem ég hefði átt að borga. Þetta "til að tollafgreiða sendinguna þarft þú að útvega upplýsingar" er ekkert nema kjaftæði hjá þeim ef þeir fara svo ekkert eftir þeim upplýsingum sem þeir fá.
Skiptir engu máli þótt þetta sé hraðsending eða venjuleg sending, pantaði hrað/ábyrgðasendingu á stórri pöntun í febrúar, borgaði man ekki hvað ~15 þúsund kall í tollmeðferðargjald og sendingarkostnað en _samt_ lenti ég í böggi með tollinn og þurfti að senda þeim afrit af reikningnum. Það tók liggur við lengri tíma að fá þetta afgreitt úr tollinum en það tók fyrir pakkann að komast til landsins frá Japan. Og til að toppa allt þá var í lagi með farmmiðann, allar upplýsingar þar sem þurftu.
Íslenska tolla- og póstflutningakerfið er sett upp sem hindrun til að hræða fólk frá því að vera spreða gjaldeyri í svona vitleysu sem það er að panta erlendis frá. Ástæðurnar eru hagkerfislegar, en því meira vesen sem það er að panta erlendis frá því líklegra er að fólk kaupir vörur innanlands, þ.e. úr rándýrum íslenskum búðum. Slíkt heldur uppi verslunarhúsnæði og fullt af fólki í vinnu, og jú slíkt mælist inn í hagvaxtartölur.
Ég er í því núna að reyna kaupa eina vöru til landsins, sem er nokkuð dýr, en það er rosalega erfitt að útvega alla pappíra fyrir því. Tollurinn heimtar allskyns vottanir og svona. Þetta er ekki fyrir venjulegt fólk að standa í. Svo er flutningskostnaður til landsins algjör hörmung, þetta er einsog að búa á Mars og biðja um pakkasendingu frá Jörðu, það kostar milljón dollara á hvert pund að senda út í geim. Það er ódýrara að senda til vöru frá BNA til Kína heldur en frá Bretlandi til Íslands, þó vegalengdirnar séu nú ekki þær sömu.
Svo eru jú gjaldeyrishöftin sem standa í vegi, þar sem ef þú ert að kaupa vöru og getur ekki greitt með kreditkorti heldur þarft að greiða með "wire transfer" þá þarftu að fara með reikninginn til bankans og fá leyfi.
Maður verður svolítið uppgefinn á þessu Íslandi, þetta er ekki svona mikið vesen í öðrum löndum, manni líður svolítið einsog maður búi í Sóvétríkjunum undir allskonar boðum og bönnum.