Tollur & póstur rant

Allt utan efnis
Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf gullielli » Fös 28. Mar 2014 00:14

gullielli skrifaði:Er að fara fá sendingu frá vini mínum í UK sem er snemmbúin afmælisgjöf - mig kvíður fyrir öllu veseninu að sannfæra tollinn að þetta sé afmælisgjöf og því eigi ég rétt á afslætti, http://tollur.is/gjafir

læt vita hvernig fer!

..en annars er ég nokkurnvegin sammála öllu hér, ótrúlega heimskuleg stefna og eldgamalt viðhorf við lýði. - ég skil ekki þetta "flýti"gjald, ég hefði haldið að það sparaði starfsfólki skrefin að sækja pakkann strax á stórhöfða - svo allt of margt á íslandi sem er algjört ](*,) ](*,) ](*,) ](*,)


...fór ekki betur en svo að royal mail hafa týnd pakkanum mínum ... mothefokkers!!


-Cheng

Skjámynd

coldone
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Fös 12. Okt 2007 19:15
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf coldone » Fös 28. Mar 2014 00:34

Já þetta er alveg merkilegt að síðan sendingum til Íslands fjölgaði þá þarf í raun að greiða fyrir að fá pakkann sinn á sama tíma og það tók áður. Finnst nú að ef sendingar hingað til lands séu orðnar svona margar að pósturinn kemst ekki yfir það með þessum mannskap sem hann hefur nú þegar, væri nokkuð sniðugt að ráða nokkra í viðbót til að halda upp sama standard. En nei þú skalt fá að borga(flýtigjald) fyrir að fá sömu þjónustu og þú fékkst áður. Og ekki segja mér að það sé mitt mál að það komi fleiri pakkar til landsins nú, það bara skiptir engu máli. Kerfinu er ætlað að stækka með fólksfjölgun í landinu og fleiri sendingum til landsins.

Nú gefur pósturinn sér 48 klst. til að hafa samband eftir að viðskiptavinur hefur sent reikning fyrir sendingunni. Nú var það svo áður (ekki nema fyrir áramót) að yfirleitt gerðist þetta sama dag. Núna í dag er þetta öðruvísi. Mitt eigið dæmi er núna í gangi. Mín sending er skráð og tilkynning send til mín 25.3 kl 09.06 á þriðjudagsmorgni. Ég sendi þeim afrit af reikningnum kl 10.54. Fæ póst til baka að þeir gefi sér þessa 48 klst. Allt í lagi með það. Hringi núna í morgun 27.3 kl. 11. Þó svo það séu komnir þessir 48 tímar þá virðist ekkert hægt að gera. Jæja maður hefði nú haldið að þetta yrði afgreitt í dag en svo var nú ekki. Vona að þetta komi inn á morgun en 4 dagar fyrir einn pakka í afgreiðslu er bara allt of langur tími.

Manni grunar að nú skuli láta á það reyna hvort ekki sé hægt að venja menn við það að borga til þess að fá pakkann á eðlilegum tíma. Því eins og við vitum er landinn frekar óþolinmóður og vill sinn pakka strax. Ég held að pósturinn hægi nú á afgreiðslu til þeirra sem ekki vilja borga flýtigjaldið og reyni þannig á þolinmæðina. Pósturinn verður að gera sér grein fyrir því að flýtigjald fyrir þá sem það vilja, á EKKI að þýða lengri biðtíma fyrir aðra viðskiptavini heldur styttri tíma fyrir þann sem greiðir flýtigjald.

Annars eru þetta nú bara vangaveltur en þetta er þó nokkuð stórar upphæðir sem hér er um að tefla.

Rant out.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf appel » Fös 28. Mar 2014 08:12

Sendingartími innan BNA er eitthvað um 2-3 dagar. Þá er ég að tala frá ríki til ríkis, Michigan til Flórdía, New York til Texas. En á Ísland er "afhendingartími", ekki það að flytja vöruna heldur bara að afhenda hana á sama stað og hún er, er eitthvað um 2-3 dagar.

Segir ansi mikið um bullið hérna.


*-*

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Haxdal » Fös 28. Mar 2014 09:32

Póstþjónusta hér á landi er til skammar, ég versla aðallega frá Japan og Hong Kong og finnst alveg magnað að lengsti hlutinn í ferð sem er yfir 8500+ km og í gegnum nokkur lönd sé lokaspretturinn frá flokkunarstöð og útá pósthús. Það virðist allt gert til að lengja og seinka þessum hluta, og það magnaða er að þetta er yfirleitt bara ef ég er að versla frá erlendum verslunum (tek fram að ég er ekki að panta frá Ali Express svo þetta er ekki eitthvað "grudge" hjá póstinum útaf því) sem það kemur eitthvað bögg. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið beðinn um afrit af reikningnum fyrir vörunni og svo þegar ég loksins fæ pakkann þá er farmmiðinn sem þessar verslanir skella á pakkann til fyrirmyndar, allt útprentað og jafnvel 3 eintök á 3 mismunandi tungumálum og inniheldur nákvæmlega sömu upplýsingar og reikningurinn sem ég sendi þeim. Svo hinsvegar ef ég panta eitthvað drasl frá eBay þá lendir það yfirleitt ekkert í veseni og hann fer beinustu leið útá pósthús, og þar er farmmiðinn handskrifaður og oft illlesanlegur en samt einhvernveginn ná þeir að tollflokka draslið rétt (og það virkilega fyndna er að í einu tilviki sem ég man eftir sem sending frá eBay lenti í böggi og ég sendi þeim afrit af reikningnum og ebay pöntunarnúmerið þá var farmmiðinn vitlaus (gaurinn hafði skrifað eitthvað bull item verð, 7$ eða eitthvað, en ég vissi ekkert af því) og ég sendi bara réttan reikning og ebay númer, svo þegar þetta var komið á pósthúsið þá var tollað eftir farmmiðanum á pakkanum (með bull verðinu) en ekki reikningnum sem þeir vildu endilega fá og ég borgaði eitthvað smá klink í toll í staðinn fyrir það sem ég hefði átt að borga. Þetta "til að tollafgreiða sendinguna þarft þú að útvega upplýsingar" er ekkert nema kjaftæði hjá þeim ef þeir fara svo ekkert eftir þeim upplýsingum sem þeir fá.

Skiptir engu máli þótt þetta sé hraðsending eða venjuleg sending, pantaði hrað/ábyrgðasendingu á stórri pöntun í febrúar, borgaði man ekki hvað ~15 þúsund kall í tollmeðferðargjald og sendingarkostnað en _samt_ lenti ég í böggi með tollinn og þurfti að senda þeim afrit af reikningnum. Það tók liggur við lengri tíma að fá þetta afgreitt úr tollinum en það tók fyrir pakkann að komast til landsins frá Japan. Og til að toppa allt þá var í lagi með farmmiðann, allar upplýsingar þar sem þurftu.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf biturk » Lau 29. Mar 2014 12:53

Alger skítaþjónustu, merkilegt að postur og tollur sé allt upp í 5 virka daga að skila pakka frá sér


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Glazier » Lau 29. Mar 2014 13:04

@Haxdal, ég hef verið að lenda í svipuðu.. ég fylgist með pakkanum koma til landsins og svo þegar hann kemur er ég óþolinmóður eins og flestir aðrir og hringi strax niðreftir og þeir segja "Við getum ekki tollafgreitt hann því það vantar reikninga" ég segi þeim bara að opna pakkann og leita að reikning hann eigi að vera þarna einhverstaðar, EN ég er samt beðinn um að senda þeim reikning sem ég geri.

Svo þegar ég sæki pakkann þá er það fyrsta sem ég sé er reikningur utan á kassanum, og þegar ég opna hann þá er EFST í kassanum reikningur í tvíriti, sem er NÁKVÆMLEGA eins og sá sem ég sendi þeim í tölvupósti ! :mad


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Glazier » Fim 03. Apr 2014 18:36

Ooog núna í morgun sendi ég póst á tollinn eftir að hafa fengið beiðni um að senda þeim reikning fyrir því sem ég er að kaupa.. samt VEIT ÉG að það er reikningur bæði utan á kassanum og ofaní honum.
Sendi póstinn kl. 9 í morgun og hringdi í póstinn í dag og spurði hvenær ég gæti sótt þetta, mér var sagt að það væri í fyrsta lagi á mánudaginn !

Venjulega hef ég getað mætt með kvittun útprentaða á Stórhöfða og fengið pakkann afhentann strax (án þess að borga flýtigjald) núna hefði ég getað fengið pakkann Á MORGUN föstudag eða einum og hálfum sólahring seinna EF ég hefði borgað flýtigjald !!

WTF? :mad


Tölvan mín er ekki lengur töff.


arnarfbald
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fös 25. Okt 2013 11:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf arnarfbald » Fös 04. Apr 2014 11:25

Þetta fer að verða vel þreytt hjá póstinum! á von á pakka frá kína og er með trackingnumber sem segir á 2 öruggum síðum, meðal annars sem þeir gefa sjálfir upp hjá póstinum hérna að pakkinn hafi komið á miðvikudaginn til landsins, búinn að hringja, tékka á númerinu á póstur.is og netspjallið, enginn sér neinn pakka á mínu nafni eða þessu númeri sé kominnn til landsins.. maður gat alltaf treyst að ef pakkinn kom um kvöldið, var hann kominn inn í kerfið hjá póstinum um morguninn og á pósthúsið á akureyri daginn eftir.. og núna þarf ég að bíða amk. fram á mánudag eftir að geta sent kvittun á þá og ætli ég fái ekki pakkann svona á föstudaginn eftir viku miðað við lýsingar manna hingað til!




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf blitz » Fös 04. Apr 2014 14:05

Spurning um að benda Póstinum á þessa umfjöllun og gefa þeim kost á að svara fyrir þetta?

http://www.postur.is/desktopdefault.asp ... read-1601/


PS4

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Plushy » Fös 04. Apr 2014 14:21

Leiðinlega er að það eru engir aðrir valmöguleikar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16579
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf GuðjónR » Fös 04. Apr 2014 14:27

blitz skrifaði:Spurning um að benda Póstinum á þessa umfjöllun og gefa þeim kost á að svara fyrir þetta?

http://www.postur.is/desktopdefault.asp ... read-1601/


Það mætti alveg, en einhvernvegin held ég að ríkisfyrirtæki í einokunaraðstöðu sé alveg nákvæmlega sama um hvað öðrum finnst.
Þeir geta gert það sem þeim sýnist.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf appel » Fös 04. Apr 2014 15:13

Haxdal skrifaði:Póstþjónusta hér á landi er til skammar, ég versla aðallega frá Japan og Hong Kong og finnst alveg magnað að lengsti hlutinn í ferð sem er yfir 8500+ km og í gegnum nokkur lönd sé lokaspretturinn frá flokkunarstöð og útá pósthús. Það virðist allt gert til að lengja og seinka þessum hluta, og það magnaða er að þetta er yfirleitt bara ef ég er að versla frá erlendum verslunum (tek fram að ég er ekki að panta frá Ali Express svo þetta er ekki eitthvað "grudge" hjá póstinum útaf því) sem það kemur eitthvað bögg. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið beðinn um afrit af reikningnum fyrir vörunni og svo þegar ég loksins fæ pakkann þá er farmmiðinn sem þessar verslanir skella á pakkann til fyrirmyndar, allt útprentað og jafnvel 3 eintök á 3 mismunandi tungumálum og inniheldur nákvæmlega sömu upplýsingar og reikningurinn sem ég sendi þeim. Svo hinsvegar ef ég panta eitthvað drasl frá eBay þá lendir það yfirleitt ekkert í veseni og hann fer beinustu leið útá pósthús, og þar er farmmiðinn handskrifaður og oft illlesanlegur en samt einhvernveginn ná þeir að tollflokka draslið rétt (og það virkilega fyndna er að í einu tilviki sem ég man eftir sem sending frá eBay lenti í böggi og ég sendi þeim afrit af reikningnum og ebay pöntunarnúmerið þá var farmmiðinn vitlaus (gaurinn hafði skrifað eitthvað bull item verð, 7$ eða eitthvað, en ég vissi ekkert af því) og ég sendi bara réttan reikning og ebay númer, svo þegar þetta var komið á pósthúsið þá var tollað eftir farmmiðanum á pakkanum (með bull verðinu) en ekki reikningnum sem þeir vildu endilega fá og ég borgaði eitthvað smá klink í toll í staðinn fyrir það sem ég hefði átt að borga. Þetta "til að tollafgreiða sendinguna þarft þú að útvega upplýsingar" er ekkert nema kjaftæði hjá þeim ef þeir fara svo ekkert eftir þeim upplýsingum sem þeir fá.

Skiptir engu máli þótt þetta sé hraðsending eða venjuleg sending, pantaði hrað/ábyrgðasendingu á stórri pöntun í febrúar, borgaði man ekki hvað ~15 þúsund kall í tollmeðferðargjald og sendingarkostnað en _samt_ lenti ég í böggi með tollinn og þurfti að senda þeim afrit af reikningnum. Það tók liggur við lengri tíma að fá þetta afgreitt úr tollinum en það tók fyrir pakkann að komast til landsins frá Japan. Og til að toppa allt þá var í lagi með farmmiðann, allar upplýsingar þar sem þurftu.


Íslenska tolla- og póstflutningakerfið er sett upp sem hindrun til að hræða fólk frá því að vera spreða gjaldeyri í svona vitleysu sem það er að panta erlendis frá. Ástæðurnar eru hagkerfislegar, en því meira vesen sem það er að panta erlendis frá því líklegra er að fólk kaupir vörur innanlands, þ.e. úr rándýrum íslenskum búðum. Slíkt heldur uppi verslunarhúsnæði og fullt af fólki í vinnu, og jú slíkt mælist inn í hagvaxtartölur.

Ég er í því núna að reyna kaupa eina vöru til landsins, sem er nokkuð dýr, en það er rosalega erfitt að útvega alla pappíra fyrir því. Tollurinn heimtar allskyns vottanir og svona. Þetta er ekki fyrir venjulegt fólk að standa í. Svo er flutningskostnaður til landsins algjör hörmung, þetta er einsog að búa á Mars og biðja um pakkasendingu frá Jörðu, það kostar milljón dollara á hvert pund að senda út í geim. Það er ódýrara að senda til vöru frá BNA til Kína heldur en frá Bretlandi til Íslands, þó vegalengdirnar séu nú ekki þær sömu.

Svo eru jú gjaldeyrishöftin sem standa í vegi, þar sem ef þú ert að kaupa vöru og getur ekki greitt með kreditkorti heldur þarft að greiða með "wire transfer" þá þarftu að fara með reikninginn til bankans og fá leyfi.

Maður verður svolítið uppgefinn á þessu Íslandi, þetta er ekki svona mikið vesen í öðrum löndum, manni líður svolítið einsog maður búi í Sóvétríkjunum undir allskonar boðum og bönnum.


*-*


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Tbot » Fös 04. Apr 2014 15:34

Ef varan er dýr getur borgað sig að fara sjálfur eftir henni og taka hana í gegnum rauða hliðið.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf stefhauk » Fös 04. Apr 2014 15:58

ÞAð er alveg óþolandi að panta drasl að utan til að fá hingað heim pantaði fótbolta treyju frá bretlandi og það tók 4 vikur að koma til landsins hef oft pantað að utan og nokkrar fótbolta treyjur og alltaf er þetta svona lengi. Pantaði merki á bílinn frá usa ok það tók mánuð þetta er hætt að vera fyndið.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Glazier » Mán 07. Apr 2014 19:01

Ef einhver spyr mig núna þá er pósturinn að gera FEITT uppá bak núna !¨

Pakkinn minn kom til landsins þriðjudaginn 31. mars, daginn eftir fékk ég bréf heim í pósti þar sem ég var beðinn um að senda þeim kvittun (samt bað ég seljanda vörunnar að setja kvittun utan á kassann)
Ég sendi þeim kvittun strax kl. 09:05 á miðvikudags morgni, 2. apríl, hringdi svo seinna sama dag og spurði hvort ég gæti ekki sótt sendinguna og þá sagði konan "nei getur ekki sótt hana fyrr en í fyrsta lagi á mánudag eftir helgi 7. apríl"
Ég bara já sæll.. engin smá bið ! Sendi svo mömmu mína að sækja þetta í dag þar sem ég komst ekki og var rukkaður um 3.604 kr.

Sundurliðað svona:
A Tollur: 415 kr.
XC Gjöld: 893 kr. Hvað er þetta?
Ö4 VSK 25.5% 1.746
Tollmeðf: 550 kr.

Samtals: 3.604 kr.

Þegar ég síðan skoða pakkann ÞÁ ER KVITTUN LÍMD UTAN Á KASSANN reyndar stendur á henni að ég hafi borgað $12 fyrir vöruna en ekki 48,97 eins og ég gerði og stóð á kvittuninni sem ég sendi þeim !
Síðan hélt ég að það væri kominn einhver fríverslunarsamningur við Kína? þýðir það ekki að ég á að sleppa við þessar 415 kr. sem heitir "A Tollur" í sundurliðuninni?


Fékk síðan bréf heim í dag þar sem ég er beðinn um kvittun fyrir sendingu sem var að koma.. á ég að senda þeim kvittunina eða hringja og segja þeim að skoða kassann?


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf appel » Mán 07. Apr 2014 19:10

Velkominn til fáránleikans sem er Ísland, þar sem menn geta aldrei drullast til að hafa hlutina einfalda. Reynt að klína allskonar gjöldum á þetta. Úff.... tollmeðferðargjald, vörugjöld, stimpilgjöld? Þetta er bara einsog í smásögu frá Kafka, þú veist aldrei hvað kostar að panta vöru erlendis frá fyrr en þú ert kominn með hana í hendurnar... svona einsog box og chocolate, never know how much you gonna pay.

XC er vörugjaldsflokkur, 15%.


*-*

Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf roadwarrior » Mán 07. Apr 2014 19:49

Glazier skrifaði:Ef einhver spyr mig núna þá er pósturinn að gera FEITT uppá bak núna !¨

Pakkinn minn kom til landsins þriðjudaginn 31. mars, daginn eftir fékk ég bréf heim í pósti þar sem ég var beðinn um að senda þeim kvittun (samt bað ég seljanda vörunnar að setja kvittun utan á kassann)
Ég sendi þeim kvittun strax kl. 09:05 á miðvikudags morgni, 2. apríl, hringdi svo seinna sama dag og spurði hvort ég gæti ekki sótt sendinguna og þá sagði konan "nei getur ekki sótt hana fyrr en í fyrsta lagi á mánudag eftir helgi 7. apríl"
Ég bara já sæll.. engin smá bið ! Sendi svo mömmu mína að sækja þetta í dag þar sem ég komst ekki og var rukkaður um 3.604 kr.

Sundurliðað svona:
A Tollur: 415 kr.
XC Gjöld: 893 kr. Hvað er þetta?
Ö4 VSK 25.5% 1.746
Tollmeðf: 550 kr.

Samtals: 3.604 kr.

Þegar ég síðan skoða pakkann ÞÁ ER KVITTUN LÍMD UTAN Á KASSANN reyndar stendur á henni að ég hafi borgað $12 fyrir vöruna en ekki 48,97 eins og ég gerði og stóð á kvittuninni sem ég sendi þeim !
Síðan hélt ég að það væri kominn einhver fríverslunarsamningur við Kína? þýðir það ekki að ég á að sleppa við þessar 415 kr. sem heitir "A Tollur" í sundurliðuninni?


Fékk síðan bréf heim í dag þar sem ég er beðinn um kvittun fyrir sendingu sem var að koma.. á ég að senda þeim kvittunina eða hringja og segja þeim að skoða kassann?

**Hvað varstu að versla?? Ef þú varst að versla td rafhlöðu þá þarft þú að borga td eyðingargjald
**Ertu svo eitthvað hissa á því að ekki sé tekið mark á því sem stendur utan á pökkunum?? :thumbsd



appel skrifaði:Velkominn til fáránleikans sem er Ísland, þar sem menn geta aldrei drullast til að hafa hlutina einfalda. Reynt að klína allskonar gjöldum á þetta. Úff.... tollmeðferðargjald, vörugjöld, stimpilgjöld? Þetta er bara einsog í smásögu frá Kafka, þú veist aldrei hvað kostar að panta vöru erlendis frá fyrr en þú ert kominn með hana í hendurnar... svona einsog box og chocolate, never know how much you gonna pay.

XC er vörugjaldsflokkur, 15%.

Ahemm: http://tollur.is/default.asp?cat_id=1700 Ágætis hjálpartæki til að sjá ca kostnaðinn við að versla vöru að utan :D



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Haxdal » Mán 07. Apr 2014 20:36

appel skrifaði:
Haxdal skrifaði:<snip>

Íslenska tolla- og póstflutningakerfið er sett upp sem hindrun til að hræða fólk frá því að vera spreða gjaldeyri í svona vitleysu sem það er að panta erlendis frá. Ástæðurnar eru hagkerfislegar, en því meira vesen sem það er að panta erlendis frá því líklegra er að fólk kaupir vörur innanlands, þ.e. úr rándýrum íslenskum búðum. Slíkt heldur uppi verslunarhúsnæði og fullt af fólki í vinnu, og jú slíkt mælist inn í hagvaxtartölur.
<snip>
Maður verður svolítið uppgefinn á þessu Íslandi, þetta er ekki svona mikið vesen í öðrum löndum, manni líður svolítið einsog maður búi í Sóvétríkjunum undir allskonar boðum og bönnum.

Já, bara ef það væri einhverjir innlendir aðilar að framleiðar PVC styttur, collectibles, bækur og myndasögur .. þá gæti maður sko keypt það sem manni langar í hérlendis og óþarfi að vera splæsa gjaldeyri í munaðarvörur sko :baby :megasmile :baby

Síðan hélt ég að það væri kominn einhver fríverslunarsamningur við Kína? þýðir það ekki að ég á að sleppa við þessar 415 kr. sem heitir "A Tollur" í sundurliðuninni?

Ef ég skil þetta rétt þá eiga Kínversk stjórnvöld eftir að ratifya fríverslunarsamninginn svo hann tekur ekki gildi fyrr en líklegast í sumar.

Keypti vöru af vefverslun í Japan 2. Apríl (Miðvikudag), verslunin staðfestir að ég er búinn að greiða fyrir hana og setur þetta í póst seinni partinn 3. Apríl (Fimmtudag) og þetta leggur af stað 4. apríl (föstudag) frá pósthúsinu þarna í Japan. Tekur 3 daga fyrir sendinguna að koma til landsins með stoppi í Danmörku. Ég hef verslað áður við þessa búð svo ég veit að allar merkingar eru til fyrirmyndar á sendingunni (þetta er búðin sem sendir mörg eintök af farmmiðanum á nokkrum tungumálum ). Sjáum hvað þetta tekur langan tíma að losna úr tollinum og útá pósthús :uhh1

Kóði: Velja allt

State occurrence date    Shipping track record          Office       Prefecture / Country
04/03/2014 19:48    Posting/Collection                   TOKYOTAMA    TOKYO
04/04/2014 15:04    Arrival at outward office of exchange       TOKYO INT    TOKYO
04/04/2014 23:54    Dispatch from outward office of exchange    TOKYO INT    TOKYO
04/06/2014 13:38    Arrival at transit Office of Exchange       KOBENHAVN INC    DENMARK
04/07/2014 17:49    Arrival at inward office of exchange       REYKJAVIK    ICELAND


edit:
roadwarrior skrifaði:**Ertu svo eitthvað hissa á því að ekki sé tekið mark á því sem stendur utan á pökkunum?? :thumbsd

En þeir fara svo ekkert eftir því sem maður sendir þeim og rukka eftir farmmiðanum, allavega hefur mín reynsla verið þannig.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf appel » Mán 07. Apr 2014 20:54

Haxdal skrifaði:
appel skrifaði:
Haxdal skrifaði:<snip>

Íslenska tolla- og póstflutningakerfið er sett upp sem hindrun til að hræða fólk frá því að vera spreða gjaldeyri í svona vitleysu sem það er að panta erlendis frá. Ástæðurnar eru hagkerfislegar, en því meira vesen sem það er að panta erlendis frá því líklegra er að fólk kaupir vörur innanlands, þ.e. úr rándýrum íslenskum búðum. Slíkt heldur uppi verslunarhúsnæði og fullt af fólki í vinnu, og jú slíkt mælist inn í hagvaxtartölur.
<snip>
Maður verður svolítið uppgefinn á þessu Íslandi, þetta er ekki svona mikið vesen í öðrum löndum, manni líður svolítið einsog maður búi í Sóvétríkjunum undir allskonar boðum og bönnum.

Já, bara ef það væri einhverjir innlendir aðilar að framleiðar PVC styttur, collectibles, bækur og myndasögur .. þá gæti maður sko keypt það sem manni langar í hérlendis og óþarfi að vera splæsa gjaldeyri í munaðarvörur sko :baby :megasmile :baby

Síðan hélt ég að það væri kominn einhver fríverslunarsamningur við Kína? þýðir það ekki að ég á að sleppa við þessar 415 kr. sem heitir "A Tollur" í sundurliðuninni?

Ef ég skil þetta rétt þá eiga Kínversk stjórnvöld eftir að ratifya fríverslunarsamninginn svo hann tekur ekki gildi fyrr en líklegast í sumar.

Keypti vöru af vefverslun í Japan 2. Apríl (Miðvikudag), verslunin staðfestir að ég er búinn að greiða fyrir hana og setur þetta í póst seinni partinn 3. Apríl (Fimmtudag) og þetta leggur af stað 4. apríl (föstudag) frá pósthúsinu þarna í Japan. Tekur 3 daga fyrir sendinguna að koma til landsins með stoppi í Danmörku. Ég hef verslað áður við þessa búð svo ég veit að allar merkingar eru til fyrirmyndar á sendingunni (þetta er búðin sem sendir mörg eintök af farmmiðanum á nokkrum tungumálum ). Sjáum hvað þetta tekur langan tíma að losna úr tollinum og útá pósthús :uhh1

Kóði: Velja allt

State occurrence date    Shipping track record          Office       Prefecture / Country
04/03/2014 19:48    Posting/Collection                   TOKYOTAMA    TOKYO
04/04/2014 15:04    Arrival at outward office of exchange       TOKYO INT    TOKYO
04/04/2014 23:54    Dispatch from outward office of exchange    TOKYO INT    TOKYO
04/06/2014 13:38    Arrival at transit Office of Exchange       KOBENHAVN INC    DENMARK
04/07/2014 17:49    Arrival at inward office of exchange       REYKJAVIK    ICELAND


edit:
roadwarrior skrifaði:**Ertu svo eitthvað hissa á því að ekki sé tekið mark á því sem stendur utan á pökkunum?? :thumbsd

En þeir fara svo ekkert eftir því sem maður sendir þeim og rukka eftir farmmiðanum, allavega hefur mín reynsla verið þannig.


Það eru ýmsar vörur undanskildar tolli, og þá þarf að hafa rétta pappíra til að sýna fram á það. Svo eru vörugjöldin jú. Svo eru önnur gjöld sem maður þarf að passa sig á, pappírs- og plastgjald, tollmeðferðargjald. Svo er flutningskostnaðurinn, og tollmiðlaraálagning o.s.frv. Allsstaðar er reynt að klína á þetta, neytandinn veit ekkert. Einnig er stundum erfitt að finna í hvaða tollflokk varan lendir í, enda ekki skilgreind í tollskránni, það er bara hending hvar hún lendir, oftast þarftu að hafa fyrir því að leiðrétta þannig að hún lendi í réttari flokknum og fáir lægri toll.

Þetta er ekki mjög gegnsætt kerfi. Reyndar er þetta ekki alfarið Íslandi að kenna, þetta er bara öllum hinum siðmenntaða heimi að kenna. Hví þarf að vera svona erfitt að senda vöru á milli landa? Þetta er internet-öldin, einn markaður. Hví er bara ekki hægt að fá nákvæmlega uppgefið verð á vefsíðunum sem maður pantar af? Það er ómögulegt fyrir neytandann að standa í einhverju veseni í hvert skipti sem hann pantar vöru erlendis frá.

Fyrir lítið land einsog Ísland þar sem nær allt er innflutt, og ekkert framleitt, þá skiptir þetta miklu máli fyrir fólk. Ég er kominn með æluna upp í kok að kaupa vöru af innlendri smásölu, þar sem verðlagning er einsog rán um hábjartan dag.


*-*

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Haxdal » Mán 07. Apr 2014 21:06

Já, hef lent í veseni með tollflokkana en aldrei nennt að standa í að láta leiðrétta það þar sem það hefur verið sami tollur á báðum flokkunum, 10%, svo pointless að vera standa í veseni þegar maður endar á sömu tölunni.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


arnarfbald
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fös 25. Okt 2013 11:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf arnarfbald » Þri 08. Apr 2014 17:55

Er það eðlilegt að það taki jafn langan tíma fyrir pakka að fara frá Hong Kong til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Akureyrar?!
Pakki sem var sendur mánudaginn 24. Mars, kominn til landsins 2. Apríl en ekki á skrá hjá póstinum fyrr en í gær! 7. Apríl og skv. þjónustuverinu væntanlegur norður 10 Apríl þó ég hafi sent reikning á póstinn/tollinn snemma í gærmorgun..

Þessi þjónusta þarna hjá póstinum er orðin svo léleg að það er hætt að vera fyndið!

Verri þjónusta, hærra verð, lengri biðtími og bara allt oriði verra þarna, eins og ég var sáttur fyrir nokkrum mánuðum með hraðan og þjónustuna sem var þá að þá er þetta orðið alveg skelfilegt í dag og varla hægt að bjóða fólki uppá þetta.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Glazier » Þri 08. Apr 2014 18:48

Jæja.. sendi póst kl. 08:30 í morgun á tollinn með kvittun, þó það sé kvittun utan á kassanum, hringdi svo seinnipartinn og spurði hvenær ég gæti sótt pakkann, hún sagði "þeir gefa sér allt að 48 tíma til að afgreiða eftir að kvittunin berst"

Þá spurði ég hvort að ég gæti ekki sótt hann uppá Stórhöfða, svarið var: Jú, þú getur mætt með kvittunina uppá Stórhöfða, beðið í 2-3 mín og fengið pakkann af hentann strax gegn flýtigjaldi.
Ég sagði, nú.. en ef ég bið ykkur bara um að senda ekki pakkann uppí Mosó heldur sæki hann bara um leið og mögulegt er uppá Stórhöfða, já nei.. borga flýtigjald fyrir það líka, kostar nefnilega að taka pakka út úr ferlinu sem er búið að setja hann í.

Heimska kompaní !
Ég benti henni pirraður en kurteisislega á að mér fyndist þetta skelfilega léleg þjónusta og hún hefði versna umtalsvert eftir áramót.

Næst læt ég senda með DHL eða einhverju öðru..

Kv.
Pirraður :thumbsd


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf tdog » Þri 08. Apr 2014 19:04

Það er kannski bara málið að láta senda alla pakka beint upp á stórhöfða ;) S.s „Stórhöfði - Afgreiðsla“



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf Glazier » Þri 08. Apr 2014 19:05

tdog skrifaði:Það er kannski bara málið að láta senda alla pakka beint upp á stórhöfða ;)

Haha þú segir nokkuð.. ætli það sé í lagi að setja heimilisfangið bara á stórhöfða og setja svo nafnið sitt við?


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Tollur & póstur rant

Pósturaf tdog » Þri 08. Apr 2014 19:10

Glazier skrifaði:
tdog skrifaði:Það er kannski bara málið að láta senda alla pakka beint upp á stórhöfða ;)

Haha þú segir nokkuð.. ætli það sé í lagi að setja heimilisfangið bara á stórhöfða og setja svo nafnið sitt við?

Ég meina, hvað ætla þeir að gera? Rukka þig flýtigjald fyrir að sækja á áfangastað :) Þá er ekki verið að taka neitt úr neinu ferli eða neitt kjaftæði.