Hvar kaupir þú flugeldana?

Allt utan efnis
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf rapport » Fös 27. Des 2013 13:26

CendenZ skrifaði:
benediktkr skrifaði:blabla



Það er hægt með nefskatt, hlægilega sáraeinfalt í framkvæmd.



WUT?

Álíka árangursríkt og RÚV, þar sem ríkið tekur "Innheimtugjald" 35% (eða e-h álíka)




benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf benediktkr » Fös 27. Des 2013 13:28

CendenZ skrifaði:Það er hægt með nefskatt, hlægilega sáraeinfalt í framkvæmd.


Sára-einfalt ef þú ert meirihluti í ríkisstjórn að gera fjárlagafrumvarp. Þú talar um að ríkið egi að gefa björgunarsveitanum pening (gera það hluta af fjárlgöum og að ríkisstyrkti stofnun). Margir væru sammála þér. En það eru ekki björgunarsveitirnar sjálfar sem ráða því, heldur ríkisstjórnin. Þeir eru ekki að fá neina peninga frá ríkisstjórnini, en halda áfram að gefa sína vinnu. Ég er hinsvegar viss um að þeir yrðu mjög glaðir yfir ríkisstyrki.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf CendenZ » Fös 27. Des 2013 13:54

Með að eyrnamerkja skatt væri sáraeinfalt að færa þær tekjur til björgunarsveita. Það væri hægt í formi styrkja eða niðurfellingar á gjöldum.
Það er bara lenska hér að gera það ekki.

Björgunarsveitir standa í allskonar gjaldaliðum, bensín og dísel á tækin, viðhald á tækjum, kaup á tækjum, kaup á fatnaði, matur og drykkur osfr...
Ég er talsvert hægri sinnaður en ég hef þó mín prinsipp, ég vil hafa heilbrigðiskerfið frítt, grunnskólakerfið og menntaskólakerfið frítt og björgunarsveitir eiga að vera ávalt til staðar. Það er hinsvegar þannig að ræða má um laun þessar stétta óháð pólitískra skoðunar(sem er ekki til umræðu hér), en björgunarsveitarmenn eru launalausir aðilar í óarðsæknum rekstri sem gera ekkert nema koma bjargarlausum til hjálpar. Það hlýtur því einhverstaðar að koma inn tekjur til að standa straum af kostnaði. Forsendur þeirra hafa breyst gífurlega síðustu 7 ár og því kemur ekki til greina annað en að auka til þeirra tekjur. Þá hlýtur maður að vilja vita hvernig við komum tekjum inn í fyrirtæki sem standa í óarðsæknum rekstri, við viljum gera það sem beinast. þ.e. með beinum hætti. Tildæmis gerum við það með flugeldasölu sem fer beint í rekstur björgunarsveita.

Það hlýtur því koma að því hvernig við aukum enn meiri tekjur til að standa straum af auknum gjöldum. Beinast væri að gera það með skattlagningu ferðamanna, eyrnamerktur nefskattur uppá 500-1.000 kr per ferðamann sem skilar sér beint til sjóðs sem sér um niðurfellingu útgjalda björgunarsveita. Það er klink fyrir hvern ferðamann sem kemur hingað.

Vinur minn er svona miðsinnaður og finnst að öll útgjöld til björgunarsveita ætti að koma frá íslenskum skattgreiðendum. Mér finnst það aðeins of ósanngjarnt. Hver hefur sína skoðun og allt í lagi með það. Ég sé hinsvegar ekki fram á að rekstrargjöld björgunarsveita komi til með að staðna eða minnka, því getur ríkið aldrei borgað/styrkt meira til björgunarsveita nema með hækkun skatta og gjalda á íslenska skattgreiðendur. Er það að fara gerast ? Nei, ég er nokkuð viss um að samstaða íslendinga er í því máli. Nema þeir sem eru gamlir vinstri sinnaðir gjammarar. Við erum ekki lokað land og við erum að fá aukningu í ferðamannaiðnaðinn, það er alveg staðfest. Það verður að leggja eyrnarmerktan skatt á ferðamenn, það er ótvírætt.

rapport skrifaði:
CendenZ skrifaði:
benediktkr skrifaði:blabla



Það er hægt með nefskatt, hlægilega sáraeinfalt í framkvæmd.



WUT?

Álíka árangursríkt og RÚV, þar sem ríkið tekur "Innheimtugjald" 35% (eða e-h álíka)


Það hefur hingað til verið samstaða hjá öllum flokkum að hafa RÚV. Útgjaldaliður RÚV hefur verið til umræðu í fjöldamörg ár, enda launatengt!
Árangur fjármálastjórnunar RÚV er ekki til umræðu hér og algjörlega fáránlegt að reyna samanburð á fyrirtæki í daglegum rekstri með launaútgjöld við björgunarsveitir með engin launaútgjöld.

Þetta tvennt er gjörólíkt, bæði í grunninn og út á við.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf kjartanbj » Fös 27. Des 2013 14:31

Vá , þið látið eins og Björgunarsveitir séu bara bjarga túristum, hvað með þessa 50 bila eða svo sem voru að þvælast á Kjalarnesinu í 45-50m á sek og byl á aðfaranótt jóladags, þegar það var buið að vara við að fera á ferðinni, fólk sem var á leið heim úr jólaboði , í Sambandi við Extreme Iceland þá eru það kjánar sem ættu að borga fyrir þessa björgun sem þeir þurftu, en ekki leggja samt alla ferðaþjónustuna undir einn hatt, þó eitthvað eitt fyrirtæki hafi ítrekað þurft á hjálp björgunarsveita/Landhelgisgæslu , siðasta vetur voru þeir sóttir af þaki jeppa upp í Landmannalaugar á þyrlu
kemur ekki upp í huga minn annað fyrirtæki svona í fljótu bragði sem hefur þurft á hjálp björgunarsveitar vegna svona glapræðis eins og þeir eru að ana út í trekk í trekk, hitt er svo annað mál að það eru túristar á eigin vegum sem eru að festa sig , samanber mosfellsheiði á Aðfangadag , ein rúta var þar á ferð skilst mér

ef ég myndi kaupa flugelda til að brenna peningunum mínum þá myndu þeir koma frá Björgunarsveitum , megið ekki gleyma því að það eru þeir sem fara og festa þakplötur á hús og festa trampólin þegar heimsku íslendingarnir sem fylgjast ekki með fréttum sleppa því að festa þau niður þegar það er búið að spá stormi með löngum fyrirvara, það eru þeir sem eru marga daga í senn að leita að týndu fólki, hvar og hvenær sem er um allt landið , það að bjarga túristum er bara sma hluti af verkefnum þeirra, og allt kostar þetta peninga , flugeldasala er ein af aðal fjáröflunum þeirra og þó maður þurfi að borga örfáa þúsundkalla meira þá skilar það sé svo margfalt til baka ef þið þurfið björgun einvherntíma eða hjálp þeirra við að festa þakið á húsið ykkar í stormi



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf tlord » Fös 27. Des 2013 14:47

ferðamenn eru nú þegar að borga einn hæsta virðisaukaskatt í heimi af flestu sem þeir kaupa hér á landi,

öll hótelin sem eru til vegna erlendra ferðamanna eru skattlögð upp í rjáfur

ríkið fær marga milljarða á ári í kassann vegna erlendra ferðamanna

það er bara asnalegt að vera að bæta einhverjum sérgjöldum ofan á þetta

ps: kaupið flugelda af björgunnarsveit í ykkar bæ eða hverfi !!!



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf CendenZ » Fös 27. Des 2013 14:49

tlord skrifaði:ferðamenn eru nú þegar að borga einn hæsta virðisaukaskatt í heimi af flestu sem þeir kaupa hér á landi,

öll hótelin sem eru til vegna erlendra ferðamanna eru skattlögð upp í rjáfur

ríkið fær marga milljarða á ári í kassann vegna erlendra ferðamanna

það er bara asnalegt að vera að bæta einhverjum sérgjöldum ofan á þetta


Hvað á að gera þegar björgunarsveitir verða fjársvelta ? Eiga þær að hætta að bjarga fólki ?
Það mun koma að því að bankareikningar þeirra verði í mínus, það er bara spurning hvenær.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf kjartanbj » Fös 27. Des 2013 14:54

Svo er það nú ekki alveg satt að ríkið styrki Björgunarsveitir ekki um neitt, þeir fá það bara í formi annars en peninga, Afslætti af kaupverði tækja í formi skatta afslátta, mega nota litaða oliu á tæki sin sem er töluvert ódýrara en að kaupa hana á fullu verði og svo framvegis




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf Bjosep » Fös 27. Des 2013 15:18

Skemmtilegt hvað umræðan hefur "þróast" úr því að fara úr hvar hagstæðast sé að versla flugelda yfir í það að hver eigi að greiða fyrir útköll. Spurning hvort færa ætti þá umræðu yfir í sér þráð ...

tlord skrifaði:ferðamenn eru nú þegar að borga einn hæsta virðisaukaskatt í heimi af flestu sem þeir kaupa hér á landi,

öll hótelin sem eru til vegna erlendra ferðamanna eru skattlögð upp í rjáfur


Þessar glærur benda til þess að það sé rangt. Þetta er reyndar ársgamalt og ég veit ekki hvort breytingar á vsk á hótel hefur breyst í millitíðinni.
http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/s ... onustu.pdf

Einhver nefndi að björgunarsveitirnar séu orðnar þreyttar á því að bjarga erlendum túristum. Maður fær það á tilfinninguna að þessi grein beri þess merki.
http://www.visir.is/talar-thu-vid-ferda ... 3712279952

Mér finnst hinsvegar stór munur á því að björgunarsveitir séu kallaðar út án þess að rukka fyrir það til þess að bjarga húsþökum eða hjálpa sjúkrabílum (samhjálp) og að aðilum í ævintýrarekstri sé sendur reikningurinn þegar björgunarsveitir þurfa að mæta á staðinn til þess að bjarga þeim úr klípunni sem þeir komu sér meðvitað í.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Des 2013 15:23

kjartanbj skrifaði:Vá , þið látið eins og Björgunarsveitir séu bara bjarga túristum, hvað með þessa 50 bila eða svo sem voru að þvælast á Kjalarnesinu í 45-50m á sek og byl á aðfaranótt jóladags, þegar það var buið að vara við að fera á ferðinni, fólk sem var á leið heim úr jólaboði , í Sambandi við Extreme Iceland þá eru það kjánar sem ættu að borga fyrir þessa björgun sem þeir þurftu, en ekki leggja samt alla ferðaþjónustuna undir einn hatt, þó eitthvað eitt fyrirtæki hafi ítrekað þurft á hjálp björgunarsveita/Landhelgisgæslu , siðasta vetur voru þeir sóttir af þaki jeppa upp í Landmannalaugar á þyrlu
kemur ekki upp í huga minn annað fyrirtæki svona í fljótu bragði sem hefur þurft á hjálp björgunarsveitar vegna svona glapræðis eins og þeir eru að ana út í trekk í trekk, hitt er svo annað mál að það eru túristar á eigin vegum sem eru að festa sig , samanber mosfellsheiði á Aðfangadag , ein rúta var þar á ferð skilst mér

ef ég myndi kaupa flugelda til að brenna peningunum mínum þá myndu þeir koma frá Björgunarsveitum , megið ekki gleyma því að það eru þeir sem fara og festa þakplötur á hús og festa trampólin þegar heimsku íslendingarnir sem fylgjast ekki með fréttum sleppa því að festa þau niður þegar það er búið að spá stormi með löngum fyrirvara, það eru þeir sem eru marga daga í senn að leita að týndu fólki, hvar og hvenær sem er um allt landið , það að bjarga túristum er bara sma hluti af verkefnum þeirra, og allt kostar þetta peninga , flugeldasala er ein af aðal fjáröflunum þeirra og þó maður þurfi að borga örfáa þúsundkalla meira þá skilar það sé svo margfalt til baka ef þið þurfið björgun einvherntíma eða hjálp þeirra við að festa þakið á húsið ykkar í stormi


Fínn pistill hjá þér, en ég er ekki svo sannfærður um að túristar séu smá hluti af þeirra starfsemi í dag, mig grunar að þeir séu frekar stór partur af prógramminu.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf GullMoli » Fös 27. Des 2013 15:23

Langar bara að koma með smá punkt í þetta.

Mjög stór hluti útkalla björgunarsveittanna kemur aldrei í fréttir. Oft verið að leita af fólki, sama hvort það sé veikt eða annað (Afi með alsheimer sem ætlaði að kíkja í 5min göngutúr).
Það eru einnig að mestu Íslendingar.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf tlord » Fös 27. Des 2013 15:28

er ekki vsk á bílaleigubílum? geta björgunarsveitirnar ekki fengið hluta af honum?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Des 2013 15:38

Eru þetta ekki bestu kaupin?
Viðhengi
flugeldar.png
flugeldar.png (241.22 KiB) Skoðað 1959 sinnum



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf Stutturdreki » Fös 27. Des 2013 15:47

Þarf ekki að benchmarka þetta, við þurfum að fá biggest bang for the buck.. bókstaflega.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Des 2013 16:11

Stutturdreki skrifaði:Þarf ekki að benchmarka þetta, við þurfum að fá biggest bang for the buck.. bókstaflega.

Þessar eru "semi-stórar" ... 400 kr. stk. .... heyrist hviiissssssssssss BÚMMM ... og einn blossi hehehe.
Tveir svona pakkar ættu að vera meira en nóg.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf biturk » Fös 27. Des 2013 16:44

Það er klárt mál að dýnamit eru oflugustu kínverjarnir


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf ManiO » Fös 27. Des 2013 16:46

hakkarin skrifaði:Ég kaupi þá hvergi.

Hef engan áhuga á því að eyða 5000 þús kelli í eitt púðurprik sem að flýgur svo upp í loftið og springur í tætlur á 5 sekóndum.


Væri til í að sjá hvað 5 milljónir í einn flugeld myndi enda sem. :roll:

Annars verslar fjölskyldan mín af björgunarsveitunum.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf urban » Fös 27. Des 2013 17:48

GuðjónR skrifaði:
Fínn pistill hjá þér, en ég er ekki svo sannfærður um að túristar séu smá hluti af þeirra starfsemi í dag, mig grunar að þeir séu frekar stór partur af prógramminu.


Man bara hreinlega ekki hvar ég sá statíkina yfir þetta.
en það að bjarga erlendum ferðalöngum uppi á hálendi (eða vegum) er einfaldlega hvergi nærri stærstur hluti af hlutverki björgunarsveitanna.
reyndar er björgun uppá hálendinu hvergi nærri stærstur hluti þeirra verka.

lang flest verkefnin eru víst innanbæjar, leit af fólki, aðstoða lögreglu (halda fólki í skefjum t.d.), festa niður húsþök og annað.
Held að fólk þurfi að átta sig svolítið á því að þeir eru ekki bara að fara upp á hálendið

En annars er mér persónulega alveg slétt sama hvar þið kaupið flugeldana ykkar.
vona bara innilega að hvorki þið né aðrir þurfi að nota björgunarsveitirnar, en ef að ég eyddi peninum í flugelda þá færu þeir til björgunarsveitanna


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Monk
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 15. Des 2013 23:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf Monk » Fös 27. Des 2013 18:29

Allir geta lent í þeim aðstæðum að þurfa á björgunarsveit að halda burtséð frá veðurspám, þjóðerni eða nokkru öðru. Ég hef sjálfur þurft að hringja eftir þeim eftir að hafa fest mig í blíðskaparveðri á vel búnum fjórhjóladrifsbíl á vegi sem var fullfær daginn áður af því að ég fann ekki stað til að snúa við fyrr en of seint og treysti mér ekki til að bakka fleiri kílómetra. Ef ekki væri fyrir trukkinn sem þeir komu á væri hæpið að ég hefði komist aftur til byggða þann veturinn. Og ef ekki væri fyrir flugeldasölu gætu þer ekki keypt inn og rekið slík björgunartæki.

Svo langar mig að bæta einu inn sem enginn hefur minnst á hingað til. Allur búnaður sem hver og einn björgunarsveitamaður hefur á sér, fatnaður, klifurbúnaður, skór, ísaxir, kaðlar og fleira sem þeir gætu ekki verið án við björgunarstörf í erfiðum aðstæðum er að miklu leiti fjármagnaður af þeim sjálfum. Þ.e.a.s. einstaklingunum sem nota hann. Oft hleypur þessi kostnaður á milljónum sem menn punga út með ánægju til að geta staðið vaktina fyrir þig og alla aðra sem mögulega gætu þurft á þeim að halda. Að versla flugelda af einhverjum öðrum er fyrir mér eitt það vitlausasta sem nokkur maður getur gert því hann er í leiðinni að grafa undan þessu öryggisneti sem ég að minnsta kosti vil geta treyst á í neyð.

Skattamálin ætla ég ekki að ræða hér en það er vel þekkt að skattar á Íslandi skila sér bæði seint og illa til þeirra málaflokka sem þeir voru í upphafi lagðir á til að styðja við.




OmarI
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 03. Des 2013 22:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf OmarI » Fös 27. Des 2013 20:03

Eru allir búnir að gleyma Súðavík og Flateyri ??? Þar unnu björgunarsveitir eitt mesta þrekvirki sem unnið hefur verið á þessu á landi frá upphafi !

Hér er allt keypt af björgunarsveitunum, kaupi það sem fjárhagurinn leyfir og þótt ég fái "minna" fyrir peninginn hjá þeim þá veit ég nákvæmlega hvert þeir peningar fara. Og finnst það skárra enn að borga undir einhvern einkaaðila Florida ferð !

Allir eiga rétt á sínum skoðunum, enn ég trúi bara ekki að í upplýstu þjóðfélagi að menn séu enn að rökræða þetta.

Gleðilegt ár og farið varlega :)




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf bigggan » Fös 27. Des 2013 22:06

Personlega finnst mér björgunarsveitin á að snúa sér að björgun og leit og láta einhver aðrir taka reikninginn á að festa húsþökinn og týnd lömb... td eigendurnar, og sekta þá sem tryggir ekki sin eigin hús, þegar þau valda tjónum, svo þau verða loksins lagfærð og ekki bara biða eftir einhverjir kallar koma og gera það fyrir manni frítt...

Annars finnst mér björgunarsveitinn gerir góða vinnu. og kaupir þar oftast.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf urban » Fös 27. Des 2013 22:54

bigggan skrifaði:Personlega finnst mér björgunarsveitin á að snúa sér að björgun og leit og láta einhver aðrir taka reikninginn á að festa húsþökinn og týnd lömb... td eigendurnar, og sekta þá sem tryggir ekki sin eigin hús, þegar þau valda tjónum, svo þau verða loksins lagfærð og ekki bara biða eftir einhverjir kallar koma og gera það fyrir manni frítt...

Annars finnst mér björgunarsveitinn gerir góða vinnu. og kaupir þar oftast.


enn og aftur kemur fram vankunnátta.
það getur verið allt í himnalagi með þakið hjá þér, en það getur samt sem áður gefið undan í 35 m/s+
og hérumbil alveg sama hvaða tryggingar þú ert með, þú ert ekki tryggður í veðri yfir 32m/s
já og þar að auki lagar björgunarsveitin ekki hjá þér húsþakið, hún kemur og fergir það niður þannig að það fari ekki af stað meira og veldur meira tjóni.
þú þarft samt sem áður að fara í viðgerðir þegar að það lægir


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Razoral
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mán 07. Jan 2013 23:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf Razoral » Fös 27. Des 2013 23:53

Með fullri virðingu fyrir Landsbjörg og öllu sem þeir gera þá er ca. 700 milljónir sem þeir fá á hverju ári fyrir spilakassa og þess háttar, auk svo björgunarsveitkallinn sem selst líka oft á ári. Mér finnst í lagi að hafa eðlilega samkeppni á flugeldamarkaðnum því ef Landsbjörg ættu allan markaðinn þá myndu þeir verðleggja allt töluvert meira, auk þess vilja þeir líka fá allt þetta tal um sig þegar einkaaðilar eru að selja flugelda því þetta býr til umræðu og auglýsir þá frítt. Ég versla hjá Alvöru flugeldum því það er bæði mjög flottir flugeldar og tertur og einnig núna í ár að ef maður verslar fyrir meira en 100.000 þá fær maður vörur aukalega fyrir 60.000 sem er pretty sweet deal..Just saying :)



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf GuðjónR » Fös 27. Des 2013 23:55

Razoral skrifaði: 100.000 þá fær maður vörur aukalega fyrir 60.000 sem er pretty sweet deal..Just saying :)

Og svo er ég að nískast með 10k í þetta ...fengi ég þá 6k auka fyrir STÓR kaupin mín hehehehehe




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf Manager1 » Lau 28. Des 2013 00:37

Ég veit ekki hvort einhver hefur komið með þennan punkt í umræðuna ennþá en hann kemur þá bara aftur...

Ein aðalástæðan fyrir því að björgunarsveitirnar eru ekki farnar að rukka þá sem þurfa á hjálp að halda er sú að þá fer fólk e.t.v. að hugsa "hmm bíddu nú við, hef ég efni á því að hringja í björgunarsveitina" og það er eitthvað sem við björgunarsveitarfólk viljum ekki því þá fer fólk jafnvel að reyna að bjarga sér sjálft og það endar oftar en ekki með dauðsfalli (t.d. fólkið sem keyrði inn Fljótshlíð og ætlaði að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi og mörg önnur dæmi þar sem fólk festir bíl og fer úr honum til að leita hjálpar). Þetta á ekki að snúast um hvort fólk hafi efni á að láta bjarga sér eða ekki, við viljum alltaf að það sé hringt í okkur :)

Sumir vilja meina að ef fólk veit að það þarf að borga fyrir björgun þá fari það síður af stað en það er önnur hlið á því máli líka því það eru ekki allir sem fara af stað í tvísýnu veðri eða tæpum aðstæðum heldur lendir fólk einfaldlega í óhappi eða slysi, á þetta fólk að borga líka?




Páll
/dev/null
Póstar: 1426
Skráði sig: Mán 28. Apr 2008 17:32
Reputation: 0
Staðsetning: Undir töfra regnboganum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir þú flugeldana?

Pósturaf Páll » Lau 28. Des 2013 00:54

Taka litla % af sköttum sem fólk borgar í hverjum einasta mánuði og gefa til björgunarsveita og skipta því jafnt yfir allar sveitirnar

Ég versla flugelda hvergi, enda finnst mér þeir ekkert annað enn peningasóun.

Ég skal alveg borga 1% meiri skatt til þess að halda björgunarsveitum uppi ef þess þarf, myndi gera það glaður!(þótt að skattar séu himin háir enn þetta er víst ekki þráður til þess að væla um það)

Problem solved.