46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 46" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf mind » Sun 10. Nóv 2013 08:07

hjalti8 skrifaði:mjög líklegt að þetta sjónvarp sé með slappan ips panel(ekki 100% viss samt, en flest philips sjónvörp nota ips panel, nema kannski 2013 top línan frá þeim). Örugglega allt í lagi sjónvarp til að horfa á í mikilli birtu en ef þú ætlar að horfa á bíomyndir í lítilli birtu mæli ég með að þú finnir eitthvað samsung tæki með VA-panel, þau eru á svipuðu verði og þetta tæki í elko og örugglega fleiri stöðum

mæli með því að þú lesir reviews á hdtvtest.co.uk , svo er avforums.com líka með ágæt reviews.

Veit ekki hverjum dettur í hug að 350þús króna sjónvarp komi með "slöppu" paneli, hvað þá að gefa í skyn að IPS sé annars flokks tækni sem einhvernmeginn henti illa í notkun í lítilli birtu. Hér er um að ræða standardinn þegar kemur að raunlitum og víðum sjónarhornum. Þá má alveg eins segja að Ferrari henti frekar illa til kappaksturs, þeir séu bara of rauðir.

Fyrir þráðarhöfund.
Ekki viss hver vondi kallinn á að vera í þessu sjónvarpi sem þú hlekkjaðir, horfði á bíómynd í nýju svoleiðis fyrir réttsvo viku síðan og gat ekki fundið að neinu. Kannski er sumum illa við Edge-lit tæknina, eðlilega hefur það mögulega ókosti að láta sterkari lýsingu til hliðanna frekar en jafnari lýsingu yfir allt bakið. En ég sit nú fyrir framan tvo Samsung tölvuskjái sem eru ekki Edge-lit, báðir blæða þeir, og annar er dýrari en sjónvarpið. Væri rosalega auðvelt að byrja kvarta yfir vanköntum skjásins, en í raun þá er þetta meira staða tækninnar og ófullkomnusta fjöldaframleiðslu.

Það er alltaf varasamt þegar byrjar að sjá í það að fylgifiskur grunntæknis eru bornir fram í formi galla, sem einungis og galdrarlega hrjáir bara suma framleiðendur en ekki aðra. Ef bent væri á ókosti allra sjónvarpanna myndi það eflaust eyðileggja alla reynsluna fyrir þig við að kaupa glænýtt sjónvarp. Þú værir bara pæla í því hvort þú hefðir hitt á gott eintak, áttirðu að fá þér nokkrum tommum stærra, eða týpuna fyrir ofan, hikstar myndin, hvernig er upscalið o.s.f.

Sjónvarpskaup eru svakalega persónubundin, með því koma sterkar skoðanir og því miður mjög oft viljinn til að aðrir kaupi sama sjónvarp til að staðfesta rétt val viðkomandi. Þessvegna er svo mikilvægt að fara á rúntinn á staðina án þess að vera pæla í stykkorðum eða tölum, bara hvaða sjónvarp líst manni vel á. Þú munt vera manneskjan sem lifir með valinu og situr í sófanum, og ég get lofað þér því eftir nokkra mánuði verður þér alveg sama hversu gasilljón miklu sjónvarpið nær í skerpu eða að það sé með þúsund stöðva minni.

Fyrir upphæðina sem þú ert með er gott sem ógerlegt að finna eitthvað sem þú yrðir raunverulega óánægður með. Einu tveir hlutirnir sem munu skipta máli eftir smá tíma eru
1) Finnst mér gott að horfa á það
2) Lítur það vel út



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 46" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf audiophile » Sun 10. Nóv 2013 09:32

svanur08 skrifaði:Sé ekki betur en samsung noti alltaf Edge LED ekki Full LED.


2012 línan var öll Edge led hjá Samsung nema 2 ódýrustu tækin, ES5000 og ES5305.

2013 línan í dag er öll Full Led nema F7000, F8000 og F9000.

Svo er þetta auðvitað persónubundið með VA vs IPS panell. Ég fíla dýpri svörtu litina í VA eins og Samsung notar vs IPS sem LG, Panasonic og Philips nota. IPS heldur litum betur til hliðanna en er með grárri mynd.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf DaRKSTaR » Sun 10. Nóv 2013 10:42

myndi hiklaust taka

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 4,622.aspx
í 50" magnað við þetta tæki að það er bæði hægt að nota fótinn sem standa eða veggfestingu.

ég er sjálfur með 55" sony og mjög sáttur.
plús að sony er með 5 ára ábyrgð já og lægsta input latency af öllum framleiðendum þannig að ef þú ert að spá í að fara í ps4 eða nota imbann sem tölvuskjá þá er sony klárlega málið.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 46" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf hjalti8 » Sun 10. Nóv 2013 11:11

mind skrifaði:
hjalti8 skrifaði:mjög líklegt að þetta sjónvarp sé með slappan ips panel(ekki 100% viss samt, en flest philips sjónvörp nota ips panel, nema kannski 2013 top línan frá þeim). Örugglega allt í lagi sjónvarp til að horfa á í mikilli birtu en ef þú ætlar að horfa á bíomyndir í lítilli birtu mæli ég með að þú finnir eitthvað samsung tæki með VA-panel, þau eru á svipuðu verði og þetta tæki í elko og örugglega fleiri stöðum

mæli með því að þú lesir reviews á hdtvtest.co.uk , svo er avforums.com líka með ágæt reviews.

Veit ekki hverjum dettur í hug að 350þús króna sjónvarp komi með "slöppu" paneli, hvað þá að gefa í skyn að IPS sé annars flokks tækni sem einhvernmeginn henti illa í notkun í lítilli birtu. Hér er um að ræða standardinn þegar kemur að raunlitum og víðum sjónarhornum. Þá má alveg eins segja að Ferrari henti frekar illa til kappaksturs, þeir séu bara of rauðir.


Ok ips panel hefur betri viewing angles sem er ágætis kostur þegar kemur að sjónvörpum.
En mikilvægasti partur af myndgæðum þegar kemur að sjónvörpum er contrastinn og þar af leiðandi black level. Þetta gildir að minnsta kosti þegar þú ert að horfa á sjónvarpið í lítilli birtu, sem er akkurat eins og flestir vilja hafa það þegar maður er að horfa á bíomynd!
Í mikilli birtu, t.d. í vel lýstum sýningarsal út í búð, skiptir brigthness og AR-filter(speglunarvörn) meira máli og það vill svo til að sjónvörp með VA panel eru ekkert verri en sjónvörp með ips panel við þessar aðstæður.

Staðreyndin er sú að lcd sjónvörp með ips panel hafa lélegan contrast og black level. ANSI contrast ratio yfirleitt í kringum 1:1000.
Á meðan lcd sjónvörp með VA-panel hafa töluvert betri contrast og black level(þó langt frá því að vera í líkindum við high-end plasma tæki). ANSI contrast ratio yfirleitt í kringum 1:4000.

Það er ekki að ástæðulausu að öll high end lcd sjónvörp frá samsung og sony noti VA-panel. Það er ekki að ástæðulausu að öll sjónvörp með ips panel fá yfirleitt slæma dóma frá gagnrýnendum.

Það sem hdtvtest.co.uk höfðu að segja um myndgæðin á panasonic WT65 sem notar ips panel:
hdtvtest.co.uk skrifaði:The native black-level performance of the Panasonic TX-L55WT65B was mediocre for a flagship LED television, which unfortunately is a known shortcoming of the IPS LCD panel used. In brighter scenes and during daytime this is rarely a problem, since there are sufficiently bright elements in our field of vision to distract our brain from the darker bits. It’s when the WT65 is asked to display a predominantly dark sequence in a dimly-lit environment that the TV stumbles: what should look black took on a greyish haze instead, robbing the entire picture of dynamism.


og það sem er yfirleitt líka vandamál með þessi sjónvörp, sérstaklega ef þau eru edge-lit:
hdtvtest.co.uk skrifaði:The subpar backlight consistency on our review unit didn’t help either. Feeding the Viera 55WT65 with a full-field video black signal, we observed several patches of light pooling scattered on screen, which were particularly noticeable off-axis or in a dark room.





fyrst að 50" passar í stofuna hja OP þá mæli ég með þessu tæki(eða einhverju sambærilegu samsung):
http://elko.is/elko/is/vorur/Vinsaelt2/Sony_50-_Smart_LED_sjonvarp.ecp

ég held að öll W6 línan frá sony noti sama panel en W653 fékk svaka dóma hjá hdtvtest.co.uk, ég er samt ekki 100% viss um að þessi tvö noti sama panel svo OP þyrfti að googla það, örugglega eh uppl. í þessum þræði



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf audiophile » Sun 10. Nóv 2013 11:55

Sony 50" tækið er reyndar mjög gott. Snjallmöguleikarnir frekar takmarkaðir miðað við Samsung en myndgæðin flott og fallegt tæki. Kostar 10þ minna í Elko.

Þetta er líka flott tæki http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... onvarp.ecp


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Sun 10. Nóv 2013 12:58

Frændi minn keypti einmiitt þetta Sony tæki sem þið linkið á og það er mjög flott, ekkert síðra en mitt samsung 8 series.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 46" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf mind » Sun 10. Nóv 2013 14:59

hjalti8 skrifaði:Ok ips panel hefur betri viewing angles sem er ágætis kostur þegar kemur að sjónvörpum.
En mikilvægasti partur af myndgæðum þegar kemur að sjónvörpum er contrastinn og þar af leiðandi black level. Þetta gildir að minnsta kosti þegar þú ert að horfa á sjónvarpið í lítilli birtu, sem er akkurat eins og flestir vilja hafa það þegar maður er að horfa á bíomynd!
Í mikilli birtu, t.d. í vel lýstum sýningarsal út í búð, skiptir brigthness og AR-filter(speglunarvörn) meira máli og það vill svo til að sjónvörp með VA panel eru ekkert verri en sjónvörp með ips panel við þessar aðstæður.

Staðreyndin er sú að lcd sjónvörp með ips panel hafa lélegan contrast og black level. ANSI contrast ratio yfirleitt í kringum 1:1000.
Á meðan lcd sjónvörp með VA-panel hafa töluvert betri contrast og black level(þó langt frá því að vera í líkindum við high-end plasma tæki). ANSI contrast ratio yfirleitt í kringum 1:4000.

Það er ekki að ástæðulausu að öll high end lcd sjónvörp frá samsung og sony noti VA-panel. Það er ekki að ástæðulausu að öll sjónvörp með ips panel fá yfirleitt slæma dóma frá gagnrýnendum.

Bara svona svo þú fylgir því hvað þú ert að segja. Contrast skiptir öllu, plasma hefur betri contrast en LCD, en svo mælir þú með LCD. Frekar kaldhæðið.
IPS sjónvörp fá vonda dóma... er ekki heimabíósjónvarp evrópu einmitt IPS, greinilegt að fólkið sem hefur lífsviðurværi sitt af þessum hlutum veit ekki neitt. Og þá heldur ekki fólkið sem framleiðir bíómyndirnar sem á að horfa á, þó gæðayfirfærsla myndanna fari fram á IPS skjám eru þeir klárlega ekki nógu góður þegar kemur að því að horfa á sjálfa myndina.

Ég veit ekki hver heilaþvoði þig með að VA sé nýja tæknin sem leysi öll vandamál heimsins, og að aðra tækni skuli tala niður, jafnvel með ósannindum. En þeir virðast hafa gert það vel, valblindnin hér er af ótrúlegum hæðum... ég vona bara, hún smitist ekki.



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 46" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf hjalti8 » Sun 10. Nóv 2013 16:28

mind skrifaði:Bara svona svo þú fylgir því hvað þú ert að segja. Contrast skiptir öllu


Við þær aðstæður sem ég nefndi þá skiptir contrast MJÖG MIKLU já.

mind skrifaði:plasma hefur betri contrast en LCD, en svo mælir þú með LCD. Frekar kaldhæðið.

50 tommu ST60 kostar 330k í heimilistækjum sem er töluvert yfir budget. Svo hefur ST60 líka slæmt input lag ofl ókosti miðað við sony tækið þó svo að myndgæðin séu klikkuð.

mind skrifaði:IPS sjónvörp fá vonda dóma... er ekki heimabíósjónvarp evrópu einmitt IPS, greinilegt að fólkið sem hefur lífsviðurværi sitt af þessum hlutum veit ekki neitt.

ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um eisa awards? Ég hef alltaf tekið meira mark á gagnrýnendum sem koma með málefnalega gagnrýni en ekki bara eitt stykki stimpil.
En það vill svo til að panasonic ZT60 er PLASMA sjónvarp en ekki lcd tæki og það fékk þessi verðlaun í ár..

mind skrifaði:Og þá heldur ekki fólkið sem framleiðir bíómyndirnar sem á að horfa á, þó gæðayfirfærsla myndanna fari fram á IPS skjám eru þeir klárlega ekki nógu góður þegar kemur að því að horfa á sjálfa myndina.

Nú erum við ekki lengur að tala um sjónvörp heldur pro-myndvinnslu. Það er alveg rétt hjá þér að það er hægt að fá sér IPS skjái sem henta mjög vel í myndvinnslu(þegar þeir eru calibrate-aðir) en það breytir því ekki að þeir hafa allir lélegan contrast og lélegt black level.

mind skrifaði:Ég veit ekki hver heilaþvoði þig með að VA sé nýja tæknin sem leysi öll vandamál heimsins

Ég sagði aldrei að VA-panelar væru fullkomnir, langt því frá, eina sem ég sagði var að þeir henta betur í sjónvörp við ákveðnar aðstæður.

mind skrifaði:jafnvel með ósannindum.

hvað hef ég sagt um ips panel-a sem er ósatt?



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf audiophile » Sun 10. Nóv 2013 16:35

Þetta er samt ekki spurning um hvort VA skjár eða IPS sé betra, heldur hvað fólki finnst koma betur á sjónvarpinu þeirra. Persónulega hef ég ekkert á móti IPS í tölvuskjám og hvað þá hágæða IPS myndvinnsluskjám. Aftur á móti finnst mér VA henta betur í sjónvörp þar sem það nær mun betri contrast og black level en IPS nær. Það er bara staðreynd og er mælanleg eins og gert er í flestum vönduðum umfjöllunum á sjónvörpum.

Það er líka staðreynd að Plasma nær betri contrast og black levels en LCD LED. Plasma bara hentar ekki öllum heimilum og öruggara val er LED. Þar sem Plasma er á útleið er vonin bundin við OLED sem sameinar kosti Plasma og LED.

Mæi með að þið farið í Elko og skoðið muninn á Samsung, Sony, Panasonic, LG og Philips og metið hvað ykkur finnst koma best út. Grundig og Toshiba nota einnig VA panela.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 46" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf mind » Sun 10. Nóv 2013 18:34

hjalti8 skrifaði:
mind skrifaði:Og þá heldur ekki fólkið sem framleiðir bíómyndirnar sem á að horfa á, þó gæðayfirfærsla myndanna fari fram á IPS skjám eru þeir klárlega ekki nógu góður þegar kemur að því að horfa á sjálfa myndina.

Nú erum við ekki lengur að tala um sjónvörp heldur pro-myndvinnslu. Það er alveg rétt hjá þér að það er hægt að fá sér IPS skjái sem henta mjög vel í myndvinnslu(þegar þeir eru calibrate-aðir) en það breytir því ekki að þeir hafa allir lélegan contrast og lélegt black level.

Segðu mér, ef þetta er svona lélegt, afhverju notar kvikmyndaiðnaðurinn þetta þá?



Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 46" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf hjalti8 » Sun 10. Nóv 2013 20:00

mind skrifaði:
hjalti8 skrifaði:
mind skrifaði:Og þá heldur ekki fólkið sem framleiðir bíómyndirnar sem á að horfa á, þó gæðayfirfærsla myndanna fari fram á IPS skjám eru þeir klárlega ekki nógu góður þegar kemur að því að horfa á sjálfa myndina.

Nú erum við ekki lengur að tala um sjónvörp heldur pro-myndvinnslu. Það er alveg rétt hjá þér að það er hægt að fá sér IPS skjái sem henta mjög vel í myndvinnslu(þegar þeir eru calibrate-aðir) en það breytir því ekki að þeir hafa allir lélegan contrast og lélegt black level.

Segðu mér, ef þetta er svona lélegt, afhverju notar kvikmyndaiðnaðurinn þetta þá?


einu lcd panel-arnir sem koma til greina eru TN,VA eða IPS. TN skjáir eru glataðir í flestu nema response time svo þeir koma ekki til greina.

og ástæðan fyrir að VA panels koma ekki til greina er þessi: (VA-panel review tekið af tftcentral.co.uk, mjög góð síða!)

tftcentral.co.uk skrifaði:Viewing angles were not as wide as IPS or PLS panels as you might expect given this is an MVA matrix. They were not too bad though compared with a lot of other VA panels out there which was pleasing. The contrast shifts were evident here from wider angles, but there was very little colour tone shift thankfully which is far more noticeable on most other VA panels. Being VA based the panel did suffer from the off-centre contrast shift you will see from these technology panels. If you view a very dark grey image with a black background head on, the grey content is lost in the image and appears black. Only as you move your line of sight slightly away from a head on central field of view does the grey content appear again. This is common of all VA matrices, and is one of the reasons why IPS is so popular for colour critical work. It should be noted that not everyone would even see this issue or be bothered by it.

http://www.tftcentral.co.uk/reviews/eizo_fg2421.htm



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf mind » Sun 10. Nóv 2013 21:08

Nú skil ég loksins, IPS hefur nógu gott contrast og black level fyrir grafíska vinnslu þar sem litir eru mikilvægir, eins og t.d. í bíómyndum. En IPS hefur frekar lélegt contrast og black level svo það er ekki gott til að t.d. horfa á bíómyndir.



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf Swooper » Mán 11. Nóv 2013 00:22

Fór í Elko í dag og skoðaði Phillips, Samsung og Sony tæki. Samsung var greinilega með dýpri svartan og bjartari liti - stundum eiginlega óþægilega bjarta reyndar, gaurinn sem afgreiddi mig sagðist eiga Samsung sjónvarp sjálfur og að hann notaði alltaf einhverja Movie Mode stillingu til að smootha út litina aðeins. Tók hins vegar líka eftir því að hröð hreyfing kom ekki sérstaklega vel út í neinu af tækjunum í þessum verðflokki, sem pirraði mig smá. Stefni á að kíkja í Heimilistæki á morgun eftir vinnu og skoða úrvalið þar...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf hjalti8 » Mán 11. Nóv 2013 00:53

Swooper skrifaði:Samsung var greinilega með dýpri svartan og bjartari liti - stundum eiginlega óþægilega bjarta reyndar

Oft eru þessir sölumenn með brightness stillt í botn á þessum sýningartækjum þar sem margir hugsa bara brighter = better.


Mundu svo bara að sjónvörp geta performað allt öðruvísi í lítilli birtu heldur en í vel lýstum sýningarsölum :happy



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf Swooper » Fös 15. Nóv 2013 14:39

Smá update bara... Heimilistæki eiga von á nýrri sendingu af Panasonic plasmatækjum í lok næstu viku, og mér var sagt að þau gætu lækkað eitthvað í verði (frá 330k sem þau eru á núna). Ef þau detta undir 300k eru ágætis líkur á að ég skelli mér á eitt þannig, þó það fari aðeins yfir upphaflegt budget.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf svanur08 » Fös 15. Nóv 2013 16:21

Swooper skrifaði:Smá update bara... Heimilistæki eiga von á nýrri sendingu af Panasonic plasmatækjum í lok næstu viku, og mér var sagt að þau gætu lækkað eitthvað í verði (frá 330k sem þau eru á núna). Ef þau detta undir 300k eru ágætis líkur á að ég skelli mér á eitt þannig, þó það fari aðeins yfir upphaflegt budget.


Sérð ekki eftir því að fá þér Panasonic Plasma.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf Swooper » Lau 23. Nóv 2013 16:23

Jæja, ég er loksins búinn að fjárfesta. Plasma tækin lækkuðu ekkert í Heimilistækjum, en svo auglýsti Sjónvarpsmiðstöðin sama tæki á 300 þúsund í Fréttablaðinu í dag svo ég stökk á það bara. :megasmile

Takk fyrir ráðgjöfina, þið sem póstuðuð í þræðinum!


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf svanur08 » Lau 23. Nóv 2013 18:11

Hvaða sjónvarp er það sem þú fékkst þér?


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf Swooper » Sun 24. Nóv 2013 02:37

svanur08 skrifaði:Hvaða sjónvarp er það sem þú fékkst þér?

Þetta. :)


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6383
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 461
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf worghal » Sun 24. Nóv 2013 04:00

Swooper skrifaði:
svanur08 skrifaði:Hvaða sjónvarp er það sem þú fékkst þér?

Þetta. :)

panasonic plasmi, djöfull líst mér vel á þig! :D
til hamingju =D>


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 46-50" sjónvarp - hvað skal velja?

Pósturaf Swooper » Sun 24. Nóv 2013 23:30

Jæja, græjan komin upp á vegg og í gang... þá þarf ég bara að fara að redda mér meira HD myndefni til að glápa á... :lol: Svo er það media centre tölva næst... :-k


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1