hjalti8 skrifaði:mjög líklegt að þetta sjónvarp sé með slappan ips panel(ekki 100% viss samt, en flest philips sjónvörp nota ips panel, nema kannski 2013 top línan frá þeim). Örugglega allt í lagi sjónvarp til að horfa á í mikilli birtu en ef þú ætlar að horfa á bíomyndir í lítilli birtu mæli ég með að þú finnir eitthvað samsung tæki með VA-panel, þau eru á svipuðu verði og þetta tæki í elko og örugglega fleiri stöðum
mæli með því að þú lesir reviews á hdtvtest.co.uk , svo er avforums.com líka með ágæt reviews.
Veit ekki hverjum dettur í hug að 350þús króna sjónvarp komi með "slöppu" paneli, hvað þá að gefa í skyn að IPS sé annars flokks tækni sem einhvernmeginn henti illa í notkun í lítilli birtu. Hér er um að ræða standardinn þegar kemur að raunlitum og víðum sjónarhornum. Þá má alveg eins segja að Ferrari henti frekar illa til kappaksturs, þeir séu bara of rauðir.
Fyrir þráðarhöfund.
Ekki viss hver vondi kallinn á að vera í þessu sjónvarpi sem þú hlekkjaðir, horfði á bíómynd í nýju svoleiðis fyrir réttsvo viku síðan og gat ekki fundið að neinu. Kannski er sumum illa við Edge-lit tæknina, eðlilega hefur það mögulega ókosti að láta sterkari lýsingu til hliðanna frekar en jafnari lýsingu yfir allt bakið. En ég sit nú fyrir framan tvo Samsung tölvuskjái sem eru ekki Edge-lit, báðir blæða þeir, og annar er dýrari en sjónvarpið. Væri rosalega auðvelt að byrja kvarta yfir vanköntum skjásins, en í raun þá er þetta meira staða tækninnar og ófullkomnusta fjöldaframleiðslu.
Það er alltaf varasamt þegar byrjar að sjá í það að fylgifiskur grunntæknis eru bornir fram í formi galla, sem einungis og galdrarlega hrjáir bara suma framleiðendur en ekki aðra. Ef bent væri á ókosti allra sjónvarpanna myndi það eflaust eyðileggja alla reynsluna fyrir þig við að kaupa glænýtt sjónvarp. Þú værir bara pæla í því hvort þú hefðir hitt á gott eintak, áttirðu að fá þér nokkrum tommum stærra, eða týpuna fyrir ofan, hikstar myndin, hvernig er upscalið o.s.f.
Sjónvarpskaup eru svakalega persónubundin, með því koma sterkar skoðanir og því miður mjög oft viljinn til að aðrir kaupi sama sjónvarp til að staðfesta rétt val viðkomandi. Þessvegna er svo mikilvægt að fara á rúntinn á staðina án þess að vera pæla í stykkorðum eða tölum, bara hvaða sjónvarp líst manni vel á. Þú munt vera manneskjan sem lifir með valinu og situr í sófanum, og ég get lofað þér því eftir nokkra mánuði verður þér alveg sama hversu gasilljón miklu sjónvarpið nær í skerpu eða að það sé með þúsund stöðva minni.
Fyrir upphæðina sem þú ert með er gott sem ógerlegt að finna eitthvað sem þú yrðir raunverulega óánægður með. Einu tveir hlutirnir sem munu skipta máli eftir smá tíma eru
1) Finnst mér gott að horfa á það
2) Lítur það vel út