littli-Jake skrifaði:Þetta er náttúrulega bara rugl að láta kortið runa á þessum hita. Getur vel verið að það fari ekkert illa með kortið sjálft en ég kæri mig ekkert um að vera með íhlut í kassanum hjá mér sem nálgast suðumark. vatns Þessi hiti á eftir að smitast til annara íhluta. Svo ekki sé minst á hávaðann.
Mér líst rosalega vel á specsana á þessu korti. Væri flott uppfærlsa hvað varðar afköst en þennan hita og hávaða kæri ég mig ekki um í mínum turni. Krossa fingur og vona að Gigabyte komi með einhverja alvöru úrlausn. Dauðlangar í þetta kort.
Þú gerir þér grein fyrir því að loftið blæs út úr kassanum, að aftan. Hugsanlega hækkar þetta hitann eitthvað í turninum, en aldrei meira en um örfáar gráður og minna með góðu flæði. Þetta er ekki eitthvað sem mun hafa áhrif á búnaðinn.
Mér finnst ótrúlega fyndið að þegar nVidia gaf út Fermi og var að sýna nákvæmlega sömu hitatölur, að nVidia aðdáendur breyttust í hina öflugustu lögfræðinga og komu með þvílík rök til að verja nVidia frá mönnum sem voru að koma með gagnrýni, núna þegar leikurinn hefur snúist við koma þessir sömu nVidia menn með fáranlegustu rök sem hægt er að ímynda sér af hverju þessar hitatölur séu út í hött. (þetta á ekki við um þig little-jake, þó þetta commend hafi alls ekkert ólíkt sumu af því sem menn voru að nefna á OCN.
)
Eina sem ég sé fráhrindandi við þetta kort og ástæðan af hverju
ég myndi aldrei kaupa það er sú staðreynd að það sé
hávært, ég vill hafa mína vél það hljóðláta að ef fluga myndi prumpa í hinum endanum á herberginu að vildi ég geta heyrt það.