Þetta er illa fyndin umræða, að halda því fram að Apple sé að fara á hausinn því þeir ætla ekki að setja 20 kjarna örgjörva og GTX Titan í Iphone 5s ásamt því að stækka skjáinn í 12 tommur með 4K upplausn
90% af kúnnahópi Apple sem kaupa Iphone gætu ekki verið meira sama, HTC one, S4 og þeir símar eru alltof stórir að margra mati og Iphone 4-5 er mjög hentug stærð fyrir alla.
- Síminn þarf að vera vandaður, engar plasthliðar sem fólk getur plokkað af, gler og málmar er vinsælt
- Verðið þarf að vera Premium og supply og demand einnig, þar sem það er ákveðin status að vera fyrstur með nýjasta Iphone símann og helst áður en hann fer í sölu hér
- Einfalt stýrikerfi sem hvorki er hægt að fikta í né gera eitthvað af sér.
PC nördar eins og við á Vaktinni sem leita að ákveðnum fídusum í símum er ekki kúnnahópur Apple og þeim er allveg sama miðað við hvernig Iphone selst, það þarf bara að koma nýr Iphone til að hann seljist, þarf ekkert að breytast eða uppfærast eins og staðan er á honum í dag.
Vil taka það fram að ég er Android maður eftir að hafa skipt úr Iphone 2 í 3GS og þaðan í Galaxy S2 og svo í LG nexus núna, ég vil geta skipt um batterý, smellt SD korti í símann, unnið í símanum í gegnum PC líkt og harðan disk þar sem allar möppur liggja fyrir manni, frekar en að neyða mig í að nota Itunes sem leyfir manni ekkert og hreinsar símann manns í hvert skipti sem maður stingur honum við Itunes
Ég mæli með Iphone fyrir ömmu og afa, mömmu og pabba og tækniheft fólk undir fertugt, því það kemur ekki til mín og spyr hvar SD kortið fari í eða hvernig best sé að gera hitt og þetta, það notar símann, SMS, veður, skipuleggjara og tölvupóst í vönduðum síma sem þægilegt er að nota
Og það er akkúrat það sem Apple gerir