Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.


Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Snorrmund » Þri 13. Ágú 2013 03:06

Sælir, er með Galaxy S2 sem er að mig minnir 5 mánaða gamall. Hann tók upp á því um daginn að halda stundum að hann væri í hleðslu.
Þ.e. kom hleðslumerki á batteríið á símanum með tilheyrandi hljóði og svo datt hann yfir í eðlilegt ástand eftir hálfa sekúndu, og aftur í hleðslu eftir hálfa sekúndu c.a. þannig að merkið á skjánum "blikkaði" og var nánast stanslaust hljóð í símanum því hann hélt alltaf að hann væri nýbúinn að vera tengdur í hleðslu :S Vonandi skiljiði hvað ég meina. Þetta gerist stundum og þá hagar hann sér svona þangað til ég set hann í hleðslu og tek hann úr hleðslu. Einnig er síminn stundum tregur til að taka hleðslu og ef ég tengi hann með usb kapli við tölvuna mína þá kemur alltaf "device not recognized"

Hef googlað mig aðeins til um þetta og það virðist vera tvennt í stöðunni, annað hvort er tengið fullt af skít, eða þá að tengið eða kapallinn frá tengi eru í ruglinu. Ég er búinn að hafa samband við símann þar sem að ég kemst ekki með símann í viðgerð til þeirra fyrrenn eftir amk 2 vikur. Þeir vilja meina að það séu meiri líkur á að tengið sé eitthvað skemmt og segja að það falli ekki undir ábyrgð, geta samt ekkert sagt mér neitt með 100% fullvissu þar sem að þeir hafa ekki fengið símann í hendurnar til skoðunar. En þá eru tveir hlutir sem mig langaði að vita:

    1. Ef að tengið eða kapallinn frá tenginu er farinn eftir 5 mánuði á síma sem að mér finnst alls ekki vera mikið notaður á þessum 5 mánuðum, er ekkert óeðlilegt við það að þetta falli ekki undir ábyrgð? Hef sjálfur aldrei farið neitt sérstaklega illa með tengið, bara stungið honum í hleðslu með hleðslutækinu sem fylgdi með og annaðslagið tengt hann við tölvu með usb kapli.
    2. Ef að ég þríf tengið eins og nokkur myndbönd á youtube sýna, annarsvegar með því að reyna að plokka drulluna upp úr tenginu með nál eða nota lítinn bursta og spritt til að hreinsa tengið, klúðra ég þá ábyrgðinni(ef að þetta fellur undir ábyrgð þeas..) Væri skemmtilegt ef að maður gæti reddað símanum núna og þurfa ekki að bíða í þessar 2 vikur eftir því að hann komist í lag.

Öll hjálp vel þeginn :)




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Vaski » Þri 13. Ágú 2013 10:48

kíkja á http://www.unlock.is

Ég lent í vandræðum með microusb tengið á mínum S2 og það kostaði 5000 hjá unlock að skipta því út, fór með síman á föstudegi og náði í hann á mánudegi.

viewtopic.php?f=73&t=56133




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Snorrmund » Þri 13. Ágú 2013 12:22

Snilld, gott að vita af þeim. Annars ætlaði ég svosum fyrst að láta reyna á ábyrgðina. Reyndir þú eitthvað að fá þetta útúr ábyrgð? Ef þú gerðir það, hvernig gekk það ?




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Vaski » Þri 13. Ágú 2013 13:53

ég reyndi ekkert á ábyrgð, þannig gangi þér bara vel með það.



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Swooper » Þri 13. Ágú 2013 14:20

Vaski skrifaði:kíkja á http://www.unlock.is

Ég lent í vandræðum með microusb tengið á mínum S2 og það kostaði 5000 hjá unlock að skipta því út, fór með síman á föstudegi og náði í hann á mánudegi.

viewtopic.php?f=73&t=56133

Nákvæmlega sama hér, nema það var held ég mánudagur til fimmtudags. :P Þetta er ótrúlega algengt vandamál með S2 og önnur Samsung tæki af svipuðum tíma (Note t.d.).


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf biturk » Þri 13. Ágú 2013 19:58

Èg pantaði mitt af ebay og skipti um sjálfur, ekki mikið mál ef þú ferð þèr rólega

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf GTi » Þri 13. Ágú 2013 20:19

Þetta er búið að vera smá vesen hjá mér líka. Hann hleður þó enn hjá mér en stundum sambandsleysi. Þetta kostar 8 dollara og það tekur 10 mín að skipta um þetta. Margoft tekið svona úr og sett í þegar ég hef verið að skipta um skjáinn.

Er að hugsa um að panta eitt svona frá Kína og setja í símann þar sem ég var að panta enn einn skjáinn í dag.




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Snorrmund » Mið 14. Ágú 2013 00:45

@biturk, ég var einmtitt búinn að spá í því líka, þ.e. að gera þetta sjálfur bara.
Þarf maður eitthvað að huga að því frá hverjum maður kaupir þetta þegar maður er að taka þetta frá ebay ? Var búinn að finna þetta og er svona næstum á því að panta þetta bara, ætla bíða aðeins og gá hvað síminn segir um ábyrgðina. Annnars m.v. myndbönd á youtube þá lýtur nú út fyrir að vera skíteinfalt að skipta um þetta sjálfur bara.




GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf GTi » Mið 14. Ágú 2013 22:13

Ég myndi allavega treysta því að panta frá þessum. Hann er með gott feedback og margar sölur.
Ég pantaði þetta. En það var bara vegna þess að hann átti alla partana sem mig vantaði í símann.




Höfundur
Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Snorrmund » Fös 16. Ágú 2013 02:16

Algjör snilld, takk kærlega fyrir öll svörin. Nú er það bara að bíða og sjá til hvað þeir hjá Símanum segja!




ralli
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 22:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf ralli » Mán 09. Sep 2013 14:22

Lenti í þessu sama með síma sem er enn í ábyrgð og fór með símann í viðgerð hjá Nova
Það var hringt í konuna mína og sagt að þetta væri rakaskemmd,og spurt hvort þeir ættu að gera við símann sem myndi kosta 7500 kr,og hún sagði bara já.
Hálftíma seinna hringdi ég í Nova og var ekki sáttur við að þetta væri afgreitt sem rakaskemmd og þeir ætluðu að senda mér myndir af tenginu.
Svo var hringt eftir ca. hálftíma og mér tjáð að þar sem það væri búið að gera við símann,þá væri ekki hægt að senda myndir af tenginu og ég þyrfti að borga eða þau gætu skipt út tenginu og sett bilað tengi í aftur.



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf Swooper » Mán 09. Sep 2013 14:57

Kjaftæði að þetta hafi verið rakaskemmd, það var hellingur af S2 og Note 1 seldur með gölluðum microUSB tengjum...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


ralli
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mán 16. Jan 2012 22:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Microusb tengi á Galaxy S2 bilað.

Pósturaf ralli » Mið 11. Sep 2013 16:22

Ég fékk símann samt ekki afhentann fyrr en 2 dögum seinna og samkvæmt þjónustuaðilanum hjá Nova að þá geta símarnir orðið fyrir rakaskemmdum við að vera í vasanum hjá manni úti í mikilli rigningu,
og eins ef þú geymir símann úti í gluggakistu.