Þ.e. kom hleðslumerki á batteríið á símanum með tilheyrandi hljóði og svo datt hann yfir í eðlilegt ástand eftir hálfa sekúndu, og aftur í hleðslu eftir hálfa sekúndu c.a. þannig að merkið á skjánum "blikkaði" og var nánast stanslaust hljóð í símanum því hann hélt alltaf að hann væri nýbúinn að vera tengdur í hleðslu :S Vonandi skiljiði hvað ég meina. Þetta gerist stundum og þá hagar hann sér svona þangað til ég set hann í hleðslu og tek hann úr hleðslu. Einnig er síminn stundum tregur til að taka hleðslu og ef ég tengi hann með usb kapli við tölvuna mína þá kemur alltaf "device not recognized"
Hef googlað mig aðeins til um þetta og það virðist vera tvennt í stöðunni, annað hvort er tengið fullt af skít, eða þá að tengið eða kapallinn frá tengi eru í ruglinu. Ég er búinn að hafa samband við símann þar sem að ég kemst ekki með símann í viðgerð til þeirra fyrrenn eftir amk 2 vikur. Þeir vilja meina að það séu meiri líkur á að tengið sé eitthvað skemmt og segja að það falli ekki undir ábyrgð, geta samt ekkert sagt mér neitt með 100% fullvissu þar sem að þeir hafa ekki fengið símann í hendurnar til skoðunar. En þá eru tveir hlutir sem mig langaði að vita:
- 1. Ef að tengið eða kapallinn frá tenginu er farinn eftir 5 mánuði á síma sem að mér finnst alls ekki vera mikið notaður á þessum 5 mánuðum, er ekkert óeðlilegt við það að þetta falli ekki undir ábyrgð? Hef sjálfur aldrei farið neitt sérstaklega illa með tengið, bara stungið honum í hleðslu með hleðslutækinu sem fylgdi með og annaðslagið tengt hann við tölvu með usb kapli.
2. Ef að ég þríf tengið eins og nokkur myndbönd á youtube sýna, annarsvegar með því að reyna að plokka drulluna upp úr tenginu með nál eða nota lítinn bursta og spritt til að hreinsa tengið, klúðra ég þá ábyrgðinni(ef að þetta fellur undir ábyrgð þeas..) Væri skemmtilegt ef að maður gæti reddað símanum núna og þurfa ekki að bíða í þessar 2 vikur eftir því að hann komist í lag.
Öll hjálp vel þeginn