Bjosep skrifaði:laemingi skrifaði:Það má hækka örorkubætur en þá á móti á að sigta út svona helminginn af þeim sem teljast öryrkjar í dag. Það eru svo margir sem eru á fullum örorkubætum en eru stálhraustir einstaklingar. Eins og kerfið er í dag er minnsta málið að komast inn á öryrkjabæturnar ef manni langar til.
Nú má kannski til gamans geta að margir af þeim sem þú telur vera stálhrausta geta verið með einhvern "ósýnilegan" sjúkdóm og eru þess vegna metnir á örorku þess vegna.
Ég veit hins vegar um dæmi af einhentum manni sem var í mati og læknirinn var mjög tregur til þess að samþykkja það að honum væri ómögulegt að lyfta kössum upp í hillur.
Já, það er aldrei hægt að alhæfa neitt (lesist í kaldhæðni).
Ég er með nokkur dæmi í kringum mig þar sem dópistar, (ekki sprautufíklar samt), hafa komið sér í öryrkja-kerfið. Þar á meðal eitt par sem nýta sér íbúð úr félagslega kerfinu, fá 48.000kr í húsaleigubætur, fara í kirkjur aðra hverja viku að sníkja 10.000kr bónuskort ásamt fleiri hjálparstofnunum, fá rítalín áskrifað frá lækni í massavís og selja/neyta, og margt í þessum dúr. Þau vakna snemma, fara í sund á hverjum morgni og hreyfa sig. Þau leyfa sér meira en flestir í millistéttinni leyfa sér og eru áskrifandi af dópinu sínu frá lækni.
Þetta er fullkomið dæmi um að fólki getur liðið það vel á öryrkjabótum að því dettur ekki í hug að fara á vinnumarkaðinn.
Ég vill alls ekki hækka bæturnar þegar svona fólk er á bótum.
Þeir sem eru ekki háskólamenntaðir, til dæmis maður sem vinnur á lager með tilheyrandi yfirvinnu og konan hans sem vinnur á leikskóla, hafa sömu ef ekki minni tekjur en öryrkjar og það gengur engan vegin þegar tiltölulega heilbrigðir einstaklingar geta auðveldlega svikið sig inn í kerfið.
PS. Mér finnst að "alvöru" öryrkjar sem ekki geta unnið ættu að fá hærri tekjur.