Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf AntiTrust » Fös 31. Maí 2013 22:23

GrimurD skrifaði:Allar breytingarnar hjá vodafone komnar inná http://www.vodafone.is/breytingar

EDIT: Var að taka eftir þessari skilmálabreytingu:
Fari viðskiptavinur yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone sér rétt til að bæta við aukaniðurhali,
allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna
aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal þriðja
aukaniðurhalspakkans klárast áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á nettengingunni.
Ef upphal viðskiptavinar verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur
Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil.


Kvóta kærustuna mína, komment (sem ég er 110% sammála) sem hún setti inn á vegginn á Facebook síðu Vodafone:

Nú get ég ekki setið á mér. Ég get ekki lýst því hversu óánægður og svekktur viðskiptavinur ég er yfir því að þið séuð að fara 'Tal' leiðina í viðbótargagnamagninu. Verðhækkanir skil ég. Að mæla erlent upload skil ég líka, þetta er allt traffík í gegnum sæstrengi og ég veit það vel að sú traffík er ekki ókeypis fyrir fjarskiptafyrirtæki. En að þið séuð að gefa ykkur það bessaleyfi að bæta við niðurhali hjá mér, ekki einu sinni, ekki í tvígang - heldur í þrígang, og þar með skapa þann möguleika að nær tvöfalda þá mánaðarlegu greiðslu sem ég er búinn að skrá mig fyrir, er svo langt út fyrir öll velsæmismörk að mér fallast hendur. Þetta er eins nálægt því að féfletta fólk löglega(?) og það gerist. Verði þetta aggressíva viðbótarniðurhal ekki valkvæmt, mun ég bæði leita álits neytendastofu og PFS, sem og hiklaust færa mig og mínar þjónustur annað.




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Vaktari » Fös 31. Maí 2013 22:32

Það er enginn að neyða neinn í að fá þetta sjálfvirka niðurhal. Þeir sem eru hjá vodafone hljóta að geta beðið um að þau fái ekki viðbótar gagnamagn sjálfkrafa á tengingarnar síðan.
Hjá Tal t.d. veit ég að það var tilkynnt öllum það að þessu sjálfvirku pakkar myndu taka gildi og þeir sem eru með netið þar gátu ráðið hvort þeir takið við þessum pökkum sjálfkrafa eða ekki.

Síminn að ég held hefur alltaf verið með þessa sjálfvirku niðurhalspakka að ég held á sínum tengingum.

En get svosem vel skilið að allir séu ekki sáttir við svona breytingar en þetta á víst að vera í lagi ef þetta er tilkynnt um mánuði fyrir breytingu.
Hlítur nú einhver sem starfar hjá vodafone að geta svarað þeirr spurning hvort fólk geti verið með sjálfvirkt niðurhal eða ekki.
Síðast breytt af Vaktari á Fös 31. Maí 2013 22:38, breytt samtals 2 sinnum.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf AntiTrust » Fös 31. Maí 2013 22:36

Vaktari skrifaði:Það er enginn að neyða neinn í að fá þetta sjálfvirka niðurhal. Þeir sem eru hjá vodafone hljóta að geta beðið um að þau fái ekki viðbótar gagnamagn sjálfkrafa á tengingarnar síðan.
Hjá Tal t.d. veit ég að það var tilkynnt öllum það að þessu sjálfvirku pakkar myndu taka gildi og þeir sem eru með netið þar gátu ráðið hvort þeir takið við þessum pökkum sjálfkrafa eða ekki.

Síminn að ég held hefur alltaf verið með þessa sjálfvirku niðurhalspakka að ég held á sínum tengingum.


Það er þá hvergi tekið fram amk í nýju skilmálunum. Ef þetta er valkvæmt, no harm no foul. Ef ekki, erum við farin með okkar viðskipti annað, klárt mál.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Viktor » Fös 31. Maí 2013 22:38

Vaktari skrifaði:Það er enginn að neyða neinn í að fá þetta sjálfvirka niðurhal. Þeir sem eru hjá vodafone hljóta að geta beðið um að þau fái ekki viðbótar gagnamagn sjálfkrafa á tengingarnar síðan.
Hjá Tal t.d. veit ég að það var tilkynnt öllum það að þessu sjálfvirku pakkar myndu taka gildi og þeir sem eru með netið þar gátu ráðið hvort þeir takið við þessum pökkum sjálfkrafa eða ekki.

Síminn að ég held hefur alltaf verið með þessa sjálfvirku niðurhalspakka að ég held á sínum tengingum.


Þeir eru að segja að þeir ælti að bæta allt að 5100 kr. við reikninginn sjálfkrafa.

Vodafone mun frá 1. júlí 2013 breyta áherslum í þjónustu við viðskiptavini sem klára innifalið erlent
niðurhal internetáskriftar sinnar. Hingað til hefur verið dregið úr hraða á tengingunni þar til keypt
hefur verið viðbótarniðurhal, en það fyrirkomulag hefur oft valdið viðskiptavinum óþægindum. Eftir
breytinguna verður 10 GB erlendu niðurhali bætt sjálfkrafa við þegar innifalið erlent niðurhal klárast.

Greitt er fyrir viðbótarniðurhalið skv. gildandi verðskrá og gjaldfærist það á næsta reikning.
Að hámarki getur sjálfvirkt viðbótarniðurhal orðið 30 GB á mánuði, þ.e. þrjár sjálfvirkar áfyllingar. Ef
þær eru fullnýttar er dregið úr hraða á erlendu niðurhali fram til mánaðarmóta eða þar til
viðskiptavinur pantar sjálfur viðbótarniðurhal.

Vodafone sendir tilkynningu með tölvupósti til viðskiptavina þegar 80% eru búin af mánaðarlegu
erlendu niðurhali og einnig þegar hámarkinu er náð og viðbótarniðurhali hefur verið bætt við. Við
hvetjum því viðskiptavini til að tryggja að rétt netfang sé skráð fyrir tilkynningunni. Á slóðinni
vodafone.is/nidurhal er einnig ítarlegt yfirlit yfir erlent niðurhal mánaðarins.
Samhliða þessum breytingum eykst innifalið erlent niðurhal á flestum netþjónustuleiðum Vodafone
um 10 til 20 GB. Hagkvæmast er að vera á þjónustuleið sem dugar að jafnaði fyrir hefðbundna
netnotkun heimilisins og því hvetjum við viðskiptavini til að velja þjónustuleið í samræmi við notkun.
Á mínum síðum á Vodafone.is má skoða netnotkun síðustu mánaða og skipta um þjónustuleið.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Vaktari » Fös 31. Maí 2013 22:39

Sallarólegur skrifaði:
Vaktari skrifaði:Það er enginn að neyða neinn í að fá þetta sjálfvirka niðurhal. Þeir sem eru hjá vodafone hljóta að geta beðið um að þau fái ekki viðbótar gagnamagn sjálfkrafa á tengingarnar síðan.
Hjá Tal t.d. veit ég að það var tilkynnt öllum það að þessu sjálfvirku pakkar myndu taka gildi og þeir sem eru með netið þar gátu ráðið hvort þeir takið við þessum pökkum sjálfkrafa eða ekki.

Síminn að ég held hefur alltaf verið með þessa sjálfvirku niðurhalspakka að ég held á sínum tengingum.


Þeir eru að segja að þeir ælti að bæta allt að 5100 kr. við reikninginn sjálfkrafa.

Vodafone mun frá 1. júlí 2013 breyta áherslum í þjónustu við viðskiptavini sem klára innifalið erlent
niðurhal internetáskriftar sinnar. Hingað til hefur verið dregið úr hraða á tengingunni þar til keypt
hefur verið viðbótarniðurhal, en það fyrirkomulag hefur oft valdið viðskiptavinum óþægindum. Eftir
breytinguna verður 10 GB erlendu niðurhali bætt sjálfkrafa við þegar innifalið erlent niðurhal klárast.

Greitt er fyrir viðbótarniðurhalið skv. gildandi verðskrá og gjaldfærist það á næsta reikning.
Að hámarki getur sjálfvirkt viðbótarniðurhal orðið 30 GB á mánuði, þ.e. þrjár sjálfvirkar áfyllingar. Ef
þær eru fullnýttar er dregið úr hraða á erlendu niðurhali fram til mánaðarmóta eða þar til
viðskiptavinur pantar sjálfur viðbótarniðurhal.

Vodafone sendir tilkynningu með tölvupósti til viðskiptavina þegar 80% eru búin af mánaðarlegu
erlendu niðurhali og einnig þegar hámarkinu er náð og viðbótarniðurhali hefur verið bætt við. Við
hvetjum því viðskiptavini til að tryggja að rétt netfang sé skráð fyrir tilkynningunni. Á slóðinni
vodafone.is/nidurhal er einnig ítarlegt yfirlit yfir erlent niðurhal mánaðarins.
Samhliða þessum breytingum eykst innifalið erlent niðurhal á flestum netþjónustuleiðum Vodafone
um 10 til 20 GB. Hagkvæmast er að vera á þjónustuleið sem dugar að jafnaði fyrir hefðbundna
netnotkun heimilisins og því hvetjum við viðskiptavini til að velja þjónustuleið í samræmi við notkun.
Á mínum síðum á Vodafone.is má skoða netnotkun síðustu mánaða og skipta um þjónustuleið.




Ef að það er ekki valmöguleiki á því að velja að vera ekki með þessa sjálfvirku pakka þá get ég vel skilið að fólk sé ekki sátt með þessa breytingu


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Manager1 » Lau 01. Jún 2013 00:16

Ég elska svona fyrirtækjatexta, hérna er búið að dulbúa sjálfvirka viðbótarniðurhalið sem meiri og betri þjónustu við viðskiptavinina þó svo að þetta komi til með að vera til ama fyrir langflesta, þar sem enginn þorir að fara nálægt efri mörkum á gagnamagninu til að eiga það ekki á hættu að fara yfir mörkin.

Vodafone mun frá 1. júlí 2013 breyta áherslum í þjónustu við viðskiptavini sem klára innifalið erlent
niðurhal internetáskriftar sinnar. Hingað til hefur verið dregið úr hraða á tengingunni þar til keypt
hefur verið viðbótarniðurhal, en það fyrirkomulag hefur oft valdið viðskiptavinum óþægindum. Eftir
breytinguna verður 10 GB erlendu niðurhali bætt sjálfkrafa við þegar innifalið erlent niðurhal klárast.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Viktor » Lau 01. Jún 2013 00:54

Manager1 skrifaði:Ég elska svona fyrirtækjatexta, hérna er búið að dulbúa sjálfvirka viðbótarniðurhalið sem meiri og betri þjónustu við viðskiptavinina þó svo að þetta komi til með að vera til ama fyrir langflesta, þar sem enginn þorir að fara nálægt efri mörkum á gagnamagninu til að eiga það ekki á hættu að fara yfir mörkin.

Vodafone mun frá 1. júlí 2013 breyta áherslum í þjónustu við viðskiptavini sem klára innifalið erlent
niðurhal internetáskriftar sinnar. Hingað til hefur verið dregið úr hraða á tengingunni þar til keypt
hefur verið viðbótarniðurhal, en það fyrirkomulag hefur oft valdið viðskiptavinum óþægindum. Eftir
breytinguna verður 10 GB erlendu niðurhali bætt sjálfkrafa við þegar innifalið erlent niðurhal klárast.


Gæti trúað því að 50% af símtölum í þjónustuver í enda mánaðar séu til þess að bæta við 10GB... þó þetta verði til ama fyrir einhverja, þá minnkar þetta álagið á þjónustuverið þar sem fólk er oft að bíða í 10-30 mínútur.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf AntiTrust » Lau 01. Jún 2013 00:59

M.v. þetta þá þarf ekki nema bara að gleyma e-rju autodownloadi í gangi yfir eina nótt og þá ertu kominn með auka 5100kr á reikninginn þinn. Það er fáránlegt.

Sallarólegur skrifaði:Gæti trúað því að 50% af símtölum í þjónustuver í enda mánaðar séu til þess að bæta við 10GB... þó þetta verði til ama fyrir einhverja, þá minnkar þetta álagið á þjónustuverið þar sem fólk er oft að bíða í 10-30 mínútur.


Það er reyndar alveg örugglega ekki svo stór prósenta, en burtséð frá því væri þetta allt annað ef það væri verið að bæta bara við 1x10GB, líkt og Síminn gerir. 1700kr vs 5100kr. Í öllum tilfellum á þetta að vera val viðskiptavinarins, hvort þetta viðbótargagnamagn eigi að vera automatískt eða ekki. Sum fyrirtækin ætla sér greinilega að vera miklir tækifærissinnar á kostnað viðskiptavina.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf lukkuláki » Lau 01. Jún 2013 12:29

Manager1 skrifaði:Ég elska svona fyrirtækjatexta, hérna er búið að dulbúa sjálfvirka viðbótarniðurhalið sem meiri og betri þjónustu við viðskiptavinina þó svo að þetta komi til með að vera til ama fyrir langflesta, þar sem enginn þorir að fara nálægt efri mörkum á gagnamagninu til að eiga það ekki á hættu að fara yfir mörkin.

Vodafone mun frá 1. júlí 2013 breyta áherslum í þjónustu við viðskiptavini sem klára innifalið erlent
niðurhal internetáskriftar sinnar. Hingað til hefur verið dregið úr hraða á tengingunni þar til keypt
hefur verið viðbótarniðurhal, en það fyrirkomulag hefur oft valdið viðskiptavinum óþægindum. Eftir
breytinguna verður 10 GB erlendu niðurhali bætt sjálfkrafa við þegar innifalið erlent niðurhal klárast.



Þetta er ekert sniðugt í því tilfelli sem niðurhalið klárast 30. eða 31. dag mánaðarins nema þessi 10 GB. færist yfir á nýja tímabilið sem ég stórefa.
Ég hef verið alveg við það að klára gagnamagnið en það hefur alltaf verið síðasta dag mánaðarins ég vil ekki fá +10GB fyrir nokkrar klst sem nýtast mér ekkert þegar nýja tímabilið hefst. :x


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf GuðjónR » Lau 01. Jún 2013 14:15

Vaktari skrifaði:Það er enginn að neyða neinn í að fá þetta sjálfvirka niðurhal. Þeir sem eru hjá vodafone hljóta að geta beðið um að þau fái ekki viðbótar gagnamagn sjálfkrafa á tengingarnar síðan.

Það á ekki að þurfa að biðja um það! Kúnninn á að biðja um að þá þessa þjónustu virkjaða ef hann vill hana af fyrra bragði.
Þeir geta látið nýja viðskiptavini skrifa undir svona skilmála, en ekki breytt gildandi skilmálum þannig að fólk sé sjálfkrafa að fá einhverja vöru eða þjónustu án þess að biðja um hana. Það er ekki löglegt að setja á þjónustu í áskrift og ætlast til þess að fólk sem aldrei bað um hana segji henni upp af fyrra bragði. Þetta ætti Vodafone að vera ljóst. Það virðist vera of mikið af EXCEL hausum í vinnu hjá þessu stóru fyrirtækjum.

Gamli Íslandssími var með svona dirty-trick á sínum tíma, var þar í þjónustu og fékk bréf þess efnis að það væri komin vírusvörn á email þjóninn þeirra og það væri komið mánaðargjald upp á kr. 1990.- fyrir það gjald átti pósturinn minn að vera vírusfrír.
Ef ég myndi ekki segja þessari nýju "þjónustu" upp þá myndi gjald fyrir hana koma á næsta greiðsluseðil.




verba
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 16:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf verba » Lau 01. Jún 2013 15:49

Þetta er í annað sinn á minna en ári sem þeir hækka allar verðskrár minnir mig. Og er 62% hækkun á HD myndlykli ekki fullmikið?



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Viktor » Fim 06. Jún 2013 21:13

verba skrifaði:Þetta er í annað sinn á minna en ári sem þeir hækka allar verðskrár minnir mig. Og er 62% hækkun á HD myndlykli ekki fullmikið?

Ætli þeir hafi ekki bara horft á verðskránna hjá Símanum til að miða við það, þar sem þetta eru einu fyrirtækin sem bjóða upp á VOD þjónustu. Plúsinn við það að vera með Vodafone lykill er sá að þú færð frían Digital Ísland lykil í kaupbæti.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Tesli » Fös 07. Jún 2013 01:08

Þið þurfið að fara að fá botn í það hvar best er að vera því ég þarf að sækja um nýja tengingu vegna flutninga á mánudag :?



Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf FuriousJoe » Fös 07. Jún 2013 01:24

Gaman að sjá að skýring Vodafone á hækkun séi vegna taps á erlendu dótturfyrirtæki vodafone.

S.s fyrirtæki sem vodafone rekur erlendis gengur illa, og það bitnar á íslenskum neytendum.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf DaRKSTaR » Fös 07. Jún 2013 01:53

FuriousJoe skrifaði:Gaman að sjá að skýring Vodafone á hækkun séi vegna taps á erlendu dótturfyrirtæki vodafone.

S.s fyrirtæki sem vodafone rekur erlendis gengur illa, og það bitnar á íslenskum neytendum.


veit ekki hvernig það ætti að geta haft einhver áhrif á þá.. meina það er ekki eins og þeir hefðu eitthvað gagn af því þarna úti þó að þeir fengu fullann 40 feta gám sendann af íslenskum krónum


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Fallout
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 03. Mar 2011 11:42
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Fallout » Mið 12. Jún 2013 18:27

Er að fara fá mér ljósleiðara í næsta mánuði þegar hann verður loksins tekinn í notkun í götunni minni, er með adsl hjá Tali núna og var að velta fyrir mér hvert það væri þá fljótlegast að taka ljósleiðarann hjá þeim? Annars var ég að spá í að taka sénsinn á hringiðunni eða hvað fynnst ykkur? hringiðan vs tal

Og er ekki málið að kaupa sér sinn eigin router og losna þannig við þetta leigugjald ?




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Vaktari » Mið 12. Jún 2013 18:47

Ef það er ekki box í íbúðini hjá þér, þá getur tekið um svona 3-4 vikur að fá box.

En annars hef ég ekki heyrt neitt af hringiðuni sjálfur.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


siggik
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf siggik » Mið 12. Jún 2013 19:29

auglýsing frá Nova ... 4g .. samkvæmt þeim er 4g 3x öflugra heldur en adslið mitt hjá voda, og ef ég myndi skipta yfir myndi ég spara mér sirka 1400kr..



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7543
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf rapport » Mið 12. Jún 2013 19:30

Ég hef haft veður af því að Vodafone sé að pæla í að breyta gjaldamódelinu hjá sér og rukka fyrir bæði upload og download a.m.k. í einhverjum tilfellum áskriftarleiðum.

Yrði það þá erlent upload eða er þá farið að telja innlenda uploadið?

Hefur einhver hér meira info um þetta?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf AntiTrust » Mið 12. Jún 2013 21:19

Skv. tilkynningu frá Vodafone þá byrja þeir að mæla erlent upload sama dag og verðbreytingarnar taka gildi.

Sent from my Nexus 4 using Tapatalk 4 Beta




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Tbot » Mið 12. Jún 2013 21:26

Vodaf..k er í eigu sjóða og einstaklinga sem vilja fá sína aura til baka og það hratt.

Mikið er nú gott að vera með disk, þannig að ég næ erlendum rásum eins og ég vill.
og ekkert Vod dótarý.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7543
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf rapport » Mið 12. Jún 2013 22:06

AntiTrust skrifaði:Skv. tilkynningu frá Vodafone þá byrja þeir að mæla erlent upload sama dag og verðbreytingarnar taka gildi.

Sent from my Nexus 4 using Tapatalk 4 Beta


WHAT!!!

Þetta er náttúrulega skandall...

Vá hvað ég er feginn að vera hjá Símanum.... nú fer að skapast markaður fyrir netveitur eins og í den tid...



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16529
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2122
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf GuðjónR » Mið 12. Jún 2013 22:08

AntiTrust skrifaði:Skv. tilkynningu frá Vodafone þá byrja þeir að mæla erlent upload sama dag og verðbreytingarnar taka gildi.

Fyrsta aprílgabb? uhhh..það er ekki fyrsti apríl.
Hvaða rugl er þetta??
:no



Skjámynd

Haffi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Lau 18. Okt 2003 12:31
Reputation: 4
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf Haffi » Mið 12. Jún 2013 22:33

Trúi ekki að þeir fari út í þann pakka að rukka fyrir upphal líka, það yrði sett heimsmet í uppsögnum á nettenginum!


Ryzen 7 5800x3D - ASRock X570 Steel Legend - 32gb G.Skill Trident Z @ 3600mhz/Cl14 - PowerColor Radeon RX 7900XTX Red Devil 24GB /- Be quiet! Straight Power 11 Platinum 1000W - Phanteks Eclipse P400S


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvert á maður að fara? Vodafone hækkar verð

Pósturaf AntiTrust » Mið 12. Jún 2013 22:56

http://www.vodafone.is/pdf/verdbreyting ... ternet.pdf

Ef upphal viðskiptavinar verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil.