Pósturaf appel » Fim 04. Apr 2013 18:45
Menn gleyma líka einni staðreynd. Hví ætti Kína að blanda sér í hernaðarátök fyrir virkilega óljósan ávinning, þegar afleiðingarnar eru klárar (útilokun frá heimsviðskiptum), og líka sérstaklega þar sem það væri ekkert ljóst hvort kínverski herinn eigi roð í hinn bandaríska. Það er Kína sem þarf á okkur að halda, not the other way around. Og ef lokað er á útflutning Kína þá hrynur hagkerfið þeirra og þá verða þeir í nægum vanda með sína eigin þegna en að vera standa í stríðsbrölt í Kóreu.
Burtséðfrá notkun kjarnorkuvopna, þá gæti bandaríski herinn valtað yfir hinn kínverska. Kínverjar eiga ekki nægilega mikið af skipum og flugvélum til að geta unnið stríð við BNA. Og þegar kemur að langdregnu stríði, þá eru það BNA sem hafa aðgang að auðlindum og bandamönnum en Kína ekki. Ég bara auglýsi eftir bandamönnum Kínverja sem eru reiðubúnir í stríð með þeim gagnvart vesturlöndunum (Íran kannski? Örugglega ekki samt.). Svo þegar BNA ráða hafinu þá getur Kína ekki flutt inn hráefni í stríðsrekstur. Landleiðin Asíu er ómöguleg til flutnings á hráefni.
Það þýðir ekkert að skoða bara tölur um mannfjölda. Ég gæti nefnt Ástralíu, Japan, S-Kóreu, Bandaríkin, Bretland, o.fl. o.fl. lönd sem myndu berjast við Kína, og mörg þessara landa eru með her sem gæti staðið í hárinu á Kína. Þegar þú leggur öll þessi herlið saman þá á Kína ekki séns. Svo er Kína búið að hóta löndum í kringum sig, Malasíu, Filippseyjum, Tævan, þannig að þau munu líklega fagna því að losna við þessa kínversku ógn og gætu tekið þátt í að loka á þá á hafinu.
Fjöldi hermanna hefur ekkert að segja. Í Kóreustríðinu þá stráfelldu bandarískir hermenn margfalt fjölmennari herlið kínverja. Það er líka hroðalegt að lesa lýsingar um aðbúna kínverskra hermanna í kóreustríðinu, margir voru ekki með byssur (tóku upp byssur af föllnum), voru ekki með næg skotfæri, og margir sultu eða frusu í hel.
Ef það brytist út stríð þarna þá væri lang líklegast að BNA menn gerðu samning við Kína um að Kórea yrði sameinuð undir stjórn S-Kóreu, en BNA myndu hörfa frá Kóreu að stríði loknu. Þannig myndu mörg markmið nást:
1) flóttamenn myndu ekki streyma til kína frá n-kóreu
2) kínverjar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hafa bandarískan her á landamærunum
3) allir losna við óþægilegan nágranna
4) kína tapar ekki stöðu sinni né fórnar hagkerfinu
5) kína fær hugsanlega öflugan nágranna sem er hugsanlega vinveittur þeim
*-*