MKV vandamál á sjónvarpsflakkara(Argosy HV339T)


Höfundur
RG3
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 31. Jan 2013 00:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

MKV vandamál á sjónvarpsflakkara(Argosy HV339T)

Pósturaf RG3 » Fim 31. Jan 2013 00:45

Ég er með Argosy HV339T flakkara sem ég keypti í tölvutek, ég get spilað flestar MKV file-a en að mér óskiljanlegum ástæðum eru sumir sem virka ekki. Þeir sem spilast ekki í flakkaranum spilast vel í tölvunni.
Lýsir þetta sér þannig að það er eins og þátturinn/myndin byrji, ég fæ hljóð og texta en myndin sjálf er bara svört
Einnig veit ég til þess að sami MKV-file-inn hafi spilast vel í öðrum flakkara svo þetta er líklegast eitthvað með minn flakkara


Mig langaði því að spurja hvort að það væri einhver munur á MKV file-um, og hvort einhver hefði lausn á þessu vandamáli?
Einnig ef einhver vissi hvort það sé eitthvað nýtt firmware til fyrir þessa týpu af flakkara sem myndi laga þetta?




geimapi
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 21:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: MKV vandamál á sjónvarpsflakkara(Argosy HV339T)

Pósturaf geimapi » Fim 31. Jan 2013 01:44

Getur verið að hann höndli ekki "compressed header", eg á gamlann dvico tvix sem var þannig.
Þá þarftu að setja upp mkvtoolnix og setja fælinn sem er með vesen í gegnum mkvmerge og velja enga þjöppun undir "Extra options".
Þetta hefur ekkert með þjöppun á hljóði eða mynd að gera, en fællinn verður nokkrum kílóbætum stærri fyrir vikið.

Mynd

Þú getur allavega prófað hvort það virkar.




Höfundur
RG3
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 31. Jan 2013 00:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: MKV vandamál á sjónvarpsflakkara(Argosy HV339T)

Pósturaf RG3 » Fim 31. Jan 2013 10:58

þetta svona svínvirkaði, en er einhver leið að ég geti séð hvort file-inn sé með "compressed header" í tölvunni svo ég þurfi ekki alltaf að vera láta myndina fyrst inn á flakkarann og gá hvort ég geti spilað hann og ef ekki þurfi ég að gera þetta í mkvtoolnix og láta hann aftur inná flakkarann?

eða get ég breytt einhverju í flakkaranum sem gerir honum kleyft að spila alla mkv file-a?



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: MKV vandamál á sjónvarpsflakkara(Argosy HV339T)

Pósturaf mundivalur » Fim 31. Jan 2013 13:18

Ertu búinn að prufa uppfæra ? að vísu er eitthvað bögg á argosy síðunni !




Höfundur
RG3
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fim 31. Jan 2013 00:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: MKV vandamál á sjónvarpsflakkara(Argosy HV339T)

Pósturaf RG3 » Fim 31. Jan 2013 16:13

já ég er með nýustu uppfærsluna samkvæmt heimasíðunni hjá argosy, sú uppfærsla er samt frekar gömul...




geimapi
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 21:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: MKV vandamál á sjónvarpsflakkara(Argosy HV339T)

Pósturaf geimapi » Fim 31. Jan 2013 16:45

Ég fann þráð sem sýnir hvernig þú getur tékkað hvort það er þjappaður haus eða ekki hér

Fyrir sjálfvirkni, þá getur þú notað þetta batch forrit