Yawnk skrifaði:Sælir, ég veit ekki númer hvað þessi þráður er sem ég geri um þessa andskotans tölvu mína.
Nú fór aflgjafinn mjög líklega í þriðja skiptið, ÞRIÐJA, á tveggja mánaða millibili.
Fyrst springur hann, svo fer viftan í seinni, og svo þessi þriðji.. fyrir 20 mínútum.
Þetta gerðist svo : Ég var bara í mínum uppáhaldsleik... Battlefield 3 spilandi eins og venjulega, allt í gúddí, búinn að vera svona hálftíma í leik, svo púff, fer rafmagnið af BARA á mínu herbergi útaf vélinni hjá mér, ég hef ekki kveikt á henni síðan.
Og fyrir þá.. sem halda að þetta sé rafmagnið hjá mér, eins og margir virðast halda.. ég sver, það er einfaldlega EKKERT að því, ég var til dæmis aðra tölvu á undan þessari tengda næstum 24/7 í 2 ár, og ekki eitt EINASTA vandamál eins og þetta.
Og einnig
þá var nýlega skipt um raflagnir í húsinu, þannig að þetta er ekki vandamálið.
Plús það, að það er ekki mikið load á greininni/fjöltenginu, það eina sem ég er með tengt er tölvan, skjár og hátalarar..
Nú er ég að fá gríðarlega mikla helvítis andúð á Thermaltake, nú sé ég persónulega til þess að ALLIR sem ég þekkja kaupi aldrei neitt tengt Thermaltake, nema kannski kassa, lítið hægt að bila í 10kg af áli...
Á morgun fer ég beinustu leið í Tölvutek, í um það bil hundraðasta skipti, og heimta endurgreiðslu á þessum aflgjafa, ég er verða bandbrjálaður á þessu rugli, ég er búinn að fara svo oft með tölvuna til þeirra, að það mætti halda að ég ætti heima þarna!
Mikið vildi ég að ég hefði hlustað á innsæið og tekið Corsair... þá hefði þetta líklega aldrei gerst.
Er þorandi að taka aflgjafann úr sambandi við allt í vélinni og tengja hann við rafmagn, til að athuga hvort hann sé alveg dauður, eða á ég að láta Tölvutek sjá um það?
*Svona til að bæta við einu skemmtilegu, ég sagði einmitt við síðasta starfsmann sem lagaði vélina hjá mér í Tölvutek seinast, jæja núna er annar October, hversu lengi dugir þessi aflgjafi; Rétt rúmar tvær vikur dugði þessi.
I5 3570k
Z77X-D3H
Thermaltake 730W Smart
4GB DDR3 1333MHZ
GTX 660 (NonTi)
500GB Sata 3
Og allt umvafið í fallegan Coolermaster haf 912 plus..