GuðjónR skrifaði:Daz skrifaði:...fullt.
Blindfullt...
(Nenni ekki að fylla þráðinn af þessum textaveggjum).
Ég tók reyndar fram að verðbólga væri ekki nákvæmleg það sama og gengissveiflur, en án þess að hafa kynnt mér það ítarlega þykist ég nokkuð viss um að íslensk verðbólga sé mjög oft tengjanleg við gengissveiflur. Þannig að um leið og gjaldmiðill (og þar af leiðandi allt hagkerfið) væri stöðugt, þá myndi verðbólgan minnka og áhrif verðtryggingar líka.
Varðandi verðbólguna sjálfa, þá hefur 12 mánaða verðbólga verið undir 6% 25 af síðustu 28 mánuðum (hoppaði yfir 6% í byrjun árs). Ekki að mótmæla neinu sem þú sagðir, finnst bara rétt að hafa staðreyndirnar á hreinu þar sem ég get/nenni.
HeimildSvo í þriðja lagi varðandi verðtryggt vs. yfirdrátt. Öllum er frjálst að borga meira inn á lánið en mánaðarleg afborgun segir til um, til að greiða niður verðbæturnar, sem ætti þá að koma út nákvæmlega eins og hafa tekið lán með hærri vöxtum. Miðað við 5% vaxtamun (6% á láni vs 11% á yfirdrætti) þá værirðu að borga kringum milljón meira á ári í afborganir. Sem væru "eðlilegar" óverðtryggðar afborganir á lánum á íslandi miðað við okkar hagkerfi. Þessi lán sem bjóðast núna eru með merkilega lágum vöxtum, sem ég held, án þess að hafa neina sérfræðiþekkingu á því, munu ekki haldast svo lágir til langtíma. Flest af þeim eru með fasta vext í 3 eða 5 ár, en eftir það kæmi manni ekki á óvart að vextirnir færu að nálgast 10%, í það minnsta ef ekki eykst stöðugleiki í íslenska hagkerfinu.
Mér finnst reyndar svolítið undarlegt að tala fyrst um kaupverð og svo um fasteignamat til að fá hlutfallstölur eignar, ég keypti mínar íbúðir á 120-130% af fasteignamati og seldi þær líka á svipuðu hlutfalli, betri væri að nota fasteignamat í fyrir og eftir, eða þá kaupverð og áætlað söluverð.
S.s. mín skoðun er sú að verðtryggingin sjálf sé ekki óvinurinn, heldur óstöðguleikinn. Til að verja mig frá skammtímaóstöðugleika (lán með breytilegum vöxtum frá mánuði til mánaðar) valdi ég frekar verðtryggt lán með föstum vöxtum, svo hækkunin á afborguninni væri hægt stígandi, en ekki sveiflukennd milli mánaða. Ég hefði samt frekar þegið að geta tekið lán þar sem höfuðstóllinn færi lækkandi með hverri greiðslu OG ég væri nokkuð tryggur um hverjar framtíðarafborganirnar væru, en það er bara ekki í boði eftir því sem ég hef best getað séð.
Til að halda því til haga þá er ég með mörg verðtryggð lán, keypti bæði íbúð fyrir hrun og eftir hrun og var t.d. ekki gjaldgengur í 110% leiðina því ég fékk lánsveð fyrir hluta af þeim lánum sem ég tók. Skulda örugglega á einhverjum mælikvarða yfir 100% af eignum. Hef ekki rétt á neinum aðlögunum og hef sem betur fer ekki þurft á þeim að halda, þó ég væri svo sannarlega til í að einhver skuldaálfur myndi lækka mínar svolítið.