Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Allt utan efnis
Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Pósturaf Moldvarpan » Fös 26. Okt 2012 10:04

GuðjónR skrifaði:
Tbot skrifaði:Mér er spurn: Var lánið tekið í erlendri mynt.

Ónei, 100% verðryggð Íslensk okurlán.
18m hjá Íbúðarlánasjóði (4.8%) og 4m hjá Byr (6.15%) síðan eignaðist Íbúðarlánasjóður Byr lánið.



Þú hefðir verið betur settur hefðiru tekið þetta í erlendri mynt, eftir endurútreikning heldur en með verðtryggða viðbjóðnum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 10:07

Moldvarpan skrifaði: Þú munt gott sem aldrei eignast húsið þitt ef þú ert með verðtryggt lán á því, svo einfalt er það. (undanteknin möguleg ef lánsupphæð er mjög lítil og greidd til baka á mjög stuttum tíma)

Ég geri mér fulla grein fyrir því, með þessu áframhaldi þá missi ég húsið innan 10 ára...
Það sorglega er að ég tók þetta íslenska "örugga" lán og vildi ekki erlent áhættulán, og ég lagði allt mitt undir.

Ef ég hefði verið "gamblari" og tekið 100% lán eða 40 milljónir í stað 22, keypt síðan dollara fyrir mínar 18 milljónir á genginu 60 og sett þá ofan í skúffu.
Þá hefði lánið farið í 58 milljónir, fasteignamatið fór lægst í 31.500.000 það var þegar þessi 110% leið var í boði (ég náði henni aldrei, var svo óheppinn að eiga 3%)
Ég hefði þá getað nýtt mér 110% leiðina og látið lækka lánin í 31.5m x 1.1 = 34.650.000, á þeim tímapunkti hefði ég getað selt dollarana mína og fengið 36.650.000 fyrir þá!
Borgað upp lánið, átt húsið skuldlaust og tvær milljónir í afgang!

Hvað kennir þetta manni?
Dæmi hver fyrir sig.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 10:15

Moldvarpan skrifaði:Þú hefðir verið betur settur hefðiru tekið þetta í erlendri mynt, eftir endurútreikning heldur en með verðtryggða viðbjóðnum.

Sad....but true :svekktur




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Pósturaf Tbot » Fös 26. Okt 2012 10:18

GuðjónR skrifaði:
Daz skrifaði:...fullt.


Það er ekki rétt hjá þér að stöðugur gjaldmiðill og afnám krónunar séu sami hluturinn. Krónan er t.d. búin að falla um 9% síðan í ágúst en verðbólgan er búin að hanga í tæpum 6% allt árið, líka meðan krónan var að styrkjast fyrripart árs.
Við getum fest gengi krónunar hvenær sem er í stað þess að láta hana fljóta og varið hana þannig gegn sveiflum sem myndast við útstreymi gjaldeyris.
Verðbólgan er hins vegar flóknari, því ef það verður uppskerubrestur á hrísgrjónum í Thailandi eða stríð í Íran þá hækka grjón/bensín í verði og þar með verðtryggingin og lánin okkar alveg óháð því hvaða gjaldmiðill væri í notkun.
Gallinn við kerfið okkar er sá að tekjur okkar (óverðtryggð króna) og útgjöld (verðtryggð króna) er ekki sami gjaldmiðillinn. Það er staðreynd sem þarf ekkert að rökræða.


Með fastgengis stefnu er verið að handstýra gengi. Það gengur ekki því það er einhver sem verður að blæða fyrir það. Oftast er það útflutningsgreinar. Árin 2003 til 2008 var nokkurs konar fastgengis dæmi, en það var fjármagnað með erlendum lánum sem föllnu bankarnir voru að taka.
Einföld staðreynd er sú að gengi krónunnar hefur fallið um 5 til 10% á ári. Einn af áhrifavöldunum í því er að innflutningur hefur verið meiri en útflutningur.
Hægt að heimfæra það á heimilisrekstur að eyðslan er meiri en launin.
Verðbólgan er samsett úr þó nokkrum hlutum. Ef laun hækka þá hækka sveitarfélögin gjaldskránna hjá sér sem hækkar verðbólgu, allar vörur sem hækka auka verðbólgu og svo framvegis.
Annar hluti af þessu er lánsþörf ríkis.. Eftir því sem það þarf meira fé er oft brugðið á það ráð að prenta peninga en við það eykst ansi oft verðbólga.
=> Getið hrósað m.a. Hörpunni þar, því hún er öll að láni. Svo má byðja fyrir sér ef spítalabáknið verður byggt því það er ekki til króna fyrir því. Þannig að það verður allt að láni og aukin skattheimta.

Varðandi þráðinn. Flatur skattur verður aldrei að veruleika. Ein af ástæðum þess er sú að þá hætta stjórnmálamenn að geta föndrað með kerfið.
Þótt vera aumingja vænir og alltaf að vera að hjálpa þeim sem minna mega sín.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Pósturaf tlord » Fös 26. Okt 2012 12:59

tlord skrifaði:Byrjum á að losa okkur við skaðlega og hrópandi ósanngjarna skatta!

Stimpilgjald á lán til að fjármagna íbúðarhúsnðæði er þar fremst í flokki.


út með þennan, það er skilyrði fyrir að samkeppni í fjármögnun virki



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 13:28

Stimpilgjald er fáránlegur risaðeluskattur.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf tlord » Fös 26. Okt 2012 13:29

GuðjónR skrifaði:Stimpilgjald er fáránlegur risaðeluskattur.


vægt orðað, meira eins og að sparka í liggjandi manneskju (þann sem þarf á láni að halda)



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Pósturaf Daz » Fös 26. Okt 2012 13:30

GuðjónR skrifaði:
Daz skrifaði:...fullt.

Blindfullt...


(Nenni ekki að fylla þráðinn af þessum textaveggjum).

Ég tók reyndar fram að verðbólga væri ekki nákvæmleg það sama og gengissveiflur, en án þess að hafa kynnt mér það ítarlega þykist ég nokkuð viss um að íslensk verðbólga sé mjög oft tengjanleg við gengissveiflur. Þannig að um leið og gjaldmiðill (og þar af leiðandi allt hagkerfið) væri stöðugt, þá myndi verðbólgan minnka og áhrif verðtryggingar líka.

Varðandi verðbólguna sjálfa, þá hefur 12 mánaða verðbólga verið undir 6% 25 af síðustu 28 mánuðum (hoppaði yfir 6% í byrjun árs). Ekki að mótmæla neinu sem þú sagðir, finnst bara rétt að hafa staðreyndirnar á hreinu þar sem ég get/nenni. Heimild

Svo í þriðja lagi varðandi verðtryggt vs. yfirdrátt. Öllum er frjálst að borga meira inn á lánið en mánaðarleg afborgun segir til um, til að greiða niður verðbæturnar, sem ætti þá að koma út nákvæmlega eins og hafa tekið lán með hærri vöxtum. Miðað við 5% vaxtamun (6% á láni vs 11% á yfirdrætti) þá værirðu að borga kringum milljón meira á ári í afborganir. Sem væru "eðlilegar" óverðtryggðar afborganir á lánum á íslandi miðað við okkar hagkerfi. Þessi lán sem bjóðast núna eru með merkilega lágum vöxtum, sem ég held, án þess að hafa neina sérfræðiþekkingu á því, munu ekki haldast svo lágir til langtíma. Flest af þeim eru með fasta vext í 3 eða 5 ár, en eftir það kæmi manni ekki á óvart að vextirnir færu að nálgast 10%, í það minnsta ef ekki eykst stöðugleiki í íslenska hagkerfinu.
Mér finnst reyndar svolítið undarlegt að tala fyrst um kaupverð og svo um fasteignamat til að fá hlutfallstölur eignar, ég keypti mínar íbúðir á 120-130% af fasteignamati og seldi þær líka á svipuðu hlutfalli, betri væri að nota fasteignamat í fyrir og eftir, eða þá kaupverð og áætlað söluverð.

S.s. mín skoðun er sú að verðtryggingin sjálf sé ekki óvinurinn, heldur óstöðguleikinn. Til að verja mig frá skammtímaóstöðugleika (lán með breytilegum vöxtum frá mánuði til mánaðar) valdi ég frekar verðtryggt lán með föstum vöxtum, svo hækkunin á afborguninni væri hægt stígandi, en ekki sveiflukennd milli mánaða. Ég hefði samt frekar þegið að geta tekið lán þar sem höfuðstóllinn færi lækkandi með hverri greiðslu OG ég væri nokkuð tryggur um hverjar framtíðarafborganirnar væru, en það er bara ekki í boði eftir því sem ég hef best getað séð.

Til að halda því til haga þá er ég með mörg verðtryggð lán, keypti bæði íbúð fyrir hrun og eftir hrun og var t.d. ekki gjaldgengur í 110% leiðina því ég fékk lánsveð fyrir hluta af þeim lánum sem ég tók. Skulda örugglega á einhverjum mælikvarða yfir 100% af eignum. Hef ekki rétt á neinum aðlögunum og hef sem betur fer ekki þurft á þeim að halda, þó ég væri svo sannarlega til í að einhver skuldaálfur myndi lækka mínar svolítið.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf tlord » Fös 26. Okt 2012 13:37

Óvinurinn er því miður íslenska krónan. Hún er undir stjórn þeirra sem eiga mikið af henni, og er notuð til að mergsjúga lýðinn.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Tbot » Fös 26. Okt 2012 15:09

Bara að benda ykkur á smá info.
Ansi margir svokallaðir "sérfræðingar" (sauðir sem geta ekki talið upp í tuttugu á þess að rífa sig úr skónum) eru alltaf að halda því fram að lán í Danmörku til fasteignakaupa séu bara á 3 til 4%.

Þetta er ekki rétt. Bankarnir í Danmörku hafa verið að lána óverðtryggt, kölluð flex lán, og eru vextirnir á þeim komnir núna upp í 8 til 11% (mismunandi eftir bönkum).



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf tlord » Fös 26. Okt 2012 15:45

Tbot skrifaði:Bara að benda ykkur á smá info.
Ansi margir svokallaðir "sérfræðingar" (sauðir sem geta ekki talið upp í tuttugu á þess að rífa sig úr skónum) eru alltaf að halda því fram að lán í Danmörku til fasteignakaupa séu bara á 3 til 4%.

Þetta er ekki rétt. Bankarnir í Danmörku hafa verið að lána óverðtryggt, kölluð flex lán, og eru vextirnir á þeim komnir núna upp í 8 til 11% (mismunandi eftir bönkum).


nú?

http://www.nykredit.dk/privat/realkredit/dagens-noegletal




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Tbot » Fös 26. Okt 2012 15:52

Þegar þáttur á dr1 tekur þetta fyrir þá tek ég hann frekar trúanlegan heldur en heimasíður banka. Og talar við fólk sem á í erfiðleikum með að borga ásamt því að fá sjálfstæðan ráðgjafa með í spilið.


En bolig finansieres typisk med et realkreditlån på op til 80% af købesummen og et banklån på 15-20%.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf tlord » Fös 26. Okt 2012 16:06

Tbot skrifaði:Þegar þáttur á dr1 tekur þetta fyrir þá tek ég hann frekar trúanlegan heldur en heimasíður banka. Og talar við fólk sem á í erfiðleikum með að borga ásamt því að fá sjálfstæðan ráðgjafa með í spilið.


En bolig finansieres typisk med et realkreditlån på op til 80% af købesummen og et banklån på 15-20%.


vextir eru auðvitað breytilegir eftir aðstæðum
fólk sem er í vondum málum af einhverjum ástæðum fær auðvitað háa vexti (life is a bitch!)

þeir sem eiga 40% eru að fara niður í 2% og þeir sem eiga 20% fara niður í 3%

og auðvitað allt ÁN VERÐTRYGGINGAR!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flatum skatti?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 16:54

Daz skrifaði:
Varðandi verðbólguna sjálfa, þá hefur 12 mánaða verðbólga verið undir 6% 25 af síðustu 28 mánuðum (hoppaði yfir 6% í byrjun árs). Ekki að mótmæla neinu sem þú sagðir, finnst bara rétt að hafa staðreyndirnar á hreinu þar sem ég get/nenni. Heimild

Það sem ég var að meina var meðalalshækkun síðustu fimm ára, það er alveg ljós að verðtryggð lán hafa hækkað um 40% síðustu fjögur er enda var verðbólgan árið eftir hrun milli 20 og 30%

Daz skrifaði:Mér finnst reyndar svolítið undarlegt að tala fyrst um kaupverð og svo um fasteignamat til að fá hlutfallstölur eignar, ég keypti mínar íbúðir á 120-130% af fasteignamati og seldi þær líka á svipuðu hlutfalli, betri væri að nota fasteignamat í fyrir og eftir, eða þá kaupverð og áætlað söluverð.

Þú hefur kannski misskilið mig, ég talað um að þegar ég keypti þá var kaupverð og fasteignamat það sama, þess vegna er ágætis mælihvarði að nota fasteignamatið til að flutfallareikna enda hef ég ekki hugmynd hvað ég fengið fyrir húsið í dag ef það væri til sölu og efast reyndar um að mér tækist að selja það.

Daz skrifaði:S.s. mín skoðun er sú að verðtryggingin sjálf sé ekki óvinurinn, heldur óstöðguleikinn.

Það er alveg góð og gild skoðun, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðtrygging er afleiða og það frekar flókin afleiða og svoleiðs "vörur" ættu hreinlega ekki að vera í boði fyrir almenning. Og ef verðtrygging þarf að vera nátturulögmál af hverju eru launin þá ekki verðtryggð líka? Og annað af hverju verðtrygging fasteignlána ekki frekar tengd við vísitölu byggingarkostnaðar í stað neysluvísitölu? Þannig að bensínverð hækki ekki lánin heldur frekar steinsteypuverð?

Daz skrifaði: þó ég væri svo sannarlega til í að einhver skuldaálfur myndi lækka mínar svolítið.

hahaha góður, held það sé nú bara sanngirnismál að bankarnir taki einhverja ábyrgð og hlutdeild á þessu bankahruni sem þeir komu sjálfum sér og þjóðinni í og lagfæri þessa stökkbreyttu höfuðstóla sem eru stökkbreyttir af þeirra völdum, þeir eiga ekki að hagnast á því.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Daz » Fös 26. Okt 2012 17:24

Ég held reyndar að við séum nú sömu megin í þessu með verðtrygginguna, ég er bara að reyna að koma með einhver sjónarhorn inn í málið.

Varðandi svo óðaverðbólguna hérna fyrir og eftir hrunið, þá er einmitt gott að hugsa út í það að í slíkum aðstæðum ættu óverðtryggðir vextir að hækka í sama takt og verðbólgan, svo óverðtryggðir vextir hefðu getað verið 20-25% hérna í kringum hrunið (og voru), sem hefðu verið þá 4,4 milljónir meira á ári sem GuðjónR hefði átt að greiða (s.s. meira en ef miðað er við fasta 5% vexti). Óverðtryggðir vextir geta verið alveg jafn slæmir og verðtrygging, bara á annan hátt. Skuldari kemst strax í vanskil því 300 þúsund króna afborgun AUKALEGA á mánuði er ekki eitthvað sem flestir ráða við. Verðtryggingin gefur tíma til viðbragða, en maður endar alveg jafn illa ef maður bregst ekkert við þegar höfuðstóllinn hækkar geypilega á stuttum tíma.

Þetta leiðir mig reyndar í að rifja upp eina af hugmyndunum sem ég sá frá einhverjum Alþingismanni í sumar, um svona sveiflutryggingu fyrir óverðtryggð lán, ef afborgunin færi yfir eitthvað ákveðið myndi afgangurinn leggjast ofan á höfuðstólinn, eins og í verðtryggingu.

En að verðtryggingin skuli vera bundin við neysluverðsvísitöluna en ekki eitthvað annað er einmitt ekki gott, byggingarvísitala væri ekki svo alfráleitur kostur ef miðað er við að veðið sjálft er bygging. Það er svo margt við nvv sem gerir verðtrygginguna eins og hún er sett upp núna að hringavitleysu, húsnæðisverð hækkar, sem hækkar höfuðstól húsnæðisskulda, sem leiðir af sér að seljendur vilja hærra verð fyrir húsnæði, sem ... leiðir af sér hærra húsnæðisverð.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 18:01

Jú ég er alveg sammála þér að þetta er tóm hringavitleysa, þegar eitt hækkar þá hækkar það annað sem aftur hækkaði það fyrsta...blehh

Varðandi fasta vexti af hverju er ekki hægt að vera með fasta vexti? Þá meina ég fasta en ekki breytilega?
Það sagði mér maður sem fór í nám til Noregs að hann fékk lán fyrir bíl þar í landi, man ekki hvort það voru 12 eða 24 greiðslur en þegar hann var í bankanum þá voru allir greiðsluseðlarnir prentaðir út í einu og hann fór með þá heim. Síðan borgaði hann einn í mánuði þangað til lánið var uppgreitt. Það var aldrei neitt "lotto" hver staðan yrði næstu mánaðarmót.

Og jú, það eru ekki nema 2-3 ár síðan yfirdráttarvextir fóru langleiðina í 30%, þegar ég var unglingur þá var maður á Akyreyri (kóki) dæmdur í fangelsi fyrir okurlánastarfsemi, hann vogaði sér að lána með 25% vöxtum :face



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Daz » Fös 26. Okt 2012 18:05

Ekki fastir Óverðtryggðir vextir því lánastofnanirnar vilja líklega ekki taka langtíma áhættu á því að verðbólga verði jöfn, þeir vilja getað hækkað vexti í takt við verðbólgu. Kannski er 3-5 ára vaxtafesta nóg?

edit: Er farinn að rugla saman verð og óverð.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 19:45

Ef vextir verða breytilegir og óverðtryggðir á fasteignalánum þá hlýtur að vera hægt að búa til einhversskonar kerfi sem tekur af "sveiflur" eins og þú nefnir hér að ofan.
Þannig að afborgunin sé alltaf sú sama, ef vextir lækka þá færi umframgreiðslan á biðreikning sem tekið yrði útaf ef vextir myndu svo hækka aftur yfir upphaflegu prósentuna...just thinking...



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1067
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Nördaklessa » Fös 26. Okt 2012 19:51

Flatur skattur, búið mál, væri himinlifandi ef hann væri bara 37%


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Daz » Fös 26. Okt 2012 20:08

GuðjónR skrifaði:Ef vextir verða breytilegir og óverðtryggðir á fasteignalánum þá hlýtur að vera hægt að búa til einhversskonar kerfi sem tekur af "sveiflur" eins og þú nefnir hér að ofan.
Þannig að afborgunin sé alltaf sú sama, ef vextir lækka þá færi umframgreiðslan á biðreikning sem tekið yrði útaf ef vextir myndu svo hækka aftur yfir upphaflegu prósentuna...just thinking...

Sem myndi þá virka mjög svipað og núverandi kerfi, þú getur borgað meira eða höfuðstóllinn hækkar. Það er pínulítið kjánalegt að halda nákvæmlega sama kerfi með nákvæmlega sömu "áhættu" og skipta um nafn. Það hjálpar engum.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Gúrú » Fös 26. Okt 2012 20:41

Nördaklessa skrifaði:Flatur skattur, búið mál, væri himinlifandi ef hann væri bara 37%


Því miður þyrfti sýnist mér á lötum útreikningum að það þyrfti að skera út ca~ allt heilbrigðiskerfið til að 37% dygðu. :dissed
(Ef þú átt við flatan skatt eins og margir eiga við 'flat tax rate' á ensku)


Modus ponens

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16491
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2105
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf GuðjónR » Fös 26. Okt 2012 21:05

Daz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef vextir verða breytilegir og óverðtryggðir á fasteignalánum þá hlýtur að vera hægt að búa til einhversskonar kerfi sem tekur af "sveiflur" eins og þú nefnir hér að ofan.
Þannig að afborgunin sé alltaf sú sama, ef vextir lækka þá færi umframgreiðslan á biðreikning sem tekið yrði útaf ef vextir myndu svo hækka aftur yfir upphaflegu prósentuna...just thinking...

Sem myndi þá virka mjög svipað og núverandi kerfi, þú getur borgað meira eða höfuðstóllinn hækkar. Það er pínulítið kjánalegt að halda nákvæmlega sama kerfi með nákvæmlega sömu "áhættu" og skipta um nafn. Það hjálpar engum.


Nema, vextir geta lækkað...en það er nánast aldrei verðhjöðnun.
Annars vil ég sjá "fasta" vexti.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Bjosep » Fös 26. Okt 2012 22:26

Gúrú skrifaði:
Nördaklessa skrifaði:Flatur skattur, búið mál, væri himinlifandi ef hann væri bara 37%


Því miður þyrfti sýnist mér á lötum útreikningum að það þyrfti að skera út ca~ allt heilbrigðiskerfið til að 37% dygðu. :dissed
(Ef þú átt við flatan skatt eins og margir eiga við 'flat tax rate' á ensku)


Tölur ?



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hver er skoðun ykkar á flötum skatti?

Pósturaf Daz » Fös 26. Okt 2012 22:50

GuðjónR skrifaði:
Daz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ef vextir verða breytilegir og óverðtryggðir á fasteignalánum þá hlýtur að vera hægt að búa til einhversskonar kerfi sem tekur af "sveiflur" eins og þú nefnir hér að ofan.
Þannig að afborgunin sé alltaf sú sama, ef vextir lækka þá færi umframgreiðslan á biðreikning sem tekið yrði útaf ef vextir myndu svo hækka aftur yfir upphaflegu prósentuna...just thinking...

Sem myndi þá virka mjög svipað og núverandi kerfi, þú getur borgað meira eða höfuðstóllinn hækkar. Það er pínulítið kjánalegt að halda nákvæmlega sama kerfi með nákvæmlega sömu "áhættu" og skipta um nafn. Það hjálpar engum.


Nema, vextir geta lækkað...en það er nánast aldrei verðhjöðnun.
Annars vil ég sjá "fasta" vexti.

og ef vextir lækka skv. þessu ímyndaða kerfi, þá lækkar mánaðarlega afborgunin og við getum farið að borga af "uppsöfnuninni" líka, svo mögulega helst heildargreiðslan enþa´há. Nema uppsöfninun sé orðin svo há að heildarvaxtagreiðslan sé orðin of há til að einhver afgangur verði.Þetta er bara svipað og gerist með verðtryggðu lánin, suma mánuði er heildarupphæðin að lækka (lítil verðbólga), suma mánuði er hún að hækka. Á endanum verður öll upphæðin greidd, eftir 40 ár t.d. Snýst líka um hvernig afborgunin er að dreifast yfir heildarlánsferlið S.s. "afborgun/laun". Risa afborgun fyrst og lítil í lokin? Jafnt yfir lánstímabilið? Sveiflukennt vegna breytilegra vaxta? Lágt fyrst og hátt í lokinn vegna gríðarlegrar verðbólgu?