Á nokkrar P4 vélar sem mér dytti seint í hug að reyna að selja.. eru til að mynda háværar einfaldlega þar sem P4 var og er þanmörk þess sem hægt er og var að kreista fram á þessari tækni eða allt þar til Core Duo tók við. Það þýðir að þær keyra mjög heitar og reyna mjög á móðurborðin sem þola þetta og þoldu þetta misvel, sum verr en önnur og Dell með sína gölluðu viftur og kælingu, ekki þær bestu eins og flestir vita.
Ég mundi ekki einu sinni gefa ættingjum mínum svona vélar. Hægt að versla Core2 Duo vélar á um 20k, rétt eins og ég verslaði af einum Vaktara hér (
Krissdadi). Sú var í hvítum mjög vönduðum Antec kassa með 750GB hörðum disk, E8400 og 4GB minni. (hef verslað meir af honum og mæli eindregið með honum, sanngjarn á verð og selur mjög vandaðar vörur)
Sjö þúsund er mjög gott tilboð.
Loks. Það er einmitt einn megin kostur þessa vettvangs að reynslumeiri einstaklingar leggi mat sitt á það sem verið er að selja hér. Þess vegna virkar þetta væl í seljanda hérna vægast sagt illa og mætti alveg hringja í vælubílinn eða eitthvað..