En ég tók líka perurnar úr skjánnum. Það eru tvær lengjur með tveim fluorescent perum hvor. Þær virka báðar.

Á þessari mynd sjást perurnar tvær efst. Vinstri platan er með rafmagns inngangnum og það kemur ekkert ljós á perurnar nema hægri platan sé tengd við, en VGA portið er á henni líka.
Þegar ég tengi í rafmagn kviknar á perunum í nokkrar sek, síðan slökkna þær aftur þar sem skjárinn finnur ekkert signal.
Það sem mig langar að gera er að nota þessar perur einhvernveginn, hvernig sem það er best að fara að því. Venjulegar fluorescent perur í loftljósum eru með störtörum, nema USA perur þær eru með innbyggðum störturum en þessar eru of litlar fyrir innbyggða. Þarf þessa startara fyrir svona perur eða er nóg að finna hvaða volt þær þurfa, útbúa spennubreytir sem sendir út í þeim voltum og tengja síðan ljósin? Eða þarf ég að nota þessar prentplötur og mixa þær einhverveginn? Ef það er hægt að nota þessar perur, er hægt að vera með birtustillir á þeim?
Ef einhver veit þetta, eru svör vel þegin! Ég er ekki hræddur við að taka upp lóðbolta og fikta mig áfram ef þess þarf.