Gjafir frá útlöndum og tollurinn
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 552
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 57
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Gjafir frá útlöndum og tollurinn
Eins og titillinn segir er þessi þráður um gjafir..
Það sem ég var að spá var það að ég er að fara eiga afmæli báðlega og einn vinur minn sem býr í Bretlandi vill endilega gefa mér gjöf (galaxy nexus síma) en ég hikaði og sagði honum að ég þyrfti sennilegast að borga toll fyrir það og sagði honum að býða aðeins þar til að ég væri alveg viss um hvort ég þurfi þess eða ekki. Ég las á tollur.is að ef gjafir séu yfir 10.000 kr þá gerist eitthvað sem ég er ekki að skilja ( Gjafir ) en allavegna mér finnst þetta ekki alveg skiljanlegt að mínu mati.
Þannig að... Veit einhver hér hvort að það þurfi að borga fyrir gjafir sem sendar eru frá útlöndum?
Síminn kostar um 294.95 pund sem er vel yfir 10.000 krónur.
Það sem ég var að spá var það að ég er að fara eiga afmæli báðlega og einn vinur minn sem býr í Bretlandi vill endilega gefa mér gjöf (galaxy nexus síma) en ég hikaði og sagði honum að ég þyrfti sennilegast að borga toll fyrir það og sagði honum að býða aðeins þar til að ég væri alveg viss um hvort ég þurfi þess eða ekki. Ég las á tollur.is að ef gjafir séu yfir 10.000 kr þá gerist eitthvað sem ég er ekki að skilja ( Gjafir ) en allavegna mér finnst þetta ekki alveg skiljanlegt að mínu mati.
Þannig að... Veit einhver hér hvort að það þurfi að borga fyrir gjafir sem sendar eru frá útlöndum?
Síminn kostar um 294.95 pund sem er vel yfir 10.000 krónur.
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
-
- Tölvuskreytingameistari
- Póstar: 3942
- Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
Þessi tollur er stundum alveg óskiljanlegur. Prolimatech voru að senda mér nýja thermal paste-ið sem var að koma frá þeim og það kom til landssins á fimmtudaginn og þeir vilja reikning sem er náttúrulega ekki til þar sem þetta er gjöf þannig ég þurfti að fá sönnun fyrir því frá prolimatech og er að bíða þangað til eftir helgi til að sjá hvað þeir segja. Svo á ég von á dóti frá mayhems sem er nú alveg ágætlega dýrt en svo er ekki til neinn reikningur fyrir því heldur... Vesen að búa á Íslandi
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
AciD_RaiN skrifaði:Þessi tollur er stundum alveg óskiljanlegur. Prolimatech voru að senda mér nýja thermal paste-ið sem var að koma frá þeim og það kom til landssins á fimmtudaginn og þeir vilja reikning sem er náttúrulega ekki til þar sem þetta er gjöf þannig ég þurfti að fá sönnun fyrir því frá prolimatech og er að bíða þangað til eftir helgi til að sjá hvað þeir segja. Svo á ég von á dóti frá mayhems sem er nú alveg ágætlega dýrt en svo er ekki til neinn reikningur fyrir því heldur... Vesen að búa á Íslandi
leifðu þeim að opna pakkan og sjá innihaldið, þá tolla þeir það sjálfir og þú þarft ekki að sýna reikning
síðann geturu líka gert toll skýrsluna sjálfur
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
AciD_RaiN skrifaði:Þessi tollur er stundum alveg óskiljanlegur. Prolimatech voru að senda mér nýja thermal paste-ið sem var að koma frá þeim og það kom til landssins á fimmtudaginn og þeir vilja reikning sem er náttúrulega ekki til þar sem þetta er gjöf þannig ég þurfti að fá sönnun fyrir því frá prolimatech og er að bíða þangað til eftir helgi til að sjá hvað þeir segja. Svo á ég von á dóti frá mayhems sem er nú alveg ágætlega dýrt en svo er ekki til neinn reikningur fyrir því heldur... Vesen að búa á Íslandi
Við hverju bjóstu? Af hverju ætti tollurinn að hleypa vöru í gegn án reiknings og án sannana, og að því er hljómar meira að segja án fyrirvara?
Hversu fáránlegt væri það þegar að allir eiga að borga toll?
Modus ponens
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
Við sem búum á þessu skeri verðum að sætta okkur við ákveðin fasisma:
http://www.tollur.is/gjafir
http://www.tollur.is/gjafir
-
- Tölvuskreytingameistari
- Póstar: 3942
- Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
Gúrú skrifaði:
Við hverju bjóstu? Af hverju ætti tollurinn að hleypa vöru í gegn án reiknings og án sannana, og að því er hljómar meira að segja án fyrirvara?
Hversu fáránlegt væri það þegar að allir eiga að borga toll?
Ég hef bara aldrei fengið sent ókeypis hluti til íslands án þess að það hafi farið í gegn. Það voru reyndar bara rúmfrek bréf og allt frá bretlandi en þetta er frá Taiwan þannig það gæti verið annað mál
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
Re: Gjafir
AciD_RaiN skrifaði:Þessi tollur er stundum alveg óskiljanlegur. Prolimatech voru að senda mér nýja thermal paste-ið sem var að koma frá þeim og það kom til landssins á fimmtudaginn og þeir vilja reikning sem er náttúrulega ekki til þar sem þetta er gjöf þannig ég þurfti að fá sönnun fyrir því frá prolimatech og er að bíða þangað til eftir helgi til að sjá hvað þeir segja. Svo á ég von á dóti frá mayhems sem er nú alveg ágætlega dýrt en svo er ekki til neinn reikningur fyrir því heldur... Vesen að búa á Íslandi
Gjafir frá fyrirtækjum borgarðu fullan toll af (ekkert bara yfir 10k). Félagi minn lenti einmitt í svaka stappi við tollinn því að þeir voru alveg fastir á því að nota eitthvað fáránlega hátt verðmat á hlutnum sem hann var að fá gefins (var t.a.m. hægt að kaupa hlutinn mun ódýrari frá framleiðanda).
Ég held að best sé að fá að borga smá fyrir svona hluti (þó það sé "gjöf"/"styrkur") bara til að hafa rétta kvittun og kortafærslu til að sanna það. $0,1 hljómar rosa fínt. Ég veit reyndar ekki hvort þetta myndi virka en ég sé ekki hvernig það gæti ekki gert það. Tollurinn yrði samt klárlega með vesen.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
dori skrifaði:Ég held að best sé að fá að borga smá fyrir svona hluti (þó það sé "gjöf"/"styrkur") bara til að hafa rétta kvittun og kortafærslu til að sanna það. $0,1 hljómar rosa fínt. Ég veit reyndar ekki hvort þetta myndi virka en ég sé ekki hvernig það gæti ekki gert það. Tollurinn yrði samt klárlega með vesen.
Ég held að það sé allra versta hugmynd allra tíma sem að gæti mögulega kviknað hjá neinum í sambandi við þetta mál.
Þá er það algjörlega staðfest á pappír að þetta sé ekki gjöf heldur aðkeypt vara og þá fær tollurinn að sjálfsögðu að verðmeta þetta sjálfur,
ef að þeim finnst verðlagningin dubious - þeir finna út verðið á innan við mínútu og sjá að þetta kostar 1500kr.
Modus ponens
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða
Og hvað er eðlilegt og hæfilegt?
Að viðtakandi sýni fram á að um gjöf af sérstöku tilefni sé að ræða. Gjafir vegna afmælis, brúðkaups, jóla eða fermingar teljast meðal annars vera gjafir af sérstöku tilefni í þessu sambandi.
Má sem sagt ekki vera tækifærisgjöf?
Að sending beri með sér að um sé að ræða gjöf frá gefanda búsettum erlendis og að tengsl séu á milli hans þess sem gjöfina fær.
Þarf maður sems sagt að sanna "tengsl" ef maður fær gjöf af einhverju tilefni undir 10k ...
Upphæðin 10 þúsund sem er miðað við er búin að vera óbreytt í meira en sex ár, þrátt fyrir hrun og mikla verðbólgu.
Sjá hér.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
GuðjónR skrifaði:Upphæðin 10 þúsund sem er miðað við er búin að vera óbreytt í meira en sex ár, þrátt fyrir hrun og mikla verðbólgu.
Bara nákvæmlega það sama og með sektir o.fl.
Það eru engar fréttir að upphæðir í löggjöfinni fylgja ekki vísitölunni.
Modus ponens
-
- Vaktari
- Póstar: 2327
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
Hvernig er það þá þarf maður að hafa einhverskonar vottað blað með gjöfinni sem maður fær ?
Re: Gjafir
Gúrú skrifaði:dori skrifaði:Ég held að best sé að fá að borga smá fyrir svona hluti (þó það sé "gjöf"/"styrkur") bara til að hafa rétta kvittun og kortafærslu til að sanna það. $0,1 hljómar rosa fínt. Ég veit reyndar ekki hvort þetta myndi virka en ég sé ekki hvernig það gæti ekki gert það. Tollurinn yrði samt klárlega með vesen.
Ég held að það sé allra versta hugmynd allra tíma sem að gæti mögulega kviknað hjá neinum í sambandi við þetta mál.
Þá er það algjörlega staðfest á pappír að þetta sé ekki gjöf heldur aðkeypt vara og þá fær tollurinn að sjálfsögðu að verðmeta þetta sjálfur,
ef að þeim finnst verðlagningin dubious - þeir finna út verðið á innan við mínútu og sjá að þetta kostar 1500kr.
Þú þarft hvort eð er að borga allt þar sem gjöf frá fyrirtækjum er ekki undanskilið frá gjöldum. Ef þú virkilega borgar fyrir eitthvað en það er "grunsamlega lágt" verð. Hvað er það sem þeir ætla að gera? Sekta þig fyrir að kaupa verðmætan hlut of ódýrt? Tollurinn verðmetur gjafir sjálfur en fer eftir því sem þú borgar þegar þú ert að kaupa hluti, ekki satt?
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
En bara svo að það sé á hreinu þá er enginn tollur á farsímum en þú þarft að borga 25,5 % vsk.
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
Ég held að það þýði ekkert að gráta mikið yfir þessu. Þið sjáið það í hendi ykkar að allar undanþágur frá svona reglum eru misnotaðar massívt og því verða að vera mjög miklar skorður á þeim ef það á að halda þeim uppi yfir höfuð.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
FriðrikH skrifaði:Ég held að það þýði ekkert að gráta mikið yfir þessu. Þið sjáið það í hendi ykkar að allar undanþágur frá svona reglum eru misnotaðar massívt og því verða að vera mjög miklar skorður á þeim ef það á að halda þeim uppi yfir höfuð.
Það er alveg hárrétt hjá þér.
Verð samt að segja að reglurnar eru of stífar.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
dori skrifaði:Þú þarft hvort eð er að borga allt þar sem gjöf frá fyrirtækjum er ekki undanskilið frá gjöldum. Ef þú virkilega borgar fyrir eitthvað en það er "grunsamlega lágt" verð. Hvað er það sem þeir ætla að gera? Sekta þig fyrir að kaupa verðmætan hlut of ódýrt? Tollurinn verðmetur gjafir sjálfur en fer eftir því sem þú borgar þegar þú ert að kaupa hluti, ekki satt?
Heldur þú virkilega að ég megi kaupa mér $1000 gítar, selja bróður mínum hann á $20 og að tollurinn leyfi honum að borga tollinn af kaupverðinu $20?
Virkilega?
Modus ponens
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
Gúrú skrifaði:dori skrifaði:Þú þarft hvort eð er að borga allt þar sem gjöf frá fyrirtækjum er ekki undanskilið frá gjöldum. Ef þú virkilega borgar fyrir eitthvað en það er "grunsamlega lágt" verð. Hvað er það sem þeir ætla að gera? Sekta þig fyrir að kaupa verðmætan hlut of ódýrt? Tollurinn verðmetur gjafir sjálfur en fer eftir því sem þú borgar þegar þú ert að kaupa hluti, ekki satt?
Heldur þú virkilega að ég megi kaupa mér $1000 gítar, selja bróður mínum hann á $20 og að tollurinn leyfi honum að borga tollinn af kaupverðinu $20?
Virkilega?
selur í gegnum ebay.com og þeir segja ekki múkk.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Gjafir
Gúrú skrifaði:dori skrifaði:Þú þarft hvort eð er að borga allt þar sem gjöf frá fyrirtækjum er ekki undanskilið frá gjöldum. Ef þú virkilega borgar fyrir eitthvað en það er "grunsamlega lágt" verð. Hvað er það sem þeir ætla að gera? Sekta þig fyrir að kaupa verðmætan hlut of ódýrt? Tollurinn verðmetur gjafir sjálfur en fer eftir því sem þú borgar þegar þú ert að kaupa hluti, ekki satt?
Heldur þú virkilega að ég megi kaupa mér $1000 gítar, selja bróður mínum hann á $20 og að tollurinn leyfi honum að borga tollinn af kaupverðinu $20?
Virkilega?
Ekki vera kjáni. Skv. tollalögum væruð þið tengdir aðilar og þ.a.l. er farið nánar út í hvort þið séuð að fela eitthvað. M.v. hvernig þú talar eins og þú vitir allt um þetta hefði ég haldið að þú vissir það.
Ég sé ekki hvernig fyrirtæki má ekki gefa afslátt af vöru og tollurinn geti gert eitthvað í því. Nema náttúrulega þetta sé það sem er átt við með "sala háð skilyrðum sem ekki er hægt að áætla verð á" (2. mgr 14. gr tollalaga).
Það sem ég átti samt við var að fá eitthvað sem er semi raunhæfur afsláttur (en samt í grófasta lagi) frekar en að fá vöruna gefins því að það gæti orðið ódýrara. Í þessu tilfelli var þetta eitthvað litarefni í vatnskælingu, er það ekki? Ég hélt að það væri frekar ódýrt og skaut þess vegna á mjög lágt verð. Þetta er eitthvað sem meikar alveg sense að reikna út fyrirfram og sjá hvað er hagstæðast.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir
Minuz1 skrifaði:selur í gegnum ebay.com og þeir segja ekki múkk.
Í þessu tilfelli myndu þeir eflaust kannski ekki nenna að gá hvort að einhver túba af kremi kosti í rauninni $1 eða $15(/$33 ef þetta er stærri útgáfan)
en ef þú/þið heldur/haldið að ég geti selt einhverjum myndvarpa á $10 á eBay og tollurinn "segi ekki múkk"
þegar að hann ætlar að borga 850 kr. í toll af $800 vöru þá er ég alveg hættur að skilja ykkur alla.
Maður er að reyna á vanhæfni tollsins í því tilfelli vegna þess að honum ber skylda til að passa upp á það að það sé ekki hlaupið framhjá löggjöfinni með svona bulli.
dori skrifaði:Ekki vera kjáni -> <Heldur því fram að tollurinn sé vanhæfasta batterý alheimsins uppfyllt af smábörnum>
Modus ponens
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
Ég er ekki að segja að tollurinn sé fullur af smábörnum en ég er að segja að tollurinn verður að fara eftir tollalögum og m.v. þínar kenningar hefurðu ekki kynnt þér þau. Almenna reglan er að þú borgar gjöld af því sem þú borgar fyrir vöru/þjónustu.
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
dori skrifaði:Ég er ekki að segja að tollurinn sé fullur af smábörnum en ég er að segja að tollurinn verður að fara eftir tollalögum og m.v. þínar kenningar hefurðu ekki kynnt þér þau. Almenna reglan er að þú borgar gjöld af því sem þú borgar fyrir vöru/þjónustu.
Þannig að ég get keypt bíl á 10.000 dollara (rúma milljón), látið frænda minn í US taka við honum og hann selur mér hann á 5000kr á ebay og ég borga innfluttningsgjöld, tolla og skatta af 5.000kr.......það sem þú ert að halda fram?
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
Tiger skrifaði:dori skrifaði:Ég er ekki að segja að tollurinn sé fullur af smábörnum en ég er að segja að tollurinn verður að fara eftir tollalögum og m.v. þínar kenningar hefurðu ekki kynnt þér þau. Almenna reglan er að þú borgar gjöld af því sem þú borgar fyrir vöru/þjónustu.
Þannig að ég get keypt bíl á 10.000 dollara (rúma milljón), látið frænda minn í US taka við honum og hann selur mér hann á 5000kr á ebay og ég borga innfluttningsgjöld, tolla og skatta af 5.000kr.......það sem þú ert að halda fram?
Ég er ekki að segja það (það var einhver annar að segja að ebay sé fínt í að svindla á þennan hátt, ég var ekki að tala um að svindla). Ég talaði ekki einu sinni nokkru sinni um að láta einhvern kaupa hlut og selja þér hann á lægra verði. Ég var að tala um að fá afslátt af vöru frá framleiðanda/seljanda í kynningarskini. Það væri ekki einsdæmi.
En dæmið sem þú tekur myndi örugglega ekki ganga upp. Í fyrsta lagi gæti frændi þinn talist tengdur aðili eins og ég benti á áður enda "eruð þið í sömu fjölskyldu" fyrst þú kallar hann frænda þinn (ég veit samt ekki hvernig þetta er túlkað). Ég veit hins vegar til þess að menn hafi keypt ökutæki erlendis, látið þau liggja þar í smá tíma á nafni annars og flutt þau svo inn eins og þú ert að stinga upp á. Nema hvað verðinu er auðvitað haldið "eðlilegu".
Tollalög skrifaði:14. gr
Tollverð innfluttra vara er viðskiptaverðið, þ.e. það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber fyrir vörurnar við sölu þeirra til útflutnings til landsins
[...]
4. Kaupandi og seljandi séu óháðir hvor öðrum eða séu þeir hvor öðrum háðir þá sé viðskiptaverðið nothæft í tollalegu tilliti samkvæmt nánari reglum settum skv. 16. gr.
Samkvæmt lögum þessum skal því aðeins telja aðila, persónur eða lögaðila, háða hvor öðrum að eftirtalin skilyrði séu uppfyllt:
[...]
8. Þeir séu í sömu fjölskyldu.
[...]
16. gr
Ráðherra getur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum sett nánari reglur um ákvörðun tollverðs er taki mið af samningnum um framkvæmd VII. gr. hins almenna samnings um tolla og viðskipti 1994. Reglurnar skulu m.a. tilgreina hvernig tollverð skal ákvarðað í þeim tilvikum sem ekki er hægt að ákvarða tollverð innflutningsvöru skv. 14. gr. og það sem bæta skal við tollverð samkvæmt ákvæðum 15. gr.
Ef þú kíkir á reglugerðina (greinar ~50-60) sérðu að þetta virkar þannig að Tollurinn getur dregið í efa viðskiptaverð sem þú gefur upp og beðið um meiri gögn. Ef þau gögn sem þú leggur fram eru ekki nægilega sannfærandi er þeim heimilt að áætla vermæti vöru. Það er gert með því að skoða viðskiptaverð með sams konar eða sambærilegar vörur bæði í viðskiptum innanlands og innfluttar.
Það sem ég er að segja, við upprunalega kommentinu hans AciD_RaiN, var að það myndi hugsanlega vera ódýrara að fá topp afslátt af vöru frá styrktaraðila en að fá hana gefins og þurfa að borga toll+virðisauka af hæsta mögulega verði (til að snuða ríkið ekki verður Tollurinn alltaf að áætla uppá við skv. reglugerðinni sem ég linka í). Þá ertu með solid gögn um að þú hafir bara borgað það sem er á þeim pappírum og þeir eiga þá mjög erfitt með að véfengja þau viðskipti.
En svo er örugglega fullt af óskjalfestum (allavega eitthvað sem við almenningur fáum ekki að sjá) vinnureglum sem þeir (og þeir sem sjá um tollmiðlun) fara eftir og nota til að taka ákvarðanir í þessu. Gott dæmi um vinnureglu er að flokka lithium fartölvurafhlöður sem "almennur sýrulaus rafgeymir" sem ber vörugjöld og fullt af veseni þó svo að það sé sér flokkur fyrir "lithium rafgeymir" sem ber engin slík gjöld. Ég lenti í því en eftir smá stapp fékk ég mismuninn endurgreiddan.
Dæmið sem ég talaði um var félagi minn sem fékk Jambox í jólagjöf hjá erlendu fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Á síðunni þeirra stendur.
Jambox Overview skrifaði:It's simply the smallest, best sounding wireless speaker and speakerphone on the planet — all for $199.99.
Með því að fara í einhverja leit á Amazon fann Tollurinn einhvern sem var að selja þetta á $240 (hugsanlega á breska Amazon) og þá neituðu þeir að skoða neitt annað sem mögulegt virði, hann var samt búinn að útvega pappíra um hvað fyrirtækið hans borgaði fyrir þetta. Það var eitthvað fleira smádót í boxinu en allavega komst Tollurinn að því að hann ætti að borga 19 þúsund krónur fyrir þetta allt. Annars staðar í heiminum voru menn að borga innan við $50 fyrir að taka við gjöfinni.
-
- Nýliði
- Póstar: 19
- Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 21:22
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
I am a little, if not too, late to this topic... but I've dealt with customs here in Iceland too many times to count. Though my Icelandic isn't my best quality, I could certainly understand a lot of what you guys were discussing.
For instance, if your brother purchases any item for any amount of money, uses it, then sells it to you, then you do not have to pay any toll on that item. Only an item that has retail value can be taxed. Any item that is not factory sealed cannot be taxed.
I receive a lot of promotional items from distributors over seas. A lot of the times the promos are marked as such, and despite having had difficulties explaining to the custom agents that they cannot tax me for an item that cannot be sold at retail, I have never paid toll. I even received a package from Activision with a retail promo worth at 15.000ISK. They opened the box to inspect, and the second they realised what they'd done they couldn't tax me. The opened item no longer had any retail value.
Customs in Iceland are a bitch.
For instance, if your brother purchases any item for any amount of money, uses it, then sells it to you, then you do not have to pay any toll on that item. Only an item that has retail value can be taxed. Any item that is not factory sealed cannot be taxed.
I receive a lot of promotional items from distributors over seas. A lot of the times the promos are marked as such, and despite having had difficulties explaining to the custom agents that they cannot tax me for an item that cannot be sold at retail, I have never paid toll. I even received a package from Activision with a retail promo worth at 15.000ISK. They opened the box to inspect, and the second they realised what they'd done they couldn't tax me. The opened item no longer had any retail value.
Customs in Iceland are a bitch.
-
- Geek
- Póstar: 854
- Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
- Reputation: 4
- Staðsetning: 271 Mosfellssveit
- Staða: Ótengdur
Re: Gjafir frá útlöndum og tollurinn
Ég var að panta bol frá team liquid um daginn og hann var sendur sem gjöf og móðir mín pantaði annann mun dýrari pakka um svipað leiti.
Nú þegar að bolurinn kemur til landsins þá fær hún mamma bara einhvern tölvupóst með serial númeri og svo er spurt í hvaða flokk þessi pakki er upp á tollinn og mamma heldur náttúrulega að þetta sé bara sinn pakki.
Þegar á pósthúsið er komið þá föttum við að þetta er bolurinn minn og þá á að láta okkur borga hátt í 6000kr í toll sem að er meira en helmingi yfir verði bolsins sjálfs.
Þegar að við útskýrum miskilninginn þá er bara ekkert hægt að gera í þessu og jafnvel verið að ásaka okkur um tollsvik þegar að við sýnum nótuna frá team liquid sem segir að þetta sé gjöf.
Ah póstkerfið á Íslandi.
Nú þegar að bolurinn kemur til landsins þá fær hún mamma bara einhvern tölvupóst með serial númeri og svo er spurt í hvaða flokk þessi pakki er upp á tollinn og mamma heldur náttúrulega að þetta sé bara sinn pakki.
Þegar á pósthúsið er komið þá föttum við að þetta er bolurinn minn og þá á að láta okkur borga hátt í 6000kr í toll sem að er meira en helmingi yfir verði bolsins sjálfs.
Þegar að við útskýrum miskilninginn þá er bara ekkert hægt að gera í þessu og jafnvel verið að ásaka okkur um tollsvik þegar að við sýnum nótuna frá team liquid sem segir að þetta sé gjöf.
Ah póstkerfið á Íslandi.
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W