Tiger skrifaði:dori skrifaði:Ég er ekki að segja að tollurinn sé fullur af smábörnum en ég er að segja að tollurinn verður að fara eftir tollalögum og m.v. þínar kenningar hefurðu ekki kynnt þér þau. Almenna reglan er að þú borgar gjöld af því sem þú borgar fyrir vöru/þjónustu.
Þannig að ég get keypt bíl á 10.000 dollara (rúma milljón), látið frænda minn í US taka við honum og hann selur mér hann á 5000kr á ebay og ég borga innfluttningsgjöld, tolla og skatta af 5.000kr.......það sem þú ert að halda fram?
Ég er ekki að segja það (það var einhver annar að segja að ebay sé fínt í að svindla á þennan hátt, ég var ekki að tala um að svindla). Ég talaði ekki einu sinni nokkru sinni um að láta einhvern kaupa hlut og selja þér hann á lægra verði. Ég var að tala um að fá afslátt af vöru frá framleiðanda/seljanda í kynningarskini. Það væri ekki einsdæmi.
En dæmið sem þú tekur myndi örugglega ekki ganga upp. Í fyrsta lagi gæti frændi þinn talist tengdur aðili eins og ég benti á áður enda "eruð þið í sömu fjölskyldu" fyrst þú kallar hann frænda þinn (ég veit samt ekki hvernig þetta er túlkað). Ég veit hins vegar til þess að menn hafi keypt ökutæki erlendis, látið þau liggja þar í smá tíma á nafni annars og flutt þau svo inn eins og þú ert að stinga upp á. Nema hvað verðinu er auðvitað haldið "eðlilegu".
Tollalög skrifaði:14. gr
Tollverð innfluttra vara er viðskiptaverðið, þ.e. það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber fyrir vörurnar við sölu þeirra til útflutnings til landsins
[...]
4. Kaupandi og seljandi séu óháðir hvor öðrum eða séu þeir hvor öðrum háðir þá sé viðskiptaverðið nothæft í tollalegu tilliti samkvæmt nánari reglum settum skv. 16. gr.
Samkvæmt lögum þessum skal því aðeins telja aðila, persónur eða lögaðila, háða hvor öðrum að eftirtalin skilyrði séu uppfyllt:
[...]
8.
Þeir séu í sömu fjölskyldu.[...]
16. gr
Ráðherra getur með
reglugerð eða öðrum fyrirmælum sett nánari reglur um ákvörðun tollverðs er taki mið af samningnum um framkvæmd VII. gr. hins almenna samnings um tolla og viðskipti 1994. Reglurnar skulu m.a. tilgreina hvernig tollverð skal ákvarðað í þeim tilvikum sem ekki er hægt að ákvarða tollverð innflutningsvöru skv. 14. gr. og það sem bæta skal við tollverð samkvæmt ákvæðum 15. gr.
Ef þú kíkir á reglugerðina (greinar ~50-60) sérðu að þetta virkar þannig að Tollurinn getur dregið í efa viðskiptaverð sem þú gefur upp og beðið um meiri gögn. Ef þau gögn sem þú leggur fram eru ekki nægilega sannfærandi er þeim heimilt að áætla vermæti vöru. Það er gert með því að skoða viðskiptaverð með sams konar eða sambærilegar vörur bæði í viðskiptum innanlands og innfluttar.
Það sem ég er að segja, við upprunalega kommentinu hans AciD_RaiN, var að það myndi hugsanlega vera ódýrara að fá topp afslátt af vöru frá styrktaraðila en að fá hana gefins og þurfa að borga toll+virðisauka af
hæsta mögulega verði (til að snuða ríkið ekki verður Tollurinn alltaf að áætla uppá við skv. reglugerðinni sem ég linka í). Þá ertu með solid gögn um að þú hafir bara borgað það sem er á þeim pappírum og þeir eiga þá mjög erfitt með að véfengja þau viðskipti.
En svo er örugglega fullt af óskjalfestum (allavega eitthvað sem við almenningur fáum ekki að sjá) vinnureglum sem þeir (og þeir sem sjá um tollmiðlun) fara eftir og nota til að taka ákvarðanir í þessu. Gott dæmi um vinnureglu er að flokka lithium fartölvurafhlöður sem "almennur sýrulaus rafgeymir" sem ber vörugjöld og fullt af veseni þó svo að það sé sér flokkur fyrir "lithium rafgeymir" sem ber engin slík gjöld. Ég lenti í því en eftir smá stapp fékk ég mismuninn endurgreiddan.
Dæmið sem ég talaði um var félagi minn sem fékk
Jambox í jólagjöf hjá erlendu fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Á síðunni þeirra stendur.
Jambox Overview skrifaði:It's simply the smallest, best sounding wireless speaker and speakerphone on the planet — all for $199.99.
Með því að fara í einhverja leit á Amazon fann Tollurinn einhvern sem var að selja þetta á $240 (hugsanlega á breska Amazon) og þá neituðu þeir að skoða neitt annað sem mögulegt virði, hann var samt búinn að útvega pappíra um hvað fyrirtækið hans borgaði fyrir þetta. Það var eitthvað fleira smádót í boxinu en allavega komst Tollurinn að því að hann ætti að borga 19 þúsund krónur fyrir þetta allt. Annars staðar í heiminum voru menn að borga innan við $50 fyrir að taka við gjöfinni.