Dagur skrifaði:Hvernig væri að athuga hvað fólki finnst um þetta en að skjóta þetta niður. Ég var líka skeptískur en eftir að hafa lesið hvað fólki finnst um þetta þá ákvað ég bara að prófa þetta, hef engu að tapa. Ég er búinn með fyrsta "kennslutímann", nihongoga wakarimas
Þegar ég gerði orðið "
lærir" bold þá átti ég við að það er enginn að fara að virkilega læra tungumál á 10 dögum. Kannski er þetta miklu betra system en öll önnur (a.m.k. fyrir einhverja) og það er alveg frábært að geta lært eitthvað í tungumáli á 10 dögum. En það er ekki alveg það sama og að
læra tungumál að kunna nokkra frasa (það er það sem mér skilst eftir að hafa lesið eitthvað um þetta á netinu).
http://www.fluentin3months.com/pimsleur/http://language101.com/reviews/pimsleur/http://chadmccomas.com/?p=281Ég skal passa mig að vera ekki hater og ég geri mér grein fyrir að þetta kom svolítið þannig út en passið þið ykkur á því líka. Það getur verið erfitt að koma undirtón til skila í skrifuðum texta eða á netinu (þar sem einhverra hluta vegna allir vilja vera að rífast) en þetta var ekki svona illa meint.
Edit:
Gúrú skrifaði:Vegna þess að það er hægt að læra frekar mikið á 10 dögum? Og frekar mikið > ekkert.
Á tíu solid dögum af lærdómi gæti ég fært mig fram um a.m.k. ár í flestöllum fögum á menntaskólastigi, af hverju ætti ég ekki að geta talað tungumál "ágætlega"?
Ég sé hvernig þetta kemur illa út. Það sem ég hugsa þegar það er sagt "lærðu stærðfræði" (á einhverju vissu stigi) þá eru einhver markmið sem ég geri ráð fyrir að þú sért með fyrir lok tímans. Sem þú átt að vera kominn með. Þarna er "lærðu tungumál" "á 10 dögum". Það sem ég er að segja er að þó svo að þú getir alveg lært einhverja frasa, og þannig má teygja það í að þú hafir "lært tungumál", á 10 dögum þá ertu kominn svo rosalega stutt á veg að þú getir ekki sagst hafa lært eitthvað tungumál.
Ég meina. "Lærðu spænsku [103] á 10 dögum" fyndist mér ekkert impressive en "lærðu spænsku [þannig að þú getir virkilega tjáð þig og byrjað að pikka upp nýja hluti] á 10 dögum" er allt annað. Mér finnst bara líklegt að þetta sé nær því fyrra. En kannski er ég bara hatari.