Spilaði tölvuleik í heilt ár
Svein Holden ríkissakóknari rekur nú æviferil norska fjölamorðingjans Anders Behring Breiviks við réttarhöldin yfir honum sem nú standa yfir.
Til dæmis varði hann heilu ári í tölvuleikjaspil.
Undanfarin fimm ár var Breivik ekki á vinnumarkaði, hann þáði engar opinberar bætur vegna þess og virðist hafa lifað á sparnaði. Mestum tíma sínum varði hann í að spila tölvuleikinn War of Warcraft. Sjálfur sagði Breivik ákæruvaldinu að hann hefði spilað leikinn allan daginn frá sumrinu 2006 til sumarsins 2007.
„Spilið gengur út á að leysa þrautir gegn verðlaunum. Til dæmis eru manndráp algeng þraut,“ sagði Holden.
http://mbl.is/frettir/erlent/2012/04/16 ... _heilt_ar/
Conclusion: tölvuleikir eru slæmir, bönnum þá!
En merkilegt nokk hvað maður heyrir oft fréttir af því að Breivik spilaði tölvuleiki. Horfði hann kannski líka á sjónvarp? Ók hann bíl? Ekki fær maður að heyra það, þó líklegt sé að hann hafi nú gert það. Staðreyndin er sú að stór hluti fólks í þróuðum löndum spilar tölvuleiki reglulega, við erum að tala um hundruð milljóna manna í Asíu, Ameríku og Evrópu. Ef tölvuleikir leiða menn til þess að fremja svona voðaverk þá væri mun meira um það.