Tölvuleikir gerðir að grýlu

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf appel » Mán 16. Apr 2012 10:46

Spilaði tölvuleik í heilt ár
Svein Holden ríkissakóknari rekur nú æviferil norska fjölamorðingjans Anders Behring Breiviks við réttarhöldin yfir honum sem nú standa yfir.
Til dæmis varði hann heilu ári í tölvuleikjaspil.
Undanfarin fimm ár var Breivik ekki á vinnumarkaði, hann þáði engar opinberar bætur vegna þess og virðist hafa lifað á sparnaði. Mestum tíma sínum varði hann í að spila tölvuleikinn War of Warcraft. Sjálfur sagði Breivik ákæruvaldinu að hann hefði spilað leikinn allan daginn frá sumrinu 2006 til sumarsins 2007.

„Spilið gengur út á að leysa þrautir gegn verðlaunum. Til dæmis eru manndráp algeng þraut,“ sagði Holden.
http://mbl.is/frettir/erlent/2012/04/16 ... _heilt_ar/



Conclusion: tölvuleikir eru slæmir, bönnum þá!

En merkilegt nokk hvað maður heyrir oft fréttir af því að Breivik spilaði tölvuleiki. Horfði hann kannski líka á sjónvarp? Ók hann bíl? Ekki fær maður að heyra það, þó líklegt sé að hann hafi nú gert það. Staðreyndin er sú að stór hluti fólks í þróuðum löndum spilar tölvuleiki reglulega, við erum að tala um hundruð milljóna manna í Asíu, Ameríku og Evrópu. Ef tölvuleikir leiða menn til þess að fremja svona voðaverk þá væri mun meira um það.


*-*

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf chaplin » Mán 16. Apr 2012 10:57

Potatoes have skin, I have skin. Therefore I am a potato.

Mætti halda að þetta væri aðferðafræðin sem þessir "sérfræðingar" nota. En fólk hefur framið glæpi eftir að hafa lesið bækur (td. Catcher in the rye), bönnum bækur.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Frost » Mán 16. Apr 2012 11:07

Æjji fólk leitar alltaf að einhverju til að koma sökinni á. #-o

Langar endilega að sjá sérfræðingamat hvernig WoW (World of Warcraft btw) ætti að hafa haft áhrif á hann. Hann var partur af þessari alþjóðlegu riddarareglu þar sem markmið þeirra var að útríma öllum múslimum í Evrópu, ég myndi giska á að hann hafi fengið þessar ranghugmyndir þaðan.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Daz » Mán 16. Apr 2012 11:15

Skemmtilegt hvernig þetta virðist vera sett fram. Það er ekkert sagt, bara gefið í skyn.

Það mætti nú athuga það tölfræðilega, hvort það séu meiri líkur á að maður verði fjöldamorðingi ef maður stundar tölvuleiki. Ég hélt raunar að það væri hættulegast að vera miðaldra hvítur karlmaður, tölfræðilega séu þeir líklegastir til að vera fjöldamorðingjar.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf coldcut » Mán 16. Apr 2012 11:51

Ekki það að ég sé sammála þessu en djöfull er orðið þreytt þetta væl hérna í hvert einasta skipti sem einhver segir að tölvuleikir geti haft skaðleg áhrif! :crying



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf beatmaster » Mán 16. Apr 2012 12:21

coldcut skrifaði:Ekki það að ég sé sammála þessu en djöfull er orðið þreytt þetta væl hérna í hvert einasta skipti sem einhver segir að tölvuleikir geti haft skaðleg áhrif! :crying


Mikið er ég sammála þér þarna, hvaða voða viðkvæmni er þetta, það er hvergi talað um að hann hafi drepið fólki af því að hann spilaði tölvuleiki, slakiði nú endilega aðeins á

Hann rakti einnig stjórnmálaþátttöku Breiviks, en árið 1997 gekk hann í ungliðahreyfingu Fremskridspartiet.


Ætli margar unglíðahreyfingar stjórnmálaafla séu núna að ræða sín í milli að þáttaka í ungliðahreyfingum sé gert að grýlu í réttarhöldunum?

appel skrifaði:...Conclusion: tölvuleikir eru slæmir, bönnum þá!


Mér sýnist fréttin sem að þú vísar í ekki hafa komist að þessari niðurstöðu, er þetta kanski spurning um að glasið sé hálftóm eða hálffullt?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Moldvarpan » Mán 16. Apr 2012 12:47

En með þessu, þá er verið að láta lesendur fréttanna draga þá ályktun að tölvuleikir og manndráp séu tengd. Þarna er ég að tala um almennan borgara með takmarkaða tölvuþekkinu, ekki tölvunörd.


Fyrir mína parta að þá virkar þetta öfugt, ég fæ meiri útrás í leiknum, heldur en þörf fyrir útrás eftir að ég hafi spilað leikinn.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Garri » Mán 16. Apr 2012 12:57

Er sammála þessu að fjölmiðlafólk yfirhöfuð hatast út í tölvu og tölvunotkun.. tölvuleikir og spjallvefir er eitur í þeirra huga.

En að sjálfsögðu hafa svona atburðir átt sér stað í allri mannkynssögunni og löngu áður en tölvur urðu til. Hugsa að Egill Skallagrímsson sem vóg mann og annan sér til dægrastyttingar og fyrst þriggja ára skv. okkar hetjusögum, hafi til að mynda ekki haft tölvur.

Er á því að tölvur séu tæki sem virki einmitt þveröfugt, það er, veiti útrás fyrir reiði og vanmáttarkennd.

Þessi glæpur er á allt annar bylgjulengd. Brjálsemi, firring og geðveiki sem aðeins geta útskýrt svona háttsemi.

Hvers vegna fjölmiðlar geri ekki meir úr þeim þáttum í sinni umfjöllun er hinsvegar áhyggjuefni.

Bíð alltaf eftir að einhver kjána nördinn gefi valdhöfum tylliástæðu til að hjóla í tölvumenninguna, ritskoða vefinn og banna þar hluti eins og tölvuleiki, út og suður..




marri87
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 14. Des 2004 17:43
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf marri87 » Mán 16. Apr 2012 13:08

Menn eru að standa sig á mbl.
Mestum tíma sínum varði hann í að spila tölvuleikinn War of Warcraft




Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Varasalvi » Mán 16. Apr 2012 13:37

Aldrei kemst í fréttinar að tölvuleikir geta haft góð áhrif.

http://www.abc.net.au/science/articles/ ... 607577.htm



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Daz » Mán 16. Apr 2012 14:07

marri87 skrifaði:Menn eru að standa sig á mbl.
Mestum tíma sínum varði hann í að spila tölvuleikinn War of Warcraft


Þeir bara borða það sem þeir eru mataðir á
Google leit



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Demon » Mán 16. Apr 2012 14:18

beatmaster skrifaði:
coldcut skrifaði:Ekki það að ég sé sammála þessu en djöfull er orðið þreytt þetta væl hérna í hvert einasta skipti sem einhver segir að tölvuleikir geti haft skaðleg áhrif! :crying


Mikið er ég sammála þér þarna, hvaða voða viðkvæmni er þetta, það er hvergi talað um að hann hafi drepið fólki af því að hann spilaði tölvuleiki, slakiði nú endilega aðeins á

Hann rakti einnig stjórnmálaþátttöku Breiviks, en árið 1997 gekk hann í ungliðahreyfingu Fremskridspartiet.


Ætli margar unglíðahreyfingar stjórnmálaafla séu núna að ræða sín í milli að þáttaka í ungliðahreyfingum sé gert að grýlu í réttarhöldunum?

appel skrifaði:...Conclusion: tölvuleikir eru slæmir, bönnum þá!


Mér sýnist fréttin sem að þú vísar í ekki hafa komist að þessari niðurstöðu, er þetta kanski spurning um að glasið sé hálftóm eða hálffullt?


Get alveg verið sammála að menn eru stundum soldið viðkvæmir hérna.
En þessi frétt samt sem áður mjög leiðandi að tölvuleikjum.
Það er nóg að skoða titil fréttarinnar: "Spilaði tölvuleik í heilt ár" og svo er langur texti í fréttinni um hitt og þetta furðulegt sem maðurinn gerði en sérstaklega staldrað við tölvuleiki af eitthverri ástæðu. Svo er farið yfir þá staðreynd að það sé hægt að drepa hitt og þetta í tölvuleiknum.
Það var ágætis mbl bloggari sem benti á að í raun hefði hann verið að gera það sama ef hann hefði spilað skák, þar ertu jú að drepa peð,drottningu osfrv.

Efa stórlega að tenging við skák væri svona áberandi í fréttinni ef Breivik hefði verið mikill skákmaður.




Joi_BASSi!
Ofur-Nörd
Póstar: 224
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Joi_BASSi! » Mán 16. Apr 2012 15:10

tja. allir (allir með viti allavegana) eru sammála um það að ofbeldi sé slæmt.
og megnið af tölvuleikjum snúast um ofbeldi. meiraðsegja Mario drap þríhyrndu gaurana, og pakkmann át draugana.



ást og friður. smelly hippy út



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Demon » Mán 16. Apr 2012 15:12

Joi_BASSi! skrifaði:tja. allir (allir með viti allavegana) eru sammála um það að ofbeldi sé slæmt.
og megnið af tölvuleikjum snúast um ofbeldi. meiraðsegja Mario drap þríhyrndu gaurana, og pakkmann át draugana.



ást og friður. smelly hippy út


Megnið af kvikmyndum snúast um ofbeldi líka.
Á ekki að banna þetta allt saman bara?




sfannar
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Sun 30. Jan 2011 15:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf sfannar » Mán 16. Apr 2012 15:35

Hvaða tölvuleiki spilaði Hitler?



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Frost » Mán 16. Apr 2012 15:36

Demon skrifaði:
Joi_BASSi! skrifaði:tja. allir (allir með viti allavegana) eru sammála um það að ofbeldi sé slæmt.
og megnið af tölvuleikjum snúast um ofbeldi. meiraðsegja Mario drap þríhyrndu gaurana, og pakkmann át draugana.



ást og friður. smelly hippy út


Megnið af kvikmyndum snúast um ofbeldi líka.
Á ekki að banna þetta allt saman bara?


Jújú hendum okkur í það. Bönnum tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki og nokkurnvegin allt sem veitir okkur smá ánægju í þessum heimi... :sleezyjoe


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Varasalvi » Mán 16. Apr 2012 15:39

Frost skrifaði:
Demon skrifaði:
Joi_BASSi! skrifaði:tja. allir (allir með viti allavegana) eru sammála um það að ofbeldi sé slæmt.
og megnið af tölvuleikjum snúast um ofbeldi. meiraðsegja Mario drap þríhyrndu gaurana, og pakkmann át draugana.



ást og friður. smelly hippy út


Megnið af kvikmyndum snúast um ofbeldi líka.
Á ekki að banna þetta allt saman bara?


Jújú hendum okkur í það. Bönnum tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki og nokkurnvegin allt sem veitir okkur smá ánægju í þessum heimi... :sleezyjoe


Ekki gleyma teiknimyndasögum, eins og batman og allt það.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Moldvarpan » Mán 16. Apr 2012 16:22

sfannar skrifaði:Hvaða tölvuleiki spilaði Hitler?


Pac-man



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Frost » Mán 16. Apr 2012 16:59

Varasalvi skrifaði:
Frost skrifaði:
Demon skrifaði:
Joi_BASSi! skrifaði:tja. allir (allir með viti allavegana) eru sammála um það að ofbeldi sé slæmt.
og megnið af tölvuleikjum snúast um ofbeldi. meiraðsegja Mario drap þríhyrndu gaurana, og pakkmann át draugana.



ást og friður. smelly hippy út


Megnið af kvikmyndum snúast um ofbeldi líka.
Á ekki að banna þetta allt saman bara?


Jújú hendum okkur í það. Bönnum tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki og nokkurnvegin allt sem veitir okkur smá ánægju í þessum heimi... :sleezyjoe


Ekki gleyma teiknimyndasögum, eins og batman og allt það.


Já vá var nærrum því búinn að ræna banka. Eins gott að þú minntir mig á þetta.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf DJOli » Mán 16. Apr 2012 17:44

Ég er nú búinn að spila tölvuleiki í yfir áratug, þó ekki sé um stöðuga spilun að ræða. Ætti ég ekki að vera löngubúinn að ræna banka eða eitthvað?


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Glazier » Mán 16. Apr 2012 17:47

Frost skrifaði:Æjji fólk leitar alltaf að einhverju til að koma sökinni á. #-o

Langar endilega að sjá sérfræðingamat hvernig WoW (World of Warcraft btw) ætti að hafa haft áhrif á hann. Hann var partur af þessari alþjóðlegu riddarareglu þar sem markmið þeirra var að útríma öllum múslimum í Evrópu, ég myndi giska á að hann hafi fengið þessar ranghugmyndir þaðan.

Svona fyrir utan það rústa öllu sem getur kallast félagslíf hjá flestum þá held ég að hann sé bara nokkuð skaðlaus.. :roll:


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3206
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Frost » Mán 16. Apr 2012 19:14

Glazier skrifaði:
Frost skrifaði:Æjji fólk leitar alltaf að einhverju til að koma sökinni á. #-o

Langar endilega að sjá sérfræðingamat hvernig WoW (World of Warcraft btw) ætti að hafa haft áhrif á hann. Hann var partur af þessari alþjóðlegu riddarareglu þar sem markmið þeirra var að útríma öllum múslimum í Evrópu, ég myndi giska á að hann hafi fengið þessar ranghugmyndir þaðan.

Svona fyrir utan það rústa öllu sem getur kallast félagslíf hjá flestum þá held ég að hann sé bara nokkuð skaðlaus.. :roll:


Jájá margir sem lenda illa í því félagslega þegar þeir spila WoW, fíknin getur verið hættuleg en ég sé ekki fjöldamorð útaf leikjafíkn.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf Moldvarpan » Fim 19. Apr 2012 11:06

Breivik þjálfaði miðið í tölvuleikjum
http://mbl.is/frettir/erlent/2012/04/19/breivik_thjalfadi_midid_i_tolvuleikjum/

Það er verið að gera tölvuleiki að grýlum, plain and simple.

Þetta fjölmiðlafár í tengslum við réttarhöldin, fréttaflutningurinn og umfjöllunin eru til skammar.
Lítið tillilt tekið til aðstaðdenda og gæti alveg gefið fleirri geðtæpum mönnum byr undir báða vængi, því þessi umræða er svo brengluð.

Fyrir utan allar staðreyndarvillurnar í þessu, hernaðartölvuleikinn World of Warcraft. :^o
Síðast breytt af Moldvarpan á Fim 19. Apr 2012 11:09, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf CendenZ » Fim 19. Apr 2012 11:07

Maðurinn er að trolla, maður er ekki með neitt mið í WOW.

Í norsku lýsingunni segir fréttamaðurinn að hann glotti --> :troll



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuleikir gerðir að grýlu

Pósturaf tdog » Fim 19. Apr 2012 11:25

Moldvarpan skrifaði:Þetta fjölmiðlafár í tengslum við réttarhöldin, fréttaflutningurinn og umfjöllunin eru til skammar.
Lítið tillilt tekið til aðstaðdenda og gæti alveg gefið fleirri geðtæpum mönnum byr undir báða vængi, því þessi umræða er svo brengluð.


Bíddu maðurinn á alveg rétt á almennilegum réttarhöldum þótt hann sé snargeggjaður í höfðinu, hann hefur alveg rétt til þess að tjá sig eins og aðrir sakborningar.


Annars talar hann líka um að hafa spilað COD og MW, ekki bara WoW.