spn: þetta fer allt eftir því hvað þú telur mikla þörf á að kæla þetta og hvað þú ert að nota tölvuna mikið, plús það hvort þú viljir hafa hana silent og viljir geta sofið með tölvuna nálægt þér.
Þessi "mælir" er viftustýring og get ég mælt 100% með henni, mjög góð. Þarf hana samt ekki nema að þú sért með fleiri en 3 viftur, eða viljir geta slökkt/hægt á viftunum meðan þú sefur.
Örgjörvaviftan: Hef heyrt að hún sé mjög fín. Keypti svona en fattaði svo að það var ekki festingar fyrir hana á móbóinu þannig að ég varð að kaupa mér minni.
Kassaviftan: Ég er með svipaða svona viftu hjá mér og hún er að dæla heita loftinu vel út, sérstaklega ef maður tengir hana í viftustýringuna og lætur hana á max. Flot að hafa t.d. undir skjákortinu.
HDD viftan: Ættir ekki að þurfa hana ef þú ert með viftu að framan sem blæs lofti inn.
Þú sagðir sjálfur að þú værir með viftu að aftan, þá passar einmitt að henda einni að framan líka.
"Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool."
//Lester Bangs - Almost Famous