Nú á ég í dálitlum vanda
Var að setja saman vél og lenti í svolitlum vandræðum þegar ég ætlaði að ræsa. Fyrst ræsti hún sig eðlilega upp og ég fór inn í Bios til að breyta ræsiröðinni og einhverju smávægilegu. En viti menn þegar hún restartaði eftir Bios þá gerist ekki neitt, svartur skjár en eftir smá stund kemur einmanalegt píp og svo aftur með svolitlu millibili. Samkvæmt Bios pípkóða ætti þetta að vera merki um að eitthvað sé að tengt skjá eða skjákorti.
Ég byrjaði á að skipta um skjákort og setja kort sem ég vissi að var í lagi en allt við sama. Þá clear aði ég CMOSI-inn með jumperum en ekkert gerðist þá skipti ég um skjá og aftur um skjákort og tók BIOS betteríið úr og setti í aftur en ekkert breyttist.
Móðurborðið virðist starta, allavega fara allar viftur í gang og díóður t.d á innbyggðu netkorti blikka en annað gerist ekki nema þessi einmanalegu píp annað slagið.
Móðurborðið er MSI K7N2 Delta og er nýlegt.
Og nú vantar mig góð ráð, er þetta móðurborðið eða BIOS problem og hvernig get ég leyst þetta. Get ég uppfært BIOS inn annarstaðar eða látið gera það. Sýnið nú ykkar bestu hliðar og aðstoðið amatör í neyð
ps. var ekki búinn að prufa PCI skjákort (á ekki svoleiðis) en reikna ekki með að það skipti máli
Dáið móðurborð eða BIOS í hakki?
-
- Nörd
- Póstar: 126
- Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 17:08
- Reputation: 0
- Staðsetning: Atlantshaf
- Staða: Ótengdur