Dáið móðurborð eða BIOS í hakki?


Höfundur
mannzib
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 12. Mar 2004 21:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Dáið móðurborð eða BIOS í hakki?

Pósturaf mannzib » Fim 15. Apr 2004 12:29

Nú á ég í dálitlum vanda :cry:
Var að setja saman vél og lenti í svolitlum vandræðum þegar ég ætlaði að ræsa. Fyrst ræsti hún sig eðlilega upp og ég fór inn í Bios til að breyta ræsiröðinni og einhverju smávægilegu. En viti menn þegar hún restartaði eftir Bios þá gerist ekki neitt, svartur skjár en eftir smá stund kemur einmanalegt píp og svo aftur með svolitlu millibili. Samkvæmt Bios pípkóða ætti þetta að vera merki um að eitthvað sé að tengt skjá eða skjákorti.
Ég byrjaði á að skipta um skjákort og setja kort sem ég vissi að var í lagi en allt við sama. Þá clear aði ég CMOSI-inn með jumperum en ekkert gerðist þá skipti ég um skjá og aftur um skjákort og tók BIOS betteríið úr og setti í aftur en ekkert breyttist.
Móðurborðið virðist starta, allavega fara allar viftur í gang og díóður t.d á innbyggðu netkorti blikka en annað gerist ekki nema þessi einmanalegu píp annað slagið.
Móðurborðið er MSI K7N2 Delta og er nýlegt.
Og nú vantar mig góð ráð, er þetta móðurborðið eða BIOS problem og hvernig get ég leyst þetta. Get ég uppfært BIOS inn annarstaðar eða látið gera það. Sýnið nú ykkar bestu hliðar og aðstoðið amatör í neyð :D

ps. var ekki búinn að prufa PCI skjákort (á ekki svoleiðis) en reikna ekki með að það skipti máli




pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Reputation: 0
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Pósturaf pyro » Fim 15. Apr 2004 13:41

hljómar eins og örrinn sé hugsanlega ekki réttur í?


AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8


Johnson 32
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 17:08
Reputation: 0
Staðsetning: Atlantshaf
Staða: Ótengdur

Pósturaf Johnson 32 » Fim 15. Apr 2004 16:35

Já athugaðu örgjörvan og jafnvel minnið!



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 15. Apr 2004 16:52

hljómar eins og að heatsinkið sé ekki nógu vel sett á örgjörfann. taktu það af og settu það aftur á. passaðu líka ða vera með kælikrem


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
mannzib
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 12. Mar 2004 21:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mannzib » Fim 15. Apr 2004 21:15

Takk fyrir ábendingarnar, fer yfir þær á morgun en þá fæ ég nýja viftu og sink á örgjörfaræfilinn. Læt vita hvað gerist.
Fleiri hugmyndir? :idea:




amma
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Þri 03. Feb 2004 23:28
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf amma » Fim 15. Apr 2004 23:00

Jebb. Þetta er pottþétt hitavandamál.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 16. Apr 2004 02:00

mannzib skrifaði:Takk fyrir ábendingarnar, fer yfir þær á morgun en þá fæ ég nýja viftu og sink á örgjörfaræfilinn. Læt vita hvað gerist.
Fleiri hugmyndir? :idea:


ekki segja mér að þú sért ekki með neitt á örgjörfanum??? :shock:


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Pósturaf fallen » Fös 16. Apr 2004 10:33

Meinar örugglega nýja viftu og nýtt sink.

Vona ég :)



Skjámynd

MJJ
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 18:20
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf MJJ » Fös 16. Apr 2004 11:08

Hehehe


Intel P4 HT 2.6 @ 2.61, DFI Lanparty 875P, 512 DDR, GFx 5200 Ultra


Höfundur
mannzib
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 12. Mar 2004 21:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf mannzib » Fös 16. Apr 2004 17:40

Já hehe það er rétt hjá halla, nýja viftu og sink í staðin fyrir hitt dótið Því þótt ég sé nú frekar lélegur nörd þá myndi ég nú ekki reyna að starta vélinni með berann örgjörfann :D



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 16. Apr 2004 22:06

ok.. mér brá sodlið þegar ég las þetta ;)


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Sun 18. Apr 2004 00:47

Lol ég var að setja saman vélar í dag og þegar ég kom að einni vélini var viftan bara á hjörunum og minnið vitlaust í og power kaplar í hassi ég myndi halda að helvítis tölvan myndi fara í black smoke ef það yrði kveikt á henni lol :)