Reynsla mín af Hringdu.is = Góð verð slæm þjónusta

Skjámynd

Höfundur
zetor
spjallið.is
Póstar: 493
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Reynsla mín af Hringdu.is = Góð verð slæm þjónusta

Pósturaf zetor » Mán 03. Okt 2011 18:04

Mig langar til að deila með ykkur reynslu minni af Hringdu.is, jafnframt langar mig að heyra frá öðrum með sína reynslu.

Hér eru nokkri punktar:

1. Svissaði frá Símanum yfir til Hringdu.is í lok Janúar 2011. Valdi 20gb pakkann. Bað um að senda reikning á mín kt, þar sem heimasíma kt var á öðrum.
2. Fékk fyrsta reikning í Apríl sem sendur var á eiganda heimasímans, tók 2 mánuði að lagfæra.
3. Kom í ljós að Hringdu fluttu einnig heimasímann yfir til sín. Tók mánuð að lagfæra. Var tvírukkaður um heimasíma þar sem tilkynning barst ekki til hringdu frá Símanum.
4. Kom í ljós að ég var rukkaður fyrir leigu á Router, á minn eigin Router. Það mál er enn í lagfæringu.
5. Hef aldrei fengið réttan reikning frá Hringdu.is, Hef hringt í þá í hverjum einasta mánuði með lagfæringar sem virðast ekki skila sér svo aftur í næsta reikning.
6. Fæ reikning í netbanka en get ekki séð sundurliðun hans þar, fæ reiking í bréfi viku seinna, stundum ekki réttann reikning.
7. Get ekki fylgst náið með niðurhali og borið saman daga í mánuði.

Ég er að gefast upp á þeim en eitt mega þeir eiga... þeir eru ódýrir.

góðar stundir



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla mín af Hringdu.is = Góð verð slæm þjónusta

Pósturaf Klaufi » Mán 03. Okt 2011 18:42



Mynd

Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla mín af Hringdu.is = Góð verð slæm þjónusta

Pósturaf valdij » Mán 03. Okt 2011 18:44

Sorry með Hi-jackið á þræðinum en kann ekki við að búa til nýjan. Hvaða reynslu hefur fólk af Hringiðunni? http://hringidan.is/

Er að spá í 100mb/s ljósinu og Hringdu og Hringiðan virðast vera þeir einu sem bjóða upp á það og er farinn að fælast svoldið frá Hringdu þannig væri gaman að heyra reynslusögur af Hringiðunni




Treebeard
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 06. Jan 2010 02:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Reynsla mín af Hringdu.is = Góð verð slæm þjónusta

Pósturaf Treebeard » Mán 03. Okt 2011 19:49

ég var að fá ljósleiðara hjá þeim fyrir stuttu, það er alltaf 15min bið ef maður hringir í þá. síðan er erlenda netið búið að vera hægt í um 2 vikur og maður fær engin skýr svör hvenær það á að lagast