Ég er með 200 gb Westerd Digital disk, og hann hefur ekki látið vel. Strax fyrsta daginn ætlaði ég að afrita fullt af gögnum á hann, þannig að ég setti það bara í gang og fór svo að gera eitthvað annað.
Þegar ég kom aftur þá vöru öll gögnin á nýja disknum búin að FOKKAST UPP. Ég minntist þess að ég var nýbúinn að setja Windows 2000 upp og ekki búinn að taka af stillinguna um að slökkva á hörðu diskunum til að spara rafmagn. Þannig að ég hélt bara jájá, heimska windowsið hefur örugglega slökkt í disknum á meðan það var verið að afrita á hann eða eitthvað svoleiðis. Ég formattaði diskinn aftur og hann virkaði fínt í bili.
Um tveim mánuðum seinna þá gerðist þetta aftur, og þá hélt ég að líklega væri ég ekki með nógu öflugan aflgjafa í tölvunni. Fékk ég mér nýjan 400w, formattaði diskinn aftur og allt virtist vera í lagi.
Seinna gerðist þetta aftur og þá var mér nóg boðið, ég fór með diskinn í Tæknibæ og fyrir einhvers konar kraftaverk þá fékk ég nýjan disk. Var ég þá viss um að vandamál mín væru á enda.
En annað kom á daginn, í gær gerðist þetta enn einu sinni á nýja disknum. Ég held núna að þetta sé samblanda af hræðilega vondu filesystemi (FAT32), vondum diski (WD) og heimsku stýrikerfi (Win2000), eða samblanda af vondum diski og of miklum hita (þarf að fá mér betri kælingu). Ég nota FAT32 vegna þess að það er eina filesystemið sem virkar eitthvað að viti bæði í Windows og Linux.
Ég er núna með diskinn í tveimur partitionum, þannig að ef bæði partitionin fokkast upp á sama tíma þá veit ég að það er diskurinn sjálfur, en ég er ekkert voðalega hrifinn af því að þurfa kannski að missa öll gögnin eina ferðina enn. Þannig að ég var að spá hvort einhver hafi lent í svipuðu og viti hvað veldur. Er ég kannski bara FOKKD?
Ég hef átt nokkra aðra harða diska og ég get ekki sagt að ég fari eitthvað rosalega vel með þá en þetta er eini WD diskurinn sem ég á og sá eini sem hefur gefið mér einhver vandræði.
200gb WD ARGH!
-
- has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fös 09. Jan 2004 11:06
- Reputation: 0
- Staðsetning: Á hvolfi.
- Staða: Ótengdur
Lykilhugtakið hér er 'kæling' (þú viðurkennir það meiraðsegja sjálfur að þú sért ekki með næga kælingu). Það eru svooo margir sem bölva og ragna hverjum einasta hd sem þeir fá í hendurnar og kenna svo framleiðendum um þegar þeir klikka, þegar einföld 80mm vifta blásandi á diskinn hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir leiðindi.
Lærdómurinn hér er:
KÆLIÐ HÖRÐU DISKANA YKKAR
Lærdómurinn hér er:
KÆLIÐ HÖRÐU DISKANA YKKAR
n:\>
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Ég er alltaf að segja að kæling á hörðum diskum sé númer 1. Svo koma örgjörvar, einhverjum fannst þetta svo fyndið að ég ætlaði að over clocka harða diskinn minn
en já, kæla betur. IBM deathstar voru mjööög viðkvæmir fyrir hita. Ég átti þannig og hefði ég haft viftu hefði hann verið gangandi enn í dag.
en já, kæla betur. IBM deathstar voru mjööög viðkvæmir fyrir hita. Ég átti þannig og hefði ég haft viftu hefði hann verið gangandi enn í dag.
Hlynur