Erum við ein í heiminum?

Allt utan efnis
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf GuðjónR » Mið 27. Apr 2011 21:23

wICE_man skrifaði:
GúðjónR skrifaði:Ein spurning á þig....og svaraðu já eða nei....trúir þú því að það leynist líf annars staðar í alheiminum en á jörðunni? já eða nei :)


Ef við skilgreinum "alheiminn" sem hin efnislega heim þá trúi ég ekki að það sé til líf annars staðar en á jörðinni og í alþjóðlegu geimstöðinni ;)


Okay ég virði skoðun þína þó ég sé 100% ósammála.
Þó ég segi þetta þá ég ekki að meina að ég haldi að ET sé að reyna að hringja eða það séu litlir grænir karlar á mars.
Hin efnislegi alheimur er bara svo gríðalega stór að ég get bara ekki ímyndað mér að við séum það merkileg hér að við séum einu lífverurnar.




Daníel
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 10. Jan 2011 11:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Daníel » Mið 27. Apr 2011 21:56


Líkurnar á þróun er alls ekki 1/1. Hún er ekki þekkt stærð. Rannsóknir á gena-algrímum hafa sýnt fram á að ef allar breytur eins og úrtaksstærð, fjölgun, fjöldatakmörkunum, fjöldi stökkbreutinga á kynslóð osfv. eru ekki valdar af kostgæfni þá endar algríminn í niðurbroti þar sem þróunin verður afturábak (eins og við þekkjum mýmörg dæmi um í náttúrunni). Jafnvel þegar búið er að lauma inn þessum vel völdu gildum inn í ofureinföldunina sem gena-algrími eru jafnan þá er þróunin samt skelfilega hægvirk nema við svindlum og leiðbeinum þróuninni.

Ástæðan fyrir því að ég valdi eitt af einföldustu próteinunum sem við þekkjum er bara af því að ég vildi vera góður við geimverutrúar vini mína


þ.s. þú rífur hluti úr samhengi og svarar bara því sem þér hentar þá neyðist ég víst til að posta enn einu sinni:

1. ég sagði að líkurnar á þróun væri 1/1 ÞEGAR lífeindir fjölga sér, lestu póstinn í staðinn fyrir að taka einstaka orð út úr setningum og túlka þær eftir þínu höfði. Lífeindir afrita sig sjaldnast fullkomlega, þ.a. afkomendurnir eru ekki nákvæmlega erfðafræðilega eins og foreldrarnir, og þeir sem fengu gagnlegri breytingar í arf heldur en systkini sín hafa betri líkur á að afrita sig. Þegar að þessu stigi er náð, þ.e. t.d. ef stuttir RNA bútar eru að hvata eigin afritun, þá hefur þróun þegar átt sér stað (ein birtingarmynda micro evolution). Líkurnar á því að sú þróun nái allt til dagsins í dag er hinsvegar vitaskuld ekki 1/1 og þar koma vissulega við sögu þættir eins og úrtaksstærð og líkur á náttúruhamförum. Það bendir hinsvegar ýmislegt til þess að þegar að líf er á annað borð kviknað þá þurfi ansi mikið að ganga á til þess að útrýma því almennilega af heilli plánetu, eins og hamfarasaga jarðar sýnir, þ.s. lífi hefur a.m.k. aldrei verið útrýmt af jörðu í 3,5 milljarða ára núna.

2. vissulega hefur þróunin verið mismunandi hröð í gegnum sögu jarðar, en 3 þúsund og fimm hundruð milljón ár eru líka langur tími, það er ekki eins og við séum að krefjast þess að lífið hafi byrjað fyrir 6 þúsund árum, eða hvað? :)

3. þróunin þarfnast ekki leiðbeiningar, náttúruval sér sjálft um að grisja úr þær lífverur og lífeindir sem eiga minni lífslíkur og eignast færri afkvæmi með tímanum.

4. prótein er ekki upphafseining lífsins, það er ekki eins og prótein afriti sjálf sig þ.a. það er merkingalaust að reikna líkurnar á því að líf hefjist með 20 amínósýru próteinum sem forsendu.

Og að lokum spurning til þín; þróun afturábak? væri alveg til í að fá linka, og gjarnan eitthvað af þessum mýmörgu dæmum...




Daníel
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 10. Jan 2011 11:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Daníel » Mið 27. Apr 2011 22:05

Okay ég virði skoðun þína þó ég sé 100% ósammála.
Þó ég segi þetta þá ég ekki að meina að ég haldi að ET sé að reyna að hringja eða það séu litlir grænir karlar á mars.
Hin efnislegi alheimur er bara svo gríðalega stór að ég get bara ekki ímyndað mér að við séum það merkileg hér að við séum einu lífverurnar.


sammála þér með það að það er talsverð sóun á plássi ef guð gerði alheiminn, fjögur hundruð þúsusund milljón stjörnur í hverri vetrarbraut og fjögur hundruð þúsund milljón vetrarbrautir, og svo er bara líf á einni plánetu í við eina sólstjörnu í einni vetrarbraut!



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Squinchy » Mið 27. Apr 2011 22:25

hauksinick skrifaði:Mér held að allt sem við þekkjum,alltsaman.Sé bara ein pínkuponsu lítil kúla sem einhverjir vísindamenn bjuggi til og erum við enþá á tilraunastigi! :-$


Ég er einnig með svipaða kenningu, þessi alheimur gæti alveg eins verið formaður á nokkrum millisekúndum og rústast samstundis eins og blossi, nema í okkar tíma skyni hefur það tekið fleiri milljarða ára og gæti alveg verið form tilraunar


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7403
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1124
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf rapport » Mið 27. Apr 2011 22:30

Bara af því að ég er hér virkur notandi og orðinn pirraður á þessum þráð þá verð ég játa eitt.

Ég fæddist ekki á þessari jörð.


Getur einhver hérna afsannað það með vísindalegum rökum, þá öðrum en ...

"núverandi tækni og þekking mannsins segir að það sé ómögulegt"

Þekking mannsins er svo skelfilega lítil og það er hroki að halda því fram að mannskepnan gjörþekki möguleika alheimsins eftir 2-3.000 ára rannsóknir.
Síðast breytt af rapport á Fim 28. Apr 2011 00:00, breytt samtals 1 sinni.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf coldcut » Mið 27. Apr 2011 22:31

Come on...látum nú ALVÖRU VÍSINDAMENN um að leggja fram kenningar!




moneytalks
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Mið 02. Mar 2011 21:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf moneytalks » Mið 27. Apr 2011 23:11

Allveg jafn miklar lýkur á að geimverur og margt annað sé til einsog að við erum til



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7403
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1124
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf rapport » Fim 28. Apr 2011 00:07

moneytalks skrifaði:Allveg jafn miklar lýkur á að geimverur og margt annað sé til einsog að við erum til


Í raun miklu meiri líkur á að eitthvað annað sé til en að við séum til...

Heimurinn er svo miklu stærri en bara Jörðin...

Mér finnst voðalega spes að fólk haldi því fram að "líf" eða jafnvel "vitsmunalíf" sé hvergi að finna í heiminum þegar akkúrat virðist vera til of mikið af því bara á Jörðinni...

Í okkar litla heimi er engin stjórn og þetta "vitsmunalíf" er murkað úr fólki miskunnarlaust í umboði landa eins og Íslands sem studdi innrásina í Írak.

Ef lífið er svona lítils virði hérna á Jörðinni þar sem það á að vera einstakt tilfelli í heiminum... hvað er þá svona sérstakt við það?

Ég vona bara að ef líf er annarsstaðar í heiminum að það sé þróaðra en mannfólkið, þá á þessi heimur sér kannski einhverja von...

http://www.youtube.com/watch?v=lRmmHPE8EvA

http://www.youtube.com/watch?v=PVjqcsQa ... re=related




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf wICE_man » Fim 28. Apr 2011 01:35

Daníel skrifaði:1. ég sagði að líkurnar á þróun væri 1/1 ÞEGAR lífeindir fjölga sér, lestu póstinn í staðinn fyrir að taka einstaka orð út úr setningum og túlka þær eftir þínu höfði. Lífeindir afrita sig sjaldnast fullkomlega, þ.a. afkomendurnir eru ekki nákvæmlega erfðafræðilega eins og foreldrarnir, og þeir sem fengu gagnlegri breytingar í arf heldur en systkini sín hafa betri líkur á að afrita sig. Þegar að þessu stigi er náð, þ.e. t.d. ef stuttir RNA bútar eru að hvata eigin afritun, þá hefur þróun þegar átt sér stað (ein birtingarmynda micro evolution). Líkurnar á því að sú þróun nái allt til dagsins í dag er hinsvegar vitaskuld ekki 1/1 og þar koma vissulega við sögu þættir eins og úrtaksstærð og líkur á náttúruhamförum. Það bendir hinsvegar ýmislegt til þess að þegar að líf er á annað borð kviknað þá þurfi ansi mikið að ganga á til þess að útrýma því almennilega af heilli plánetu, eins og hamfarasaga jarðar sýnir, þ.s. lífi hefur a.m.k. aldrei verið útrýmt af jörðu í 3,5 milljarða ára núna.


Heard you the first time. Og nei, líkurnar eru ekki 1/1 þegar lífverur fjölga sér. Það eru ekki breytingarnar sem eru gagnlegri til lengri tíma litið sem eru verða ofan á í baráttunni heldur þær breytingar sem virka til góða í skammtímaplaninu og snúast nær alltaf um tap á upplýsingum (þær þurfa ekki að kóða jafn mörg prótein og losa sig við eiginleika sem eru ekki notaðir við þær aðstæður sem eru fyrir hendi). Við þekkjum mýmörg dæmi um þetta. T.d. bakteríur sem eru ónæmar fyrir ákveðnum sýklalyfjum. Þær eru það af því að þær hafa misst eiginleikan sem sýklalyfið notar gegn þeim. Til skamms tíma litið eru þær hæfari til lífs en ef við fjarlægjum sýklalyfin úr myndinni þá deyja ónæmu bakteríurnar út af því að þær eru stórgallaðar. Þetta er afturábak þróun, tap á upplýsingum. Bananaflugur án vængja eru annað dæmi. Froskategundir í hellum sem hafa misst augun eru enn eitt.

Daníel skrifaði:2. vissulega hefur þróunin verið mismunandi hröð í gegnum sögu jarðar, en 3 þúsund og fimm hundruð milljón ár eru líka langur tími, það er ekki eins og við séum að krefjast þess að lífið hafi byrjað fyrir 6 þúsund árum, eða hvað? :)

3. þróunin þarfnast ekki leiðbeiningar, náttúruval sér sjálft um að grisja úr þær lífverur og lífeindir sem eiga minni lífslíkur og eignast færri afkvæmi með tímanum.

4. prótein er ekki upphafseining lífsins, það er ekki eins og prótein afriti sjálf sig þ.a. það er merkingalaust að reikna líkurnar á því að líf hefjist með 20 amínósýru próteinum sem forsendu.


2. Það kann að virðast óskiljanlega langur tími en er það ekki þegar við skoðum þann áætlaða tíma sem tekur fyrir prótein að þróast úr einu formi yfir í mjög líkt form með þeim annmörkum sem lífverur hafa (þ.e. þær þurfa að lifa af meðan breytingar eru að eiga sér staðí lífsnauðsynlegum kerfum þeirra): http://biologicinstitute.org/2011/04/16 ... t-collide/

3. Þróun má ekki þarfnast leiðbeiningar en þeir genaalgrímar sem hafa sýnt fram á þróun lauma allir inn leiðbeiningum því án þeirra virðast þeir ekki vera að virka.

4. Nei, þau eru partur af þeirri upphafseiningu sem við þekkjum og vitum að fyrirfynnst. Upphafseiningarnar sem þú talar um eru ekki þekktar og eru enn sem komið er eintómar getgátur. Jú við þekkjum RNA sem getur fjölgað sér og búið til prótein en þau eru ekki í samkeppni um að fjölga sér sem mest, þau eru í samkeppni um að klára þann næringarforða sem er til staðar þar sem þau eru. Ef einfaldari efnasambönd eru hraðari að fjölga sér út af einfaldleika sínum þá munu þau á endanum nærast á þeim flóknari og enn eina ferðina fáum við þróun í bakkgír.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Icarus » Fim 28. Apr 2011 12:37

Þið verðið að fara varlega í vísindin strákar, það er ótrúlegt hve lítið er vitað um uppruna heimsins og mannkynsins og því erfitt að spá fyrir um líkindi og hvað þarf til að byrja líf.

Þróunarkenningin er besta kenningin sem er í boði núna en það þýðir alls ekki að hún sé gallalaus, alveg eins og besta kenningin var að jörðin væri flöt og væri miðpunktur alheimsins.

En no matter what, ef við erum ein, þá finnst mér þetta vera rosaleg sóun á plássi! :sleezyjoe



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf beggi90 » Fim 28. Apr 2011 13:07





Godriel
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Mið 03. Jún 2009 22:16
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Godriel » Fim 28. Apr 2011 14:49



Godriel has spoken


Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Varasalvi » Fim 28. Apr 2011 14:59

Maður þarf að vera með helvíti lokaða og þrönga sýn til að halda að við séum það eina í heiminum sem er stærri en flestir geta ýmindað sér.
Þetta myndband var frekar shocking sérstaklega símtalið en þó svo að hann hljómi sannfærandi þá er frekar auðvelt að ljúga ef maður trúir lýginni sjálfur, en þetta fær mann til að hugsa.

Það eru til fullt af fakes og það eru fakes láta þá sem trúa ekki trúa enþá minna en ég mana ykkur til að gefa þessu séns því sumt af þessu efni á netinu er svolítið erfitt að afsanna.
Ekki gera afsakanir eins og einn nefndi hér fyrr í þráðunum flugelda, really? flugeldar? Ef einhver fann upp á svona flottum flugeldum og kösturum þá held ég að hann mundi frekar lifa eins og kóngur í stað þess að halda því leyndu.

Ég persónulega get ekki beðið eftir að offical contact við einhvernskonar annað líf því mig finnst líf okkar hérna á jörðinni frekar booring :)

Allavega mig finnst alltaf gaman að seigja mínar skoðanir og ég þakka þráð höfund fyrir þetta myndband :)




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf coldcut » Fim 28. Apr 2011 15:19

Varasalvi skrifaði:Það eru til fullt af fakes og það eru fakes láta þá sem trúa ekki trúa enþá minna en ég mana ykkur til að gefa þessu séns því sumt af þessu efni á netinu er svolítið erfitt að afsanna.


oh shit, he dared me!
Hvar er þetta efni á netinu sem er erfitt að afsanna? Show me!
...ég mana þig!

svo segir maður ekki "mig finnst" heldur "mér finnst"!




Varasalvi
Gúrú
Póstar: 512
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 15:00
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Varasalvi » Fim 28. Apr 2011 15:45

coldcut skrifaði:
Varasalvi skrifaði:Það eru til fullt af fakes og það eru fakes láta þá sem trúa ekki trúa enþá minna en ég mana ykkur til að gefa þessu séns því sumt af þessu efni á netinu er svolítið erfitt að afsanna.


oh shit, he dared me!
Hvar er þetta efni á netinu sem er erfitt að afsanna? Show me!
...ég mana þig!

svo segir maður ekki "mig finnst" heldur "mér finnst"!


Hvaða leiðinlegi tónn er þetta?
Ef þú villt ræða þetta eitthvað þá máttu svara mér aftur ánþess gera grín af því sem ég seigji og láta eins og fífl.
Flott þú kannt að leiðrétta, alltaf góð leið til að vera cool.. jeez, ég er ekki al-Íslenskur svo íslenskan er ekki fullkomin, ekki að ég þurfi að útskýra neitt fyrir þér.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Halli25 » Fim 28. Apr 2011 15:58

Strákar jörðin er flöt!


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf GuðjónR » Fim 28. Apr 2011 16:02

Daníel skrifaði:
Okay ég virði skoðun þína þó ég sé 100% ósammála.
Þó ég segi þetta þá ég ekki að meina að ég haldi að ET sé að reyna að hringja eða það séu litlir grænir karlar á mars.
Hin efnislegi alheimur er bara svo gríðalega stór að ég get bara ekki ímyndað mér að við séum það merkileg hér að við séum einu lífverurnar.


sammála þér með það að það er talsverð sóun á plássi ef guð gerði alheiminn, fjögur hundruð þúsusund milljón stjörnur í hverri vetrarbraut og fjögur hundruð þúsund milljón vetrarbrautir, og svo er bara líf á einni plánetu í við eina sólstjörnu í einni vetrarbraut!

Einmitt...
En fyrst þú minnist á "guð" .... hvað er guð? hver er hann/hún?
Er það virkilega einhver vera sem skapaði allt...en hver skapaði þá hann/hana?
Og ef hann/hún er svona góð/ur af hverju er þá allur þessi hryllingur í heiminum?...



Skjámynd

Bassi6
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Sun 16. Jan 2005 17:36
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Bassi6 » Fim 28. Apr 2011 16:56

Hér geta menn hjálpað til við að komast að því!! http://setiathome.berkeley.edu/


Gates Free

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2479
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 459
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 28. Apr 2011 17:19

Það hafa verið athyglisverðir þættir um UFO á History Channel upp á síðkastið.

Frá Mexico, USA, Brazil og Russia. Það virðist sem mjög margir hátt settir fyrrum hermenn, flugmenn og yfirmenn eru að koma framm og segja sína sögu.
Þeir máttu ekki tala um þetta annars voru þeir fangelsaðir í Russia. Í USA virðist yfirvöld eyða yfirleitt öllum bakgrunn upplýsingum einstaklinga til að þeir séu ekki trúverðugir. Í Brazilíu var hópur manna úr flughernum að rannsaka UFO´s, því verkefni var "Terminated", en hvergi hægt að finna upplýsingar um hver lokaði því verkefni.

KGB, hefur leyst einhver skjöl til almennings um UFO´s. Þau eru kölluð "blue files" og athyglisverður vitnisburður nokkurra manna, og mynda.
Þúsundir manna hafa séð einhvað fáranlegt sem þeir geta ekki útskýrt betur en UFO.

Ég tel að það hafi ansi miklu verið haldið frá almenningi í þessu samhengi, svo vægt sé til orða tekið.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf dori » Fim 28. Apr 2011 17:25

Moldvarpan skrifaði:Þúsundir manna hafa séð einhvað fáranlegt sem þeir geta ekki útskýrt betur en UFO.
Skemmtilegt að þú talar einmitt um UFO þar sem það er ekkert annað en ógreindur fljúgandi hlutur. Pretty much bara það að enginn sem upplifði eitthvað náði að skýra það.

Svo finnst mér allar þessar skýringar með að ríkisstjórnir séu að eyða upplýsingum um fólk þannig að það sé ótrúverðugt rosalega heppilegar eitthvað. Það að það séu engar sannanir eru ekki sannanir =;



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Gúrú » Fim 28. Apr 2011 17:33

Moldvarpan skrifaði:Ég tel að það hafi ansi miklu verið haldið frá almenningi í þessu samhengi, svo vægt sé til orða tekið.


Ég tel að það væri vægast sagt heimskulegt af tveimur stærstu hernaðarveldum Jarðarinnar frá upphafi (taktu eftir því að allt þetta bull átti sér stað á sama tíma og kalda stríðið)
að láta almenning og þar með óvininn vita af öllum aðgerðum sínum og allri vanhæfni í að bera kennsl á flugferðir á eigin umráðasvæði.


Man einhver eftir 1D107inu hér um daginn á Vaktinni sem að staðhæfði að geimverur væru að fara að birta sig mannkyninu "á næstu dögum",
fleiri vitleysingar hafa haldið því fram 1989.... og 1990... og 1991... og 1992... og ótrúlega en sannlega 1993... et cetera... bíð eftir 28.4.2011 einstaklingunum.


Modus ponens


schaferman
FanBoy
Póstar: 742
Skráði sig: Sun 09. Des 2007 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf schaferman » Fim 28. Apr 2011 18:08

jájá,, og plánetur í alheiminum eru nú víst fleiri en öll sandkorn á jörðinni, væri nú frekar skrítið ef það væri bara líf á einni, og við getum ekki greint nema oggu pínu ponns af geiminum í kring um okkur


http://kristalmynd.weebly.com/

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf Halli25 » Fös 29. Apr 2011 15:58

schaferman skrifaði:jájá,, og plánetur í alheiminum eru nú víst fleiri en öll sandkorn á jörðinni, væri nú frekar skrítið ef það væri bara líf á einni, og við getum ekki greint nema oggu pínu ponns af geiminum í kring um okkur

auk þess sjáum við eldgamlar upplýsingar af því sem við sjáum þar sem ljósið er gífurlegan tíma að ná til jarðar frá flestum stjörnum


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16452
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2086
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf GuðjónR » Mán 16. Maí 2011 22:50

faraldur skrifaði:Strákar jörðin er flöt!


Og á þremur með lyftu :)



Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Erum við ein í heiminum?

Pósturaf bulldog » Fim 19. Maí 2011 21:52

já við erum ein í heiminum :sleezyjoe