Líkurnar á þróun er alls ekki 1/1. Hún er ekki þekkt stærð. Rannsóknir á gena-algrímum hafa sýnt fram á að ef allar breytur eins og úrtaksstærð, fjölgun, fjöldatakmörkunum, fjöldi stökkbreutinga á kynslóð osfv. eru ekki valdar af kostgæfni þá endar algríminn í niðurbroti þar sem þróunin verður afturábak (eins og við þekkjum mýmörg dæmi um í náttúrunni). Jafnvel þegar búið er að lauma inn þessum vel völdu gildum inn í ofureinföldunina sem gena-algrími eru jafnan þá er þróunin samt skelfilega hægvirk nema við svindlum og leiðbeinum þróuninni.
Ástæðan fyrir því að ég valdi eitt af einföldustu próteinunum sem við þekkjum er bara af því að ég vildi vera góður við geimverutrúar vini mína
þ.s. þú rífur hluti úr samhengi og svarar bara því sem þér hentar þá neyðist ég víst til að posta enn einu sinni:
1. ég sagði að líkurnar á þróun væri 1/1
ÞEGAR lífeindir fjölga sér, lestu póstinn í staðinn fyrir að taka einstaka orð út úr setningum og túlka þær eftir þínu höfði. Lífeindir afrita sig sjaldnast fullkomlega, þ.a. afkomendurnir eru ekki nákvæmlega erfðafræðilega eins og foreldrarnir, og þeir sem fengu gagnlegri breytingar í arf heldur en systkini sín hafa betri líkur á að afrita sig. Þegar að þessu stigi er náð, þ.e. t.d. ef stuttir RNA bútar eru að hvata eigin afritun, þá hefur þróun þegar átt sér stað (ein birtingarmynda micro evolution). Líkurnar á því að sú þróun nái allt til dagsins í dag er hinsvegar vitaskuld ekki 1/1 og þar koma vissulega við sögu þættir eins og úrtaksstærð og líkur á náttúruhamförum. Það bendir hinsvegar ýmislegt til þess að þegar að líf er á annað borð kviknað þá þurfi ansi mikið að ganga á til þess að útrýma því almennilega af heilli plánetu, eins og hamfarasaga jarðar sýnir, þ.s. lífi hefur a.m.k. aldrei verið útrýmt af jörðu í 3,5 milljarða ára núna.
2. vissulega hefur þróunin verið mismunandi hröð í gegnum sögu jarðar, en 3 þúsund og fimm hundruð milljón ár eru líka langur tími, það er ekki eins og við séum að krefjast þess að lífið hafi byrjað fyrir 6 þúsund árum, eða hvað?
3. þróunin þarfnast ekki leiðbeiningar, náttúruval sér sjálft um að grisja úr þær lífverur og lífeindir sem eiga minni lífslíkur og eignast færri afkvæmi með tímanum.
4. prótein er ekki upphafseining lífsins, það er ekki eins og prótein afriti sjálf sig þ.a. það er merkingalaust að reikna líkurnar á því að líf hefjist með 20 amínósýru próteinum sem forsendu.
Og að lokum spurning til þín; þróun afturábak? væri alveg til í að fá linka, og gjarnan eitthvað af þessum mýmörgu dæmum...