
@Gaui - amm við stækkuðum soldið fljótt og hreinlega vorum ekki búnir að skrá í RIPE reverse delegation af 46.22.98/24 netinu. Það hefur verið lagað núna og þessi vinkona þín komin með "spes" PTR record.
Við hétum Hestaleit ehf þegar við fengum netinu úthlutað hjá RIPE og þetta er ekki bara einhver uppfærsla sem við getum gert sjálfir. Þetta er soldið mál að fá þetta í gegnum hjá RIPE. Skráningin fyrir samt PA netin okkar sem gerist þegar við erum að úthluta stærri netum til aðila eða til okkar sjálfra eru merkt Hringdu ásamt AS númeri okkar.
Ennfremur svo það sé alveg 100% á hreinu að þá erum við ekki að loka á nein port hjá fólki...
@nonni95
Við vorum að nýta okkar FreeDNS hjá 1984 það er rétt, en notum það ekki lengur.
@dodzy
Millipakkin verður að raunveruleika í þessari viku hann verðu 50 GB erlent niðurhal á 3.995 kr ( 5.990 kr með heimasíma ).