Slagurinn hefst brátt að nýju!!

Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Slagurinn hefst brátt að nýju!!

Pósturaf Bendill » Lau 07. Feb 2004 04:53

Jæja, þá er farið að styttast í það! Öll herlegheitin eru að fara í gang í apríl næstkomandi. Þá er búist við að Intel ýti úr vör nýju flaggskipi, P4 3.6 Ghz Prescott örgjörva. En Prescott serían mun verða nýjasta normið hjá Intel, en hann sportar 0.09Nm kjarna og 13 nýjum skipanasettum. Einnig er í vændum 3.8Ghz örgjörvi frá Intel á þriðja fjórðungi þessa árs sem og 4Ghz risi á þeim fjórða.

En það mun vera til staðar hressileg samkeppni, því AMD mun 29. mars næstkomandi kynna til leiks nýja sökkulstærð, 939 pinnar, fyrir Athlon 64 og Athlon FX seríurnar sínar og frá þeim degi hefja stuðning við þá sökkulstærð. Semsagt, þeir munu sameina þessa örgjörva saman í eina sökkulstærð og munu þeir út frá því gefa út Athlon 64 3700+ og einnig Athlon FX53 sem munu ganga á 2.4Ghz. Það sem meira er, ég hef frá áreiðanlegum heimildum að þessi nýja sökkulstærð muni gera fólki kleift að notast við "unbufferað" minni ( Non-ECC ) fyrir Atlhon FX seríuna, þ.e.a.s. einungis 939 pinna örgjörvarnir munu bjóða upp á þann kost. Svo mun Athlon 64 serían breytast einnig við þessa pinnafjölgun, þeir munu verða DualChannel samhæfðir en L2 cache mun verða minnkað um helming. Þetta mun auka getu Athlon 64 til muna og mun hann verða fýsilegri fyrir harðkjarna yfirklukkara. Annars verður afgangurinn af árinu ekkert spes hjá AMD, nema það að þeir spá því að fara yfir í 0.09Nm kjarna seint á þessu ári.

Já dömur og herrar (aðallega herrar grunar mig). Þetta verður væntanlega hörkuslagur og vel þess virði að fylgjast með!

P.S. : Þetta er einungis fréttaskot, sem mig langaði svo mikið til að deila með ykkur og sérstaklega að láta þá vita sem voru búnir að missa trú á markaðnum að þetta sé enn í gangi. Í öllum Guðs bænum, ekki snúa þessu yfir í eitthvað "Intel/AMD rúllar" rifrildi (that means you, GuðjónR and Gumol). Það eru til meðöl sem vinna á svoleiðis minnimáttarkennd... :P


OC fanboy

Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1310
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf viddi » Lau 07. Feb 2004 11:54

Ég mun bara fylgjast með AMD



A Magnificent Beast of PC Master Race


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Lau 07. Feb 2004 15:37

Hehe, ég mun allavega ekki byrja á neinu svoleiðis :)

Mjög áhugaverð grein, takk fyrir hana.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6505
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 322
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 07. Feb 2004 18:29

?ahahahha /etta er svo fyndi[!!! makkar owna!!! HAHAHAHHA 'eg s'e oll thorn (b'okstafinn thorn) sem fl :) 'eg h'elt a[ allir v;ru or[nir klikka[ir og v;ru a[ skrifa fl 'i sta[in fyrir thorn.

gott 'islensku support 'i makka *h'ost*


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Lau 07. Feb 2004 20:50

gnarr skrifaði:?ahahahha /etta er svo fyndi[!!! makkar owna!!! HAHAHAHHA 'eg s'e oll thorn (b'okstafinn thorn) sem fl :) 'eg h'elt a[ allir v;ru or[nir klikka[ir og v;ru a[ skrifa fl 'i sta[in fyrir thorn.

gott 'islensku support 'i makka *h'ost*


Þú ert ágætur félagi...


OC fanboy


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Icarus » Lau 07. Feb 2004 21:47

gnarr skrifaði:?ahahahha /etta er svo fyndi[!!! makkar owna!!! HAHAHAHHA 'eg s'e oll thorn (b'okstafinn thorn) sem fl :) 'eg h'elt a[ allir v;ru or[nir klikka[ir og v;ru a[ skrifa fl 'i sta[in fyrir thorn.

gott 'islensku support 'i makka *h'ost*


:D :D hehe, eða eins og góður CS-ari myndi segja ROFLMAO




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Lau 07. Feb 2004 23:22

ROFLMAO :)




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzi » Lau 07. Feb 2004 23:22

Þetta eru nú góðar fréttir. Ég bíð alltaf spenntur eftir AMD, ég er mest fyrir AMD í desktop og servera að vísu.

En 0.09 tæknin er merkileg. Þeim tekst alltaf að minnka og minnka hlutina. Og í nýlegum intel örgjörva voru 125 milljónir smára (transistora). Sem mér þykir tilkomumikið.


Hlynur


xtr
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 02:57
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Slagurinn hefst brátt að nýju!!

Pósturaf xtr » Sun 08. Feb 2004 00:21

Intel rúllar yfir AMD !


nei ok djoke :o


Intel Pentium 4 3,0 GHz - ABIT IC7-MAX3 - Geforce FX5700 - 2x OCZ 512MB -


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Sun 08. Feb 2004 00:21

Gaman að sjá hvort AMD er að skít á sig með þessa 64 bita örgjörva.



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Sun 08. Feb 2004 02:19

gumol skrifaði:Gaman að sjá hvort AMD er að skít á sig með þessa 64 bita örgjörva.


Eða hvort Intel séu að skíta á sig með því að vera ekki komnir með 64 bita workstation örgjörva á markað. það má alltaf líta á báðar hliðar á málinu


OC fanboy

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6505
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 322
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Sun 08. Feb 2004 03:24

uhhh. hvað er intanium og intanium2 ? veit ekki betur en að það séu 64bita workstation örgjörvar


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Sun 08. Feb 2004 09:34

gnarr skrifaði:uhhh. hvað er intanium og intanium2 ? veit ekki betur en að það séu 64bita workstation örgjörvar


Sem keyra ekki x86 hugbúnað, og eru MJÖG dýrir, var að lesa review um einn svon server, kostaði litlar 30.000 pund, væri samt ekki á móti enni svona græju :D



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Sun 08. Feb 2004 23:54

Bara svo það verði á hreinu, Itanium (eitt og tvö) örgjörvar eru ALLS ekki workstation örgjörvar!! Þetta eru hreinir tölubryðjarar sem keyra í 99% tilfellum UNIX eða Oracle servera, þeir kosta afskaplega mikið og eru ekki praktískir í neitt nema mjög þunga gagnagrunnsvinnslu... Og eins og Elv sagði, keyra ekki 32 bita kóða og eru mjög viðkvæmir fyrir öllu svoleiðis.

Semsagt, Pure servers!


OC fanboy

Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Sun 08. Feb 2004 23:59

Hlynzi skrifaði:Þetta eru nú góðar fréttir. Ég bíð alltaf spenntur eftir AMD, ég er mest fyrir AMD í desktop og servera að vísu.

En 0.09 tæknin er merkileg. Þeim tekst alltaf að minnka og minnka hlutina. Og í nýlegum intel örgjörva voru 125 milljónir smára (transistora). Sem mér þykir tilkomumikið.


Gallatin kjarninn (P4 EE) er 178 milljónir smára :D


OC fanboy


Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Buddy » Mán 09. Feb 2004 01:06

Miðað við þær áætlanir sem Intel og AMD hafa gefið út mun AMD síga framúr Intel eftir því sem líður á árið. Þetta á sérstaklega eftir að hafa áhrif á servera markaðinn en AMD virðist ætla sér að ná góðri fótfestu á þeim markaði í krafti IBM, HP ofl. Ef eftirspurnin verður nógu mikil verður jafnvel DELL að fara að bjóða AMD, en þegar eru IBM og HP komnir með línur í AMD örgjörfum. Sú eftirspurn á líklega eftir að aukast þegar samstarfsverkefni Serverworks og Supermicro í kubbasetti fyrir Opteron kemur fram.

Það lítur út fyrir að Intel verði nokkurnveginn tilbúnir með x86-64 örgjörfa þegar stuðningur verður almennur í XP. Núna er rétti tíminn til að kaupa DUAL opteron. Ég myndi bíða í tvo mánuði eftir 939 móðurborðum eða einfaldlega kaupa 2500+.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 09. Feb 2004 01:15

Lofaði að rífast ekki svo ég vil bóka mótmæli :)




KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Reputation: 0
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf KinD^ » Mán 09. Feb 2004 01:18

hehe, þetta virðist vera spennandi.


mehehehehehe ?

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mán 09. Feb 2004 13:05

gumol skrifaði:Lofaði að rífast ekki svo ég vil bóka mótmæli :)

Mótmæli bókuð ;)



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Mán 09. Feb 2004 14:20

gumol skrifaði:Lofaði að rífast ekki svo ég vil bóka mótmæli :)

Mótmæli þín hafa hér með verið færð til bókar...

Annars er ég alls ekki búinn að gefa upp vonina fyrir Intel. Eins og Buddy segir þá eiga þeir eftir að gefa í þegar þeir sjá að þetta er að virka. En annars trúi ég því líka að þeir séu að vinna í einhverju svakalegu, það er sjaldan sem Intel hnyklar vöðvana og þeir myndu fara létt með það að toppa AMD ef þeir hefðu byrjað á sama tíma.... En svo er ekki og nú eru þeir komnir í klípu :P


OC fanboy


Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Buddy » Mán 09. Feb 2004 16:20

AMD framleiðir um 1/4 af því sem Intel framleiðir. Sama hversu AMD hannar miklu betri örgjörfa geta þeir ekki tekið það mikla markaðshlutdeild af Intel af því að þeir standa bara ekki undir meiri framleiðslu eins og er. Þeir eiga eina verksmiðju í Dresden í Þýskalandi og smærri í Texas og þær eru að keyra á fullum afköstum eftir því sem ég hef heyrt.

Það sem skiptir mestu fyrir framtíð AMD er að koma upp stækkun við verksmiðjuna í Þýskalandi og framleiðslulínu fyrir 0,65nm örgjörfa (kostuð af EB að hluta til). Hún verður ekki komin í gagnið fyrr en 2006. Annað sem skiptir þá miklu máli er samstarfið við IBM. IBM virðist ætla að koma sér inná PC örgjörfa markaðinn aftur og ætla nú að koma inn með öflugri örgjörfa en þeir gerðu í samstarfi við Cyrix hérna um árið.



Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Reputation: 0
Staðsetning: Mosfellsbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Bendill » Mán 09. Feb 2004 17:15

Hérna er ein skemmtileg grein um yfirklukkun á Prescott 2.8Ghz :twisted:


OC fanboy

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mán 09. Feb 2004 17:30

Var líka að lesa að ein ástæða fyrir því að AMD er ekki að auglýsa út um allt 64bita örrana sína er sá að t.d Ati kemur ekki með 64bita driver fyrir kortin sín í bili og M$ segjir ekki ætla að koma með (Tilbúna ekki beta) Windows64 næstu tvö árin




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 09. Feb 2004 17:37

Bara minnst á Win XP 64 bita edition fyrir Intel örgjörva á Microsoft.com :D



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6505
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 322
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 09. Feb 2004 18:05

elv skrifaði:Var líka að lesa að ein ástæða fyrir því að AMD er ekki að auglýsa út um allt 64bita örrana sína er sá að t.d Ati kemur ekki með 64bita driver fyrir kortin sín í bili og M$ segjir ekki ætla að koma með (Tilbúna ekki beta) Windows64 næstu tvö árin


microsoft.com skrifaði:Welcome! If you have a 64-bit ready PC, you now have the option to receive trial software for Windows XP 64-Bit Edition for 64-Bit Extended Systems via CD or download. Read below about the different options for obtaining the pre-release software, and then use the links on the right to register to order the CD Kit or download product files. Please note that in either case, the pre-release software is time-limited and will expire in 360 days.

Windows XP 64-Bit Edition is designed to address the most demanding needs of technical workstation users who require large amounts of memory and floating point performance in areas such as mechanical design and analysis, digital content creation and scientific and high-performance computing applications.

System Requirements:

PC with an AMD Athlon64 or Opteron processor
256MB RAM
1.5GB available hard-disk space
Super VGA (800x600) or higher resolution video card
CD-ROM or DVD drive
Keyboard and Microsoft Mouse or compatible pointing device
Important: Windows XP 64-Bit Edition for 64-Bit Extended Systems is only compatible with 64-bit AMD Opteron– or Athlon 64-based computers. It cannot be successfully installed on 64-bit Intel Itanium–based systems.


það er allaveganna greinilegt samkvæmt þessu að það er ekkert 64-bita windows fyrir amd64 á leiðinni fyrr en eftir 2 ár... *HÓST*


"Give what you can, take what you need."