En það mun vera til staðar hressileg samkeppni, því AMD mun 29. mars næstkomandi kynna til leiks nýja sökkulstærð, 939 pinnar, fyrir Athlon 64 og Athlon FX seríurnar sínar og frá þeim degi hefja stuðning við þá sökkulstærð. Semsagt, þeir munu sameina þessa örgjörva saman í eina sökkulstærð og munu þeir út frá því gefa út Athlon 64 3700+ og einnig Athlon FX53 sem munu ganga á 2.4Ghz. Það sem meira er, ég hef frá áreiðanlegum heimildum að þessi nýja sökkulstærð muni gera fólki kleift að notast við "unbufferað" minni ( Non-ECC ) fyrir Atlhon FX seríuna, þ.e.a.s. einungis 939 pinna örgjörvarnir munu bjóða upp á þann kost. Svo mun Athlon 64 serían breytast einnig við þessa pinnafjölgun, þeir munu verða DualChannel samhæfðir en L2 cache mun verða minnkað um helming. Þetta mun auka getu Athlon 64 til muna og mun hann verða fýsilegri fyrir harðkjarna yfirklukkara. Annars verður afgangurinn af árinu ekkert spes hjá AMD, nema það að þeir spá því að fara yfir í 0.09Nm kjarna seint á þessu ári.
Já dömur og herrar (aðallega herrar grunar mig). Þetta verður væntanlega hörkuslagur og vel þess virði að fylgjast með!
P.S. : Þetta er einungis fréttaskot, sem mig langaði svo mikið til að deila með ykkur og sérstaklega að láta þá vita sem voru búnir að missa trú á markaðnum að þetta sé enn í gangi. Í öllum Guðs bænum, ekki snúa þessu yfir í eitthvað "Intel/AMD rúllar" rifrildi (that means you, GuðjónR and Gumol). Það eru til meðöl sem vinna á svoleiðis minnimáttarkennd...
![Razz :P](./images/smilies/icon_razz.gif)