Pressan skrifaði:Njósnaði WikiLeaks um tölvur Alþingis og alþingismanna? Grunsamleg tölva fannst í skrifstofuhúsnæði þingsins sem hrökk í sjálfstortímingarham um leið og hún var aftengd.
Morgunblaðið hefur fengið staðfest að starfsmenn Alþingis kvöddu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti.
Lögreglan hafi tekið tölvuna til rannsóknar, en grunur leikið á að henni hefði verið komið fyrir til þess að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu.
Það var búið að má öll auðkenni af tölvunni, öll númer og þess háttar, þannig að það var ekki hægt að rekja hver átti hana. Þetta var mjög grunsamleg tölva, en við gátum bara ekki komist til botns í málinu og
lögreglan ekki heldur,
sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.
Þegar tölvan var aftengd virðist sjálfvirkur hugbúnaður hafa eytt gögnum út af henni. Það hafi verið mistök að slökkva á henni og komið í veg fyrir að tölvusérfræðingar lögreglunnar kæmust til botns í málinu.
Samkvæmt frétt blaðsins leikur jafnvel grunur á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst, að minnsta kosti mun það hafa verið haganlega gert og greinilega sérfræðingur að verki.
Líka hérna