rapport skrifaði:p.s. Minnislykill 32GB á þennan pening er líklega made in china og ekki líklegur til afreka (að mínu mati).
"Minnislykill" er líklega made in China, en þú hefur eflaust ekkert point með þessu er það?
rapport skrifaði:p.s. Minnislykill 32GB á þennan pening er líklega made in china og ekki líklegur til afreka (að mínu mati).
laemingi skrifaði:Er einhver búinn að kaupa lykil og prufa hann?
Er hann hraður að hlaða inn á sig?
Gúrú skrifaði:rapport skrifaði:p.s. Minnislykill 32GB á þennan pening er líklega made in china og ekki líklegur til afreka (að mínu mati).
"Minnislykill" er líklega made in China, en þú hefur eflaust ekkert point með þessu er það?
Gúrú skrifaði:laemingi skrifaði:Er einhver búinn að kaupa lykil og prufa hann?
Er hann hraður að hlaða inn á sig?
Lestu a.m.k. upphafsinnleggið... lyklarnir koma ekki fyrr en 7. febrúar.
Tölvupóstur frá Ívari skrifaði:Sæl öllsömul,
Ég hef því miður þær sorgarfréttir að færa að það verður ekkert af þessum USB-lyklum. Það var eitthvað katastrófískt klúður hjá Tanna sem er að selja okkur þetta og allt fór í fokk.(sjá neðan.) Ég fór í bankann í dag og ætlaði að reyna að millifæra allt þetta til baka í einu en ég þarf hjá ykkur rkns.nr. og kt. ykkar til þess að geta gert það. Þannig að ef þið gætuð sent mér þetta þá millifæri ég allt til baka, og biðst jafnframt innilegrar afsökunar á þessu öllu saman.
-Ívar Elí.
Góða kvöldið.
Við viljum byrja á því að hrósa ykkur fyrir að hafa verið ótrúlega dugleg að safna! En því miður höfum við sorgarfréttir að færa.
Komið hefur upp ný staða í sambandi við USB – lyklana í fjáröfluninni. Við höfum ákveðið að geyma sölu á USB lyklunum þar til síðar vegna ruglings hjá fyrirtækinu sem við áætluðum að skipta við.
Í byrjun janúar (5.jan) fengum við tilboð í USB-lykla frá Tanna ehf. Þar sem m.a. 32 GB var á rúmar 5000 kr. Við báðum sölufulltrúa okkar hjá Tanna að athuga hvort að þetta væru ekki örugglega rétt verð. Þetta átti allt saman að vera rétt. Janúarfjáröflunin var því auðvitað skipulögð í kringum þessi góðu verð og við sáum fram á flotta fjáröflun. Negldur var niður hentugur pöntunardagur.
Aftur á móti, 26. Janúar sendu þau okkur önnur verð, daginn fyrir áætlaðan pöntunardag. Gerði eigandinn þá skyssu að afrita og líma röng verð upphaflega en nýju verðin voru sum um 100% hærri en þau upphaflegu(fór línuvillt í verðskránni). Auk þess var tíminn sem þurfti að líða frá pöntun að afhendingu skyndilega orðinn að 20 dögum í stað 10 því þau hjá Tanna ehf áttu víst ekki nóg til á lager.
Við höfum reynt að lækka verðin nokkrum sinnum en eigandinn gefur sig ekki. Lægstu tilboð sem við höfum fengið eru enn það dýr að þau fara vel yfir söluverðið ásamt gróðanum. Þyrfti þá að borga yfir 3000 kr með hverjum seldum 32 GB lykli.
Okkur þykir fyrir því að hætta við þetta með svo stuttum fyrirvara! Vonandi skilst ástæðan.
Þar sem áhuginn var mjög mikill (yfir 300 lyklar voru pantaðir) ætlum við að leita betur að tilboðum og hafa samband við fleiri fyrirtæki. Planið er að hafa aðra sér, litla fjáröflun sem fyrst á önninni. Að öllum líkindum verða lyklarnir dýrari en þó vonandi töluvert ódýrari en út í búð.
Kær kveðja ,
5.bekkjarráð MR.
BjarniTS skrifaði:Hringdi í kauða áðan (Ívar) og hann sagði mér að hann væri að safna rkn-númerum og kt og það væri allt að koma í hús og hann leggur allt inn í það minnsta fyrir vikulok sagði hann.
Virðist heiðarlegur drengur og þetta virðast mistök sem hefðu getað komið fyrir hvern sem er.