Ljósnet Símans

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf intenz » Þri 04. Maí 2010 21:21

wicket skrifaði:hahaha intenz, mér finnst þú ekki alveg vera að ná þessu.

þetta fyrirtæki er í bissness, mér sýnist svarið þeirra ganga út á að það sé dýrt að leggja þetta ljósnet heim til þín þar sem það vantar ljósleiðara en í staðinn einblína þeir á svæði sem eru með ljósleiðara fyrir og svo eigi að skoða hin svæðin sem eftir eru.

fair enough svar finnst mér, vælubíllinn hlýtur að vera á leiðinni til þín.

Ég næ þessu alveg. Mér finnst bara ömurlegt að Gagnaveitan sé ekki með hverfið mitt á áætlun sinni (1-2 ár) og Síminn útskúfi mínu hverfi af öllum Grafarvoginum (nota bene gráa svæðið inni í ljósbláa svæðinu á útbreiðsluáætluninni þeirra).

Mér finnst ekkert annað meika sens en að splæsa í þann aukakostnað sem því fylgir að koma ljósnetinu á þetta gráa svæði sem er inni í ljósbláa svæðinu, þar sem annað er hrein og bein mismunun að mínu mati. Ríkið sér um fjárveitingu fyrir lagningu ljósnetsins/ljósleiðarans þannig þetta væri ekki að fara beint úr vasa Símans heldur úr vasa ríkisins.

Þú sérð að ÖLL litlu svæðin sem eru lituð inni í öðru stærra litaðra svæði á þessari útbreiðsluáætlun eru á undan stærra svæðinu. Fyrir utan litlu svæðin inni í 112 og 105. Mér finnst það sjálfsagt að Síminn/ríkið leggi ljósnetið á sama tíma á litlu svæðunum sem eru inni í stóru svæðunum og stærra svæðið í kring til að komast hjá þessari útskúfun og mismunun. Þeir munu hvort sem er þurfa að gera það seinna meir.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Tengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf wicket » Þri 04. Maí 2010 21:28

intenz skrifaði:
wicket skrifaði:hahaha intenz, mér finnst þú ekki alveg vera að ná þessu.

Mér finnst ekkert annað meika sens en að splæsa í þann aukakostnað sem því fylgir að koma ljósnetinu á þetta gráa svæði sem er inni í ljósbláa svæðinu, þar sem annað er hrein og bein mismunun að mínu mati. Ríkið sér um fjárveitingu fyrir lagningu ljósnetsins/ljósleiðarans þannig þetta væri ekki að fara beint úr vasa Símans heldur úr vasa ríkisins.


Þarna ertu að gefa þér forsendur sem eru rangar. Ríkið hefur ekkert að gera með ljósleiðaralagnir OR eða Símans. Þær lagnir sem að Síminn og væntanlega Míla eru að leggja eru alfarið í þeirra eigu og útlagður kostnaður leggst alfarið á þessi fyrirtæki. Ríkið borgar ekkert undir þetta.

Held að það eina sem að ríkð er að borga í dag eru þétting GSM á ákveðnum dreifbýlissvæðum sem og háhraðanetið þar sem verið er að koma betra interneti í dreifbýli.

Restin er alfarið ákvörðuð af Vodafone, Símanum, Nova og Mílu og þar ræður ekkert um nema bissness, bissness og meiri bissness.



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf intenz » Þri 04. Maí 2010 21:36

wicket skrifaði:
intenz skrifaði:
wicket skrifaði:hahaha intenz, mér finnst þú ekki alveg vera að ná þessu.

Mér finnst ekkert annað meika sens en að splæsa í þann aukakostnað sem því fylgir að koma ljósnetinu á þetta gráa svæði sem er inni í ljósbláa svæðinu, þar sem annað er hrein og bein mismunun að mínu mati. Ríkið sér um fjárveitingu fyrir lagningu ljósnetsins/ljósleiðarans þannig þetta væri ekki að fara beint úr vasa Símans heldur úr vasa ríkisins.


Þarna ertu að gefa þér forsendur sem eru rangar. Ríkið hefur ekkert að gera með ljósleiðaralagnir OR eða Símans. Þær lagnir sem að Síminn og væntanlega Míla eru að leggja eru alfarið í þeirra eigu og útlagður kostnaður leggst alfarið á þessi fyrirtæki. Ríkið borgar ekkert undir þetta.

Held að það eina sem að ríkð er að borga í dag eru þétting GSM á ákveðnum dreifbýlissvæðum sem og háhraðanetið þar sem verið er að koma betra interneti í dreifbýli.

Restin er alfarið ákvörðuð af Vodafone, Símanum, Nova og Mílu og þar ræður ekkert um nema bissness, bissness og meiri bissness.

Ég ætla ekki að staðhæfa en gerði ríkið ekki samning við Símann/Mílu áður en hann var seldur?

Auk þess tilheyrir OR undir sveitarfélögum og sveitarfélög tilheyra undir...


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Tengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf wicket » Þri 04. Maí 2010 21:57

intenz skrifaði:
wicket skrifaði:.
Ég ætla ekki að staðhæfa en gerði ríkið ekki samning við Símann/Mílu áður en hann var seldur?

Auk þess tilheyrir OR undir sveitarfélögum og sveitarfélög tilheyra undir...


Samning um hvað ? Eina sem að ríkið er að setja peninga í er þetta háhraðanets dót fyrir dreifbýli í gegn um Fjarskiptasjóð og að GSM samband náist á útkjálkum og annesjum. Annars eru þessi fyrirtæki alfarið að stjórna sér sjálf og ráða því hvað þau gera innan ramma laganna bara eins og ég og þú. Síminn ákveður að setja þjónustu í ákveðnar götur og Orkuveitan gerir það sama og þú velur þér að fá þér stoðmjólk að drekka í stað pepsi, ríkið hefur ekkert um það að segja.

OR tilheyrir sveitarfélögum sem stjórna sér sjálf skv. fyrirfram skilgreindum reglum, ríkið skiptir sér ekki af sveitarfélögum nema að eitthvað sé að t.d. fjárskortur ala Álftanes. þetta eru ekki Sovétríkin.

Ég ætla ekki að vera leiðinlegur, en þú ert í ruglinu.



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf intenz » Þri 04. Maí 2010 22:07

wicket skrifaði:
intenz skrifaði:
wicket skrifaði:.
Ég ætla ekki að staðhæfa en gerði ríkið ekki samning við Símann/Mílu áður en hann var seldur?

Auk þess tilheyrir OR undir sveitarfélögum og sveitarfélög tilheyra undir...


Samning um hvað ? Eina sem að ríkið er að setja peninga í er þetta háhraðanets dót fyrir dreifbýli í gegn um Fjarskiptasjóð og að GSM samband náist á útkjálkum og annesjum. Annars eru þessi fyrirtæki alfarið að stjórna sér sjálf og ráða því hvað þau gera innan ramma laganna bara eins og ég og þú. Síminn ákveður að setja þjónustu í ákveðnar götur og Orkuveitan gerir það sama og þú velur þér að fá þér stoðmjólk að drekka í stað pepsi, ríkið hefur ekkert um það að segja.

OR tilheyrir sveitarfélögum sem stjórna sér sjálf skv. fyrirfram skilgreindum reglum, ríkið skiptir sér ekki af sveitarfélögum nema að eitthvað sé að t.d. fjárskortur ala Álftanes. þetta eru ekki Sovétríkin.

Ég ætla ekki að vera leiðinlegur, en þú ert í ruglinu.

Sjáum til.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf Haxdal » Þri 04. Maí 2010 22:32

Ríkið sér um fjárveitingu fyrir lagningu ljósnetsins/ljósleiðarans þannig þetta væri ekki að fara beint úr vasa Símans heldur úr vasa ríkisins.

Þú ert á algjörum villigötum ef þú heldur að Fjarskiptasjóður (eða hvað sem það heitir) sé eitthvað að koma nálægt Höfuðborgarsvæðinu.

Það sem Fjarskiptasjóður gerir er að "subsidizea" internetvæðingu/farsímadreyfingu landsbyggðarinnar þar sem það er ekki cost-effective fyrir sjálfstæð fyrirtæki að leggja útí margmilljóna fjárfestingar til að nokkrir sveitabæir komist í internet samband/gsm samband, þetta er gert með útboðum þar sem mörg mismunandi fyrirtæki bjóða í verkin og þeir sem eru með lægsta boðið fá það.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf hagur » Þri 04. Maí 2010 22:56

Mér finnst þetta ekkert skrítið, þar sem þú ert jú á soldið "gráu svæði" ...

*Brúmm tishh*
:) :oops:




everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf everdark » Þri 04. Maí 2010 23:14

appel skrifaði:Ég myndi segja að 100 mbit dugi vel fyrir hvern sem er næstu 10-15 árin.


Ertu að grínast? :lol:




PC__
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Þri 13. Apr 2010 23:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf PC__ » Mið 05. Maí 2010 02:06

appel skrifaði:Hvernig er með routera, switcha, netkort o.fl. Er þetta ekki allt saman 100 mbit max? Það þyrfti margt að breytast til að exceeda 100 mbit, flöskuhálsarnir eru víða.


Flest netkort og switchar eru 1000 mega bitar í dag, en það er annað mál með routerana þeir eru flestir bara 100 eins og er.




arontrausta
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mán 02. Ágú 2010 17:10
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf arontrausta » Mið 15. Des 2010 17:21

Smá bump.

Hvernig er ljósnetið að virka hjá ykkur sem eru komnir með þetta?

Var líka að spá hvort dagsetningarnar sem Síminn hefur gefið um útbreiðsluna hafa staðist? Einhver sem getur staðfest það?

Mitt hverfi á að koma í sumar, get ekki beðið hehe



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf GullMoli » Mið 15. Des 2010 17:26

arontrausta skrifaði:Smá bump.

Hvernig er ljósnetið að virka hjá ykkur sem eru komnir með þetta?

Var líka að spá hvort dagsetningarnar sem Síminn hefur gefið um útbreiðsluna hafa staðist? Einhver sem getur staðfest það?

Mitt hverfi á að koma í sumar, get ekki beðið hehe



Ég er í grafarvoginum, hverfi sem átti að fá þetta fyrst. Ég hinsvegar er ekki kominn með þetta rusl >.< ég hef hringt nokkrum sinnum og fæ alltaf einhverjar afsakanir. Hinsvegar svo langt síðan ég hringdi síðast að ég man ekkert hverjar þær voru.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Reputation: 8
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf siminn » Mið 15. Des 2010 21:07

Gullmoli : Sendu mér heimilisfangið þitt og ég skal gefa þér almennilegt svar án allra afsakanna.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum



Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 489
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf jagermeister » Mið 15. Des 2010 21:09

siminn skrifaði:Gullmoli : Sendu mér heimilisfangið þitt og ég skal gefa þér almennilegt svar án allra afsakanna.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum


afhverju svararðu ekki bara hér svo allir geti séð það?



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf MatroX » Mið 15. Des 2010 21:16

er þetta ekkert að fara koma hingað til Sandgerðis?


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Reputation: 8
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf siminn » Mið 15. Des 2010 21:33

jagermeister skrifaði:
siminn skrifaði:Gullmoli : Sendu mér heimilisfangið þitt og ég skal gefa þér almennilegt svar án allra afsakanna.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum


afhverju svararðu ekki bara hér svo allir geti séð það?


Get vel gert það, vildi bara leyfa GullMola að ráða því hvort að hann myndi gefa upp heimilisfangið sitt á opnum vef eða ekki.

Í þessum fyrsta fasa verkefnisins er einungis verið að taka Breiðbandssvæði fyrir, því miður er ekki Breiðband í Sandgerði þannig að ég get ekkert fullyrt um hvenær þjónustan kemur þangað því miður.




Cikster
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf Cikster » Mið 15. Des 2010 21:36

Þar sem þið eruð ekki að ná að setja þetta "ljósnet" upp á stöðum sem þið eruð búnir að klippa á nú þegar langar mig að spurja að einu. Stendur til að klippa á fleiri áður en þið eruð búin að vinna þetta upp?




bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf bixer » Mið 15. Des 2010 21:36

er ekkert planað að fara að koma með ljósleiðara samband úí sveit? það eru ömurlegar tengingar á siglufirði!



Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Reputation: 8
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf siminn » Mið 15. Des 2010 21:39

Cikster skrifaði:Þar sem þið eruð ekki að ná að setja þetta "ljósnet" upp á stöðum sem þið eruð búnir að klippa á nú þegar langar mig að spurja að einu. Stendur til að klippa á fleiri áður en þið eruð búin að vinna þetta upp?


Ljósnetið kemur næstum alltaf en þó með undantekningum 2-8 vikum eftir að klippt er á coax kerfið. Það þarf að klippa á coax kerfið svo að hægt sé að athafna sig í götuskápunum, taka þarf niður gamla Breiðbandsbúnaðinn og setja nýjann VDSL2 búnað upp í staðinn. Í sumum tilfellum þarf að stækka skápa, leggja meira rafmagn og færa skápa en það er ekki algengt.

Er eitthvað sérstakt svæði sem þú ert með í huga ? Ég get þá bara gefið þér afdráttarlaust svar um stöðuna á því tiltekna svæði.




Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf Some0ne » Mið 15. Des 2010 22:55

Rugl er þetta.. 2012 í fokking garðabæ!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf AntiTrust » Mið 15. Des 2010 23:00

Some0ne skrifaði:Rugl er þetta.. 2012 í fokking garðabæ!


I feel your pain, er á völlunum. Splunkuný hverfi, splunkunýjar götur og ennþá nýrri hús - og þetta mætir rest.

Annars er það líklega vegna þess að hér hefur ekkert breiðband verið áður, og því líklega e-rjar framkvæmdir sem þarf að leggjast í eða hvað?

Guðmundur, eitt sem ég væri til í að fá að vita sem ég hef ekki getað fengið svör við hjá þjónustuveri, eðlilega hugsa ég. Nú er tæpt ár í að ég, búandi á völlunum ætti að geta fengið aðgang að ljósnetinu. Hafa orðið e-rjar tafir sem geta valdið því að þetta plan eins og það var teiknað upp stemmi ekki til langtíma litið?



Skjámynd

siminn
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 10:04
Reputation: 8
Staðsetning: Ármúli 25, Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf siminn » Mið 15. Des 2010 23:12

AntiTrust skrifaði:
Some0ne skrifaði:Rugl er þetta.. 2012 í fokking garðabæ!


I feel your pain, er á völlunum. Splunkuný hverfi, splunkunýjar götur og ennþá nýrri hús - og þetta mætir rest.

Annars er það líklega vegna þess að hér hefur ekkert breiðband verið áður, og því líklega e-rjar framkvæmdir sem þarf að leggjast í eða hvað?

Guðmundur, eitt sem ég væri til í að fá að vita sem ég hef ekki getað fengið svör við hjá þjónustuveri, eðlilega hugsa ég. Nú er tæpt ár í að ég, búandi á völlunum ætti að geta fengið aðgang að ljósnetinu. Hafa orðið e-rjar tafir sem geta valdið því að þetta plan eins og það var teiknað upp stemmi ekki til langtíma litið?


Sæll, já ég get svarað því.

Almenn verkáætlun er ca 8 vikum á eftir áætlun. Ástæðan er aðallega vegna tafa á afhendingu á búnaði frá birgja og að á nokkrum stöðum þurfti að færa til götuskápa, stækka götuskápa og jarðvinnu ýmisskonar sem olli töfum. Allt voru þetta mál sem ekki voru fyrirséð og ekki gert ráð fyrir í hönnun.

Vellirnir gætu komið fyrr, þó ég geti ekki lofað því þar sem lagnakerfið og lagnaleiðir þar eru mjög góðar, enda hverfið nokkuð nýlegt. En það er alveg rétt hjá þér, það þarf að leggja í framkvæmdir en þær eru ekki eins miklar og maður hefði haldið sökum þess að lagnakerfið er nýlegt og við lagningu þess var hugsað til framtíðar og því nokkuð auðvelt um vik að uppfæra yfir í ljós.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf AntiTrust » Mið 15. Des 2010 23:19

Takk fyrir svarið.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf gardar » Mið 15. Des 2010 23:21

Nú þar sem kominn er hingað maður frá símanum sem eitthvað virðist vita um málið... Þá langar mig til þess að spyrja, er það rétt að sumir fái gpon undir nafni ljósnetsins, eða er það hoax?

Eins og stendur hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/VDSL#Iceland

The telecom company Síminn is now implementing VDSL to much of the capital of Reykjavík, starting in 2010. The service is known as Ljósnet[11] and most of the connections available with this service are VDSL2 but some users are apparently being offered GPON service using the same marketing name.


Ef svarið er já, er hægt að fá að vita hverjir þeir heppnu séu? (Með krosslagða fingur um að ég verði einn af þeim heppnu)


Kv. Garðar



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf tdog » Mið 15. Des 2010 23:26

Ef einhver hérna býr í 110, þá er ég að vinna hjá verktaka við að setja upp VDSL tengingar og gengur þetta bara ágætlega hjá okkur. Síðustu daga höfum við verið í Ása-hverfinu.



Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet Símans

Pósturaf MuGGz » Fim 16. Des 2010 00:08

siminn skrifaði:
Almenn verkáætlun er ca 8 vikum á eftir áætlun.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum


Sæll,

Ég sé að 109 er á áætlun í janúar, enn gæti semsagt færst til mars miðað við hvað þú ert að segja ?