wicket skrifaði:hahaha intenz, mér finnst þú ekki alveg vera að ná þessu.
þetta fyrirtæki er í bissness, mér sýnist svarið þeirra ganga út á að það sé dýrt að leggja þetta ljósnet heim til þín þar sem það vantar ljósleiðara en í staðinn einblína þeir á svæði sem eru með ljósleiðara fyrir og svo eigi að skoða hin svæðin sem eftir eru.
fair enough svar finnst mér, vælubíllinn hlýtur að vera á leiðinni til þín.
Ég næ þessu alveg. Mér finnst bara ömurlegt að Gagnaveitan sé ekki með hverfið mitt á áætlun sinni (1-2 ár) og Síminn útskúfi mínu hverfi af öllum Grafarvoginum (nota bene gráa svæðið inni í ljósbláa svæðinu á útbreiðsluáætluninni þeirra).
Mér finnst ekkert annað meika sens en að splæsa í þann aukakostnað sem því fylgir að koma ljósnetinu á þetta gráa svæði sem er inni í ljósbláa svæðinu, þar sem annað er hrein og bein mismunun að mínu mati. Ríkið sér um fjárveitingu fyrir lagningu ljósnetsins/ljósleiðarans þannig þetta væri ekki að fara beint úr vasa Símans heldur úr vasa ríkisins.
Þú sérð að ÖLL litlu svæðin sem eru lituð inni í öðru stærra litaðra svæði á þessari útbreiðsluáætlun eru á undan stærra svæðinu. Fyrir utan litlu svæðin inni í 112 og 105. Mér finnst það sjálfsagt að Síminn/ríkið leggi ljósnetið á sama tíma á litlu svæðunum sem eru inni í stóru svæðunum og stærra svæðið í kring til að komast hjá þessari útskúfun og mismunun. Þeir munu hvort sem er þurfa að gera það seinna meir.